Sigmundur Davíð segist ekki verða aftursætisbílstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2016 19:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið. Panama-skjölin Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið.
Panama-skjölin Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira