Unnur Brá segir já við þingrofi og kosningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 18:00 Unnur Brá Konráðsdóttir vísir/Ernir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt í þessu já við tillögu stjórnarandstöðunnar um að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún er eini stjórnarþingmaðurinn sem hefur samþykkt tillöguna til þessa. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sem og þjóðin öll hafi hag af því að fara í kosningar,“ sagði Unnur Brá þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún taldi það hollt fyrir lýðræðið og þjóðfélagið í heild. „Þegar verða mikil átök í pólitíkinni eins og hafa orðið nú vegna þessara atburða sem orðið hafa í vikunni, líka vegna þess sem gerðist þegar þjóðin felldi Icesave lögin á sínum tíma, þá á þingið að skoða hug sinn og sjá hvort það sé ekki rétt að kjósa. Við erum ekki hrædd við kosningar. Þess vegna styð ég það að við förum í kosningar og segi já.“ Rætt hafði verið um afstöðu Unnar í dag eftir að hún kom fram í fjölmiðlum í gær og skýrði frá óánægju sinni varðandi niðurstöðu stjórnarflokkanna um að halda áfram stjórnarsamstarfi. Þá hafði verið rætt um meinta óánægju Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokks, hún sagðist í þinginu ekki styðja tillögu stjórnarandstöðunnar. Tillaga um þingrof og kosningar var felld með 37 atkvæðum gegn 26. Áður en kosið var um tillöguna um þingrof og kosningar fór fram atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar en sú tillaga var felld með 38 atkvæðum gegn 25. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt í þessu já við tillögu stjórnarandstöðunnar um að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún er eini stjórnarþingmaðurinn sem hefur samþykkt tillöguna til þessa