Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 72-54 | Létt hjá KR og staðan 2-1 Tómas Þór Þórðarson í DHL-höllinni skrifar 10. apríl 2016 21:30 Brynjar Þór átti góðan leik. vísir/anton KR er komið í 2-1 í einvígi sínu gegn Njarðvík í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta eftir öruggan 18 stiga sigur, 72-54, í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR byrjaði fyrri hálfleikinn af miklum krafti og leit út fyrir að Íslands- og bikarmeistararnir myndu rúlla yfir Njarðvíkinga. Þegar Michael Craion kom KR í 8-0 eftir rétt rúmar tvær mínútur þurfti Njarðvík strax að taka leikhlé. Heimamenn voru að spila virkilega þétta vörn og Craion var í ham undir körfunni, greinilega staðráðinn í að bæta upp fyrir villuvandræðin í síðasta leik. Craion var Njarðvíkingum, eins og oft áður, virkilega erfiður undir körfunni. Þó hann hafi "bara" skorað sjö stig þá tók hann líka sjö af níu sóknarfráköstum KR-inga í fyrri ha´fleik. Ef hann klúðraði skoti þá bara sótti hann boltann aftur og reyndi á ný. Njarðvíkingar voru þó ávallt margir í kringum hann og gerðu skotin erfið en Kaninn öflugi setti aðeins 5 af 15 skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Njarðvíkingar héldu áfram að gera það sem virkaði í síðasta leik; keyra inn að körfunni og leita svo að skoti fyrir utan. Það gekk ágætlega en gallinn var að skotin vildu bara ekki niður. KR var 24-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann og munaði um minna fyrir gestina að þeir skoruðu aðeins úr einu af átta þriggja stiga skotum sínum á fyrstu tíu mínútunum. Njarðvík reyndi 20 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik og fimm þeirra fóru niður. Þeim gekk afskaplega erfiðlega að sækja að körfunni þar sem meistararnir voru þéttir fyrir eins og alltaf. Gestirnir réðu ekkert við varnarleik KR-inga á köflum og voru mest fjórtán stigum undir í fyrri hálfleik, 33-19. En allir ættu að hafa lært núna að afskrifa ekki hjartað í Njarðvíkingum og þeir voru auðvitað búnir að minnka muninn niður í sjö stig, 38-31, áður en fyrri hálfleikurinn rann sitt skeið á enda. Adam Eiður Ásgeirsson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur sem hefur ekki mikið komið við sögu í úrslitakeppninni, skoraði flaututvist undir lok fyrri hálfleiks og fagnaði honum með því að gefa hálfri Njarðvíkurstúkunni spaðafimmu. Mikil stemningskarfa. KR-ingar voru áfram skrefinu á undan Njarðvík í seinni hálfleik. Þeir náðu mest 18 stiga forskoti í þriðja leikhluta, 53-35, en 11-0 sprettur heimamenna breytti stöðunni úr 44-35 í 53-35. En, eins og alltaf, voru Ljónin úr Njarðvík ekkert á því að gefast upp. Áfram var þriggja stiga nýting Njarðvíkinga skelfileg en gestirnir brenndu af öllum sex skotum sínu fyrir utan línuna í þriðja leikhluta. Helgi Már Magnússon var aftur á móti sjóðheitur en gamli maðurinn skellti í þrjá þrista í röð í byrjun leikhlutans þegar enn og aftur virtist sem KR ætlaði að stinga af. Njarðvík minnkaði muninn í tíu stig, 56-46, með þriggja stiga körfu í byrjun fjórða leikhluta og gerði heiðarlega tilraun til hetjulegrar endurkomu eins og í síðasta leik. Að þessu sinni var það bara ekki möguleiki því KR liðið var of sterkt og spilaði sinn leik og það af skynsemi. Þrátt fyrir að Craion var ekki að hitta vel undir körfunni tók hann 12 sóknarfráköst (18 í heildina) þannig hann var bæði að fá annað tækifæri sjálfur eða fyrir félaga sína. Þegar Njarðvíkinga virtust mögulega líklegir til að koma kannski með smá endurkomu fengu þeir stóra körfu í andlitið frá KR-ingum sem allir skiluðu sínu. Allt byrjunarlið KR nema Pavel skoraði yfir tíu stig í kvöld en enginn var áberandi bestur í sókninni. Þetta var liðssigur. Pavel var bara í öðrum hlutum. Hann stýrði sóknarleik KR meistaralega og gaf 11 stoðsendingar og tók 14 fráköst. Hann er heldur betur að finna fjöl sína sem leikstjórnandi á ný og gera allt sem hann gerir svo vel. KR vann á endanum nokkuð auðveldan 18 stiga sigur, 72-54, og þarf aðeins að vinna einn leik til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Njarðvík hefur í 20 leikjum í röð í úrslitakeppninni unnið og tapað til skiptis og verður að halda því áfram, sem sagt vinna, á heimavelli á miðvikudaginn annars er það sumarfrí á Ljónin. Jeremy Atkinson