Rangir leikir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar