Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2016 23:22 Forsætis- og fjármálaráðherra vísir/stöð 2 „Af öllu því sem hefur gerst í dag held ég að það séu minnstu fréttirnar hve lengi fudnur þingflokks Sjálfstæðisflokksins stóð,“ segir Bjarni Benediktsson í tíufréttum RÚV. Í kvöld var þess beðið um klukkan sjö að ný ríkisstjórn yrði kynnt til sögunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson létu hins vegar bíða eftir sér í um tvær klukkustundir í kjölfar þess að þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn. Heimildir herma að einstaka stjórnarþingmenn séu óánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst í málið og þá sérstaklega að forsætisráðherrastóllinn félli í skaut Sigurðar Inga Jóhannssonar. Bjarni blés á slíkar fullyrðingar. „Í upphafi þessa samstarfs sömdum við um ákveðna verkaskiptingu. Þá fékk Framsókn forsætisráðuneytið og við fjármálaráðuneytið. Við viljum ekki stokka upp í ráðuneytunum því nú gjörþekkir hver ráðherra sín mál í sínu ráðuneyti.“Ágætis veganesti að byrja á að fella vantraust Álit hafa einnig verið uppi um hvort að nauðsynlegt er að stjórnin sitji áfram til að afgreiða þau mál sem hún á eftir. Forsvarsmönnum hennar hefur verið tíðrætt um afnám hafta en fyrr í dag sagði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að þau mál heyrðu algerlega undir Seðlabanka Íslands. „Það mál er undir minni forystu. Ég hef starfað að því með forsætis- og fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum þar sem ég sit í forsæti og stýri atburðarásinni,“ sagði Bjarni. Sem stendur væri málið í miðri á en framundan væri frumvarp og útboð á komandi vori sem væru nauðsynlegir liðir í afnámi þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og verður því líklega kosið fyrir september eða snemma í þeim mánuði. Það veltur þó á því hvernig gengur að koma málum í gegnum þingið. „Það er aldrei létt verk að framkvæma lýðræðið. Við höfum ítrekað gengið að kjörborðinu frá 2007 til að efla traust til lykilstofnana. Við höfum nú skjótt og með afgerandi hætti brugðist við ákalli um að virkja lýðræðið.“ Fyrir þinginu liggur vantrauststillaga á hina nýju stjórn en Bjarni kvíðir henni ekki. „Það verður ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með. Það er alveg fyrirséð hvernig það fer. Við fögnum öllum tækifærum til að rifja upp það góða starf sem þessi stjórn hefur unnið,“ sagði fjármálaráðherra. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35 „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
„Af öllu því sem hefur gerst í dag held ég að það séu minnstu fréttirnar hve lengi fudnur þingflokks Sjálfstæðisflokksins stóð,“ segir Bjarni Benediktsson í tíufréttum RÚV. Í kvöld var þess beðið um klukkan sjö að ný ríkisstjórn yrði kynnt til sögunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson létu hins vegar bíða eftir sér í um tvær klukkustundir í kjölfar þess að þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn. Heimildir herma að einstaka stjórnarþingmenn séu óánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst í málið og þá sérstaklega að forsætisráðherrastóllinn félli í skaut Sigurðar Inga Jóhannssonar. Bjarni blés á slíkar fullyrðingar. „Í upphafi þessa samstarfs sömdum við um ákveðna verkaskiptingu. Þá fékk Framsókn forsætisráðuneytið og við fjármálaráðuneytið. Við viljum ekki stokka upp í ráðuneytunum því nú gjörþekkir hver ráðherra sín mál í sínu ráðuneyti.“Ágætis veganesti að byrja á að fella vantraust Álit hafa einnig verið uppi um hvort að nauðsynlegt er að stjórnin sitji áfram til að afgreiða þau mál sem hún á eftir. Forsvarsmönnum hennar hefur verið tíðrætt um afnám hafta en fyrr í dag sagði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að þau mál heyrðu algerlega undir Seðlabanka Íslands. „Það mál er undir minni forystu. Ég hef starfað að því með forsætis- og fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum þar sem ég sit í forsæti og stýri atburðarásinni,“ sagði Bjarni. Sem stendur væri málið í miðri á en framundan væri frumvarp og útboð á komandi vori sem væru nauðsynlegir liðir í afnámi þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og verður því líklega kosið fyrir september eða snemma í þeim mánuði. Það veltur þó á því hvernig gengur að koma málum í gegnum þingið. „Það er aldrei létt verk að framkvæma lýðræðið. Við höfum ítrekað gengið að kjörborðinu frá 2007 til að efla traust til lykilstofnana. Við höfum nú skjótt og með afgerandi hætti brugðist við ákalli um að virkja lýðræðið.“ Fyrir þinginu liggur vantrauststillaga á hina nýju stjórn en Bjarni kvíðir henni ekki. „Það verður ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með. Það er alveg fyrirséð hvernig það fer. Við fögnum öllum tækifærum til að rifja upp það góða starf sem þessi stjórn hefur unnið,“ sagði fjármálaráðherra.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35 „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35
„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45
Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25