var lang stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld með 22 stig en það vantaði mun meira framlag sóknarlega frá Hauki Helga sem skoraði ekki nema sjö stig. Hann vann síðasta leik en var í gjörgæslu hjá KR-ingum í kvöld. Þá vantaði framlag frá mönnum eins og Loga og Magic sem skoruðu samtals ellefu stig. KR leit svo sannarlega út eins og meistaralið og var ekki bara betra heldur sýndi það mikinn vilja. Alls tóku heimamenn 56 fráköst í leiknum. Það er sigurvilji.Tölfræði leiks: KR-Njarðvík 72-54 (24-13, 14-18, 18-10, 16-13) KR: Darri Hilmarsson 16, Michael Craion 15/18 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/8 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Björn Kristjánsson 11/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 2/14 fráköst/11 stoðsendingar, Arnór Hermannsson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0. Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 22/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Ólafur Helgi Jónsson 8/8 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 7/9 fráköst/7 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Logi Gunnarsson 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 2/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0.Finnur Freyr: Vorum skynsamari í dag "Við náðum að loka þessum leik almennilega sem er annað en við gerðum í Njarðvík um daginn," sagði sáttur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. KR kastaði frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í leik tvö en í kvöld var ekkert slíkt í kortunum. "Njarðvík spilaði frábærlega í seinni hálfleik í síðasta leik og náði að ýta okkur út úr því sem við viljum gera. Í þessum leik héldum við fókus allan tímann og kláruðum þetta sterkt," sagði Finnur Freyr en þar missti KR Michael Craion snemma út af. Hann átti góðan leik í kvöld. "Maður setur upp liðið og það sem maður gerir í kringum lykilmennina. Við lifum án Craion í stuttan tíma í einu en þegar hann er svona lengi út af flækir það hlutina," sagði Finnur. "Ef Mike hefði verið með eðlilega nýtingu í dag, ekki frábæra bara eðlilega, þá held ég að við hefðum verið búnir að loka leiknum fyrr. En það er gott að eiga meira inni frá honum." Hver var munurinn á þessum leik og þeim síðasta? "Við vorum ekki nógu skynsamir síðast en í dag spiluðum við skynsamari bolta og vorum þolinmóðari. Við vorum sneggri til baka og fylgdum varnarleiknum okkar á móti Njarðvíkingunum," sagði Finnur. "Það er ekkert leyndarmál að við erum að reyna að gera hlutina erfiða fyrir Hauk Helga og Loga sem voru frábærir í síðasta leik. Sem betur fer náðum við að hægja á þeim núna. Það verða auðvitað aðrir að skora einhver stig fyrir þá en í heildina vinnum við með 18 stigum og erum gríðarlega ánægðir með það," sagði Finnur Freyr Stefánsson.Pavel: Erum betri fimm á móti fimm "Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi eftir leikinn. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij.Tweets by @Visirkarfa1 Finnur Freyr og lærisveinar hans eru einum sigri frá lokaúrslitunum.vísir/antonPavel tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.vísir/antonvísirvísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
KR er komið í 2-1 í einvígi sínu gegn Njarðvík í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta eftir öruggan 18 stiga sigur, 72-54, í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR byrjaði fyrri hálfleikinn af miklum krafti og leit út fyrir að Íslands- og bikarmeistararnir myndu rúlla yfir Njarðvíkinga. Þegar Michael Craion kom KR í 8-0 eftir rétt rúmar tvær mínútur þurfti Njarðvík strax að taka leikhlé. Heimamenn voru að spila virkilega þétta vörn og Craion var í ham undir körfunni, greinilega staðráðinn í að bæta upp fyrir villuvandræðin í síðasta leik. Craion var Njarðvíkingum, eins og oft áður, virkilega erfiður undir körfunni. Þó hann hafi "bara" skorað sjö stig þá tók hann líka sjö af níu sóknarfráköstum KR-inga í fyrri ha´fleik. Ef hann klúðraði skoti þá bara sótti hann boltann aftur og reyndi á ný. Njarðvíkingar voru þó ávallt margir í kringum hann og gerðu skotin erfið en Kaninn öflugi setti aðeins 5 af 15 skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Njarðvíkingar héldu áfram að