„Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Bjarki Ármannsson skrifar 6. apríl 2016 13:41 Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra Íslands. Þetta kom fram í viðtali hennar við fréttavefinn Democracy Now í beinni útsendingu nú fyrir stuttu. Líkt og kemur fram í nýrri könnun fréttastofu 365, mælast Píratar nú með 43 prósenta fylgi á sama tíma og stjórnarandstaðan vill rjúfa þing og boða til kosninga. Birgitta sagði í viðtalinu að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, sé alls ekki það sem íslenska þjóðin hafi kallað eftir. Afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar leka á Panama-gögnunum svokölluðum sé ekki nóg. „Ísland er, því miður, eina landið í vestur-Evrópu með sitjandi ráðherra sem voru nefndir í þessum leka,“ segir Birgitta. „Augljóslega vill fólk að ráðherra skattamála, sem átti einnig aflandsfélag, víki. Fólk er ennþá ósátt og það verða væntanlega áfram mótmæli þar til þau víkja.“ Hún segir mótmælin á mánudagskvöld síðastliðið, mögulega þau fjölmennstu frá upphafi á Íslandi, einstök þar sem erfitt sé að fá Íslendinga til að koma út og mótmæla nema lífsviðurværi þeirra liggi við. Hún segir reiði hafa kraumað í þjóðfélaginu lengi gagnvart sitjandi ríkisstjórn. Aðspurð hvort hún gæti sjálf orðið næsti forsætisráðherra landsins, þar sem flokkur hennar mælist nú með langmest fylgi, sagði Birgitta: „Við höfum ekki hugsað það svo langt. Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann.“ Panama-skjölin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra Íslands. Þetta kom fram í viðtali hennar við fréttavefinn Democracy Now í beinni útsendingu nú fyrir stuttu. Líkt og kemur fram í nýrri könnun fréttastofu 365, mælast Píratar nú með 43 prósenta fylgi á sama tíma og stjórnarandstaðan vill rjúfa þing og boða til kosninga. Birgitta sagði í viðtalinu að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, sé alls ekki það sem íslenska þjóðin hafi kallað eftir. Afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar leka á Panama-gögnunum svokölluðum sé ekki nóg. „Ísland er, því miður, eina landið í vestur-Evrópu með sitjandi ráðherra sem voru nefndir í þessum leka,“ segir Birgitta. „Augljóslega vill fólk að ráðherra skattamála, sem átti einnig aflandsfélag, víki. Fólk er ennþá ósátt og það verða væntanlega áfram mótmæli þar til þau víkja.“ Hún segir mótmælin á mánudagskvöld síðastliðið, mögulega þau fjölmennstu frá upphafi á Íslandi, einstök þar sem erfitt sé að fá Íslendinga til að koma út og mótmæla nema lífsviðurværi þeirra liggi við. Hún segir reiði hafa kraumað í þjóðfélaginu lengi gagnvart sitjandi ríkisstjórn. Aðspurð hvort hún gæti sjálf orðið næsti forsætisráðherra landsins, þar sem flokkur hennar mælist nú með langmest fylgi, sagði Birgitta: „Við höfum ekki hugsað það svo langt. Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann.“
Panama-skjölin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir