Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 00:01 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, fylgist með mótmælunum út um glugga á Alþingishúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd. Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent