Vildum ekki vanvirða neinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2016 13:20 Úr leik með Þrótti. Vísir/Anton Eins og áður hefur komið fram gaf Þróttur leik sinn gegn Þór í Lengjbikarkeppni karla sem fara átti fram í gær. Leikurinn átti að fara fram á Akureyri en Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segir að ekki hafi tekist að finna hentugan leiktíma. Þróttur er nýbúinn að fara í æfingaferð til Spánar og segir að það hafi reynst erfitt fyrir menn að fá enn meira frí frá vinnu fyrir ferð til Akureyrar á þeim leikdögum sem komu til greina. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Menn fengu frí til að fara í æfingaferðina en svo gekk það bara ekki upp að finna heppilegan leikdag með Þór,“ sagði Ótthar í samtali við Vísi í dag. „Það var ekki að við vildum ekki spila. Þetta er ekki meint sem óvirðing við Þór eða hreyfinguna sem slíka. Ég skil það vel að það kunni að koma þannig út en það var alls ekki ætlun okkar.“ Þróttur hefur ekki unnið leik allt undirbúningstímabilið en Ótthar hefur ekki áhyggjur af því að þetta mál geri horfur Þróttara fyrir sumarið í Pepsi-deildinni enn verra. „Þetta er auðvitað óheppilegt en eins og Gregg [Ryder, þjálfari] hefur margoft komið inn á þá stefnum við á að vera klárir 1. maí. Það er okkar markmið.“ „Það er ekki gott að hafa ekki unnið leik í allan vetur. Maður hefur líka prófað það áður - líka að vinna alla leiki á undirbúningstímabilinu.“ Þróttur birti eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni í dag: „Ýmsar ástæður fyrir því að ekki var mögulegt fyrir okkur að leika á umræddum leikdögum. Vitað var fyrir nokkru að upphaflegur leikdagur gekk ekki upp vegna utanferðar Þróttar og næsti leikdagur sem við lögðum til gekk ekki upp vegna utanferðar Þórs. Það er alls ekki meining okkar að sýna Þór, KSÍ eða öðrum óvirðingu, fjarri því en aðstæður eru með þeim hætti að útilokað var fyrir okkur að leika á umræddum dögum og höfðum við lagt til aðra leikdaga sem ekki komu til greina af hálfu Þórs. Okkur þykir miður að svo hafi farið og biðjumst við velvirðingar á því, það er skiljanlegt að þessar aðstæður bjóði upp á hörð viðbrögð mótherja en í engu var meiningin að sýna þeim eða öðrum óvirðingu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45 Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram gaf Þróttur leik sinn gegn Þór í Lengjbikarkeppni karla sem fara átti fram í gær. Leikurinn átti að fara fram á Akureyri en Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segir að ekki hafi tekist að finna hentugan leiktíma. Þróttur er nýbúinn að fara í æfingaferð til Spánar og segir að það hafi reynst erfitt fyrir menn að fá enn meira frí frá vinnu fyrir ferð til Akureyrar á þeim leikdögum sem komu til greina. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Menn fengu frí til að fara í æfingaferðina en svo gekk það bara ekki upp að finna heppilegan leikdag með Þór,“ sagði Ótthar í samtali við Vísi í dag. „Það var ekki að við vildum ekki spila. Þetta er ekki meint sem óvirðing við Þór eða hreyfinguna sem slíka. Ég skil það vel að það kunni að koma þannig út en það var alls ekki ætlun okkar.“ Þróttur hefur ekki unnið leik allt undirbúningstímabilið en Ótthar hefur ekki áhyggjur af því að þetta mál geri horfur Þróttara fyrir sumarið í Pepsi-deildinni enn verra. „Þetta er auðvitað óheppilegt en eins og Gregg [Ryder, þjálfari] hefur margoft komið inn á þá stefnum við á að vera klárir 1. maí. Það er okkar markmið.“ „Það er ekki gott að hafa ekki unnið leik í allan vetur. Maður hefur líka prófað það áður - líka að vinna alla leiki á undirbúningstímabilinu.“ Þróttur birti eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni í dag: „Ýmsar ástæður fyrir því að ekki var mögulegt fyrir okkur að leika á umræddum leikdögum. Vitað var fyrir nokkru að upphaflegur leikdagur gekk ekki upp vegna utanferðar Þróttar og næsti leikdagur sem við lögðum til gekk ekki upp vegna utanferðar Þórs. Það er alls ekki meining okkar að sýna Þór, KSÍ eða öðrum óvirðingu, fjarri því en aðstæður eru með þeim hætti að útilokað var fyrir okkur að leika á umræddum dögum og höfðum við lagt til aðra leikdaga sem ekki komu til greina af hálfu Þórs. Okkur þykir miður að svo hafi farið og biðjumst við velvirðingar á því, það er skiljanlegt að þessar aðstæður bjóði upp á hörð viðbrögð mótherja en í engu var meiningin að sýna þeim eða öðrum óvirðingu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45 Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
„Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45
Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00