gera það sem virkaði í síðasta leik; keyra inn að körfunni og leita svo að skoti fyrir utan. Það gekk ágætlega en gallinn var að skotin vildu bara ekki niður. KR var 24-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann og munaði um minna fyrir gestina að þeir skoruðu aðeins úr einu af átta þriggja stiga skotum sínum á fyrstu tíu mínútunum. Njarðvík reyndi 20 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik og fimm þeirra fóru niður. Þeim gekk afskaplega erfiðlega að sækja að körfunni þar sem meistararnir voru þéttir fyrir eins og alltaf. Gestirnir réðu ekkert við varnarleik KR-inga á köflum og voru mest fjórtán stigum undir í fyrri hálfleik, 33-19. En allir ættu að hafa lært núna að afskrifa ekki hjartað í Njarðvíkingum og þeir voru auðvitað búnir að minnka muninn niður í sjö stig, 38-31, áður en fyrri hálfleikurinn rann sitt skeið á enda. Adam Eiður Ásgeirsson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur sem hefur ekki mikið komið við sögu í úrslitakeppninni, skoraði flaututvist undir lok fyrri hálfleiks og fagnaði honum með því að gefa hálfri Njarðvíkurstúkunni spaðafimmu. Mikil stemningskarfa. KR-ingar voru áfram skrefinu á undan Njarðvík í seinni hálfleik. Þeir náðu mest 18 stiga forskoti í þriðja leikhluta, 53-35, en 11-0 sprettur heimamenna breytti stöðunni úr 44-35 í 53-35. En, eins og alltaf, voru Ljónin úr Njarðvík ekkert á því að gefast upp. Áfram var þriggja stiga nýting Njarðvíkinga skelfileg en gestirnir brenndu af öllum sex skotum sínu fyrir utan línuna í þriðja leikhluta. Helgi Már Magnússon var aftur á móti sjóðheitur en gamli maðurinn skellti í þrjá þrista í röð í byrjun leikhlutans þegar enn og aftur virtist sem KR ætlaði að stinga af. Njarðvík minnkaði muninn í tíu stig, 56-46, með þriggja stiga körfu í byrjun fjórða leikhluta og gerði heiðarlega tilraun til hetjulegrar endurkomu eins og í síðasta leik. Að þessu sinni var það bara ekki möguleiki því KR liðið var of sterkt og spilaði sinn leik og það af skynsemi. Þrátt fyrir að Craion var ekki að hitta vel undir körfunni tók hann 12 sóknarfráköst (18 í heildina) þannig hann var bæði að fá annað tækifæri sjálfur eða fyrir félaga sína. Þegar Njarðvíkinga virtust mögulega líklegir til að koma kannski með smá endurkomu fengu þeir stóra körfu í andlitið frá KR-ingum sem allir skiluðu sínu. Allt byrjunarlið KR nema Pavel skoraði yfir tíu stig í kvöld en enginn var áberandi bestur í sókninni. Þetta var liðssigur. Pavel var bara í öðrum hlutum. Hann stýrði sóknarleik KR meistaralega og gaf 11 stoðsendingar og tók 14 fráköst. Hann er heldur betur að finna fjöl sína sem leikstjórnandi á ný og gera allt sem hann gerir svo vel. KR vann á endanum nokkuð auðveldan 18 stiga sigur, 72-54, og þarf aðeins að vinna einn leik til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Njarðvík hefur í 20 leikjum í röð í úrslitakeppninni unnið og tapað til skiptis og verður að halda því áfram, sem sagt vinna, á heimavelli á miðvikudaginn annars er það sumarfrí á Ljónin. Jeremy Atkinson var lang stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld með 22 stig en það vantaði mun meira framlag sóknarlega frá Hauki Helga sem skoraði ekki nema sjö stig. Hann vann síðasta leik en var í gjörgæslu hjá KR-ingum í kvöld. Þá vantaði framlag frá mönnum eins og Loga og Magic sem skoruðu samtals ellefu stig. KR leit svo sannarlega út eins og meistaralið og var ekki bara betra heldur sýndi það mikinn vilja. Alls tóku heimamenn 56 fráköst í leiknum. Það er sigurvilji.Tölfræði leiks: KR-Njarðvík 72-54 (24-13, 14-18, 18-10, 16-13) KR: Darri Hilmarsson 16, Michael Craion 15/18 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/8 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Björn Kristjánsson 11/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 2/14 fráköst/11 stoðsendingar, Arnór Hermannsson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0. Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 22/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Ólafur Helgi Jónsson 8/8 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 7/9 fráköst/7 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Logi Gunnarsson 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 2/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0.Finnur Freyr: Vorum skynsamari í dag "Við náðum að loka þessum leik almennilega sem er annað en við gerðum í Njarðvík um daginn," sagði sáttur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. KR kastaði frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í leik tvö en í kvöld var ekkert slíkt í kortunum. "Njarðvík spilaði frábærlega í seinni hálfleik í síðasta leik og náði að ýta okkur út úr því sem við viljum gera. Í þessum leik héldum við fókus allan tímann og kláruðum þetta sterkt," sagði Finnur Freyr en þar missti KR Michael Craion snemma út af. Hann átti góðan leik í kvöld. "Maður setur upp liðið og það sem maður gerir í kringum lykilmennina. Við lifum án Craion í stuttan tíma í einu en þegar hann er svona lengi út af flækir það hlutina," sagði Finnur. "Ef Mike hefði verið með eðlilega nýtingu í dag, ekki frábæra bara eðlilega, þá held ég að við hefðum verið búnir að loka leiknum fyrr. En það er gott að eiga meira inni frá honum." Hver var munurinn á þessum leik og þeim síðasta? "Við vorum ekki nógu skynsamir síðast en í dag spiluðum við skynsamari bolta og vorum þolinmóðari. Við vorum sneggri til baka og fylgdum varnarleiknum okkar á móti Njarðvíkingunum," sagði Finnur. "Það er ekkert leyndarmál að við erum að reyna að gera hlutina erfiða fyrir Hauk Helga og Loga sem voru frábærir í síðasta leik. Sem betur fer náðum við að hægja á þeim núna. Það verða auðvitað aðrir að skora einhver stig fyrir þá en í heildina vinnum við með 18 stigum og erum gríðarlega ánægðir með það," sagði Finnur Freyr Stefánsson.Pavel: Erum betri fimm á móti fimm "Þetta var ekki auðvelt en við gerðum okkur þetta aðeins auðveldara með því að vera skynsamir," sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, við Vísi eftir leikinn. Eftir að kasta frá sér 24 stiga forskoti í Ljónagryfjunni í síðasta leik var ekkert slíkt í boði hjá meisturunum sem spiluðu afskaplega vel í kvöld. "Við lögðum það sama í þennan leik og við höfum gert í hinum tveimur. Það má segja að síðasti leikur hafi verið, já, skemmtilegur," sagði Pavel og glotti. "Við töpuðum þeim leik ekki því við lögðum okkur ekki fram heldur bara vegna heimsku. Við tókum á því í dag. Þegar við náðum forskoti þá vorum við skynsamir og spiluðum á vopninu okkar," sagði hann. Vopnið sem hann talar um er Michael Craion sem átti góðan leik þrátt fyrir að hitta aðeins úr sjö af 24 skotum sínum. Hann tók í heildina 18 fráköst, þar af tólf sóknarfráköst. "Vopnið okkar var ekki alveg að setja skotin niður í dag en við getum ekki beðið um meira en Mike að fá sniðskot trekk í trekk undir körfunni. Hann er að opna helling fyrir hina fyrir utan," sagði Pavel. "Þetta var bara gott frá A-Ö. Vörnin var til fyrirmyndar og við náðum að loka á Hauk og Loga sem hafa verið erfiðir." KR skaut níu af 23 fyrir utan þriggja stiga línuna en heimamenn fengu mikið af opnum skotum í kvöld. Craion átti heldur betur sinn þátt í því en hann hélt gestunum uppteknum undir körfunni. "Þetta er ákveðinn líkindareikningur. Við erum að fá opin skot. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér líður eins og við séum að fá opin skot trekk í trekk. Þetta er einföld stærðfræði. Við erum að skjóta 35-40 prósent fyrir utan þannig á meðan við fáum þessi opnu skot þá erum við að fara að setja þau af og til," sagði Pavel. KR getur komist í úrslitaeinvígið með sigri í Ljónagryfjunni í næsta leik en hann er ekkert að bóka sigur þar þó honum finnist KR-liðið betra í uppstilltum leik. "Maður verður að taka út fyrir sviga að við erum í DHL-höllinni. Ljónagryfjan er gryfja. Það er réttnefni. Njarðvík er stemningslið og þrífst á þessum látum og þessum áhlaupum sem liðið kemur með," sagði Pavel. "Við verðum að stoppa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við fáum ekki skotin, við megum bara ekki leyfa þeim að komast í gírinn. Við þurfum bara að halda þeim í skefjum og láta þá spila fimm á fimm á móti okkur. Þá tel ég okkur miklu sterkara en þá," sagði Pavel Ermolinskij.Tweets by @Visirkarfa1 Finnur Freyr og lærisveinar hans eru einum sigri frá lokaúrslitunum.vísir/antonPavel tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.vísir/antonvísirvísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira