Körfubolti

1-1 í báðum einvígum í fyrsta sinn í þrjú ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Vísir/Anton
Njarðvíkingar jöfnuðu á móti KR í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta í gær og fylgdu þar með fordæmi Tindastólsmanna sem jöfnuðu metin á móti Haukum daginn áður.

Njarðvíkingar unnu upp 24 stiga mun KR-liðsins á síðustu sautján mínútum leiksins í Ljónagryfjunni í gær og Haukur Helgi Pálsson skoraði síðan sigurkörfuna rétt fyrir leikslok.

Haukur Helgi lék þar eftir afrek Stefan Bonneau í undanúrslitunum fyrra þegar Bonneau tryggði Njarðvík sigur á KR í leik tvö í Ljónagryfjunni.

Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem staðan er 1-1 í báðum undanúrslitaeinvígunum en það var jafnframt aðeins að gerast í þriðja skiptið á síðustu tíu árum.

Á síðustu níu árum hefur það verið algengara að staðan sé 2-0 í báðum einvígum (3 sinnum; 2008, 2009 og 2011) en að staðan sé 1-1 (2 sinnum; 2013 og 2016).

Körfuboltaáhugamenn eru því að upplifa þá spennu og dramatík sem þeir hlutlausu sækjast eftir en fyrir liðin er næsti leikur gríðarlega mikilvægur.

Leikur þrjú í einvígi Hauka og Tindastóls fer fram á Ásvöllum á morgun laugardag en þriðji leikurinn í einvígi KR og Njarðvíkur verður í DHL-höllinni í Vesturbæ á sunnudagskvöldið.



Staðan eftir tvo leiki í undanúrslitaeinvígunum síðustu tíu árin:

2016

KR 1-1 Njarðvík

Haukar 1-1 Tindastóll

2015

KR 1-1 Njarðvík [Fór 3-2]

Tindastóll 2-0 Haukar [Fór 3-1]

2014

KR 2-0 Stjarnan [Fór 3-1]

Grindavík 1-1 Njarðvík [Fór 3-2]

2013

Grindavík 1-1 KR  [Fór 3-1]

Snæfell 1-1 Stjarnan [Fór 1-3]

2012

Grindavík 2-0 Stjarnan [Fór 3-1]

KR 1-1 Þór Þorl. [Fór 1-3]

2011

Snæfell 0-2 Stjarnan  [Fór 0-3]

KR 2-0 Keflavík  [Fór 3-2]

2010

KR 1-1 Snæfell  [Fór 2-3]

Keflavík 2-0 Njarðvík  [Fór 3-1]

2009

KR 2-0 Keflavík  [Fór 3-0]

Grindavík 2-0 Snæfell  [Fór 3-1]

2008

Keflavík 0-2 ÍR  [Fór 3-2]

Grindavík 0-2 Snæfell  [Fór 1-3]

2007

Njarðvík 1-1 Grindavík  [Fór 3-2]

KR 1-1 Snæfell  [Fór 3-2]


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×