Sigmundur Davíð segist ekki verða aftursætisbílstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2016 19:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið. Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið.
Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira