Rangir leikir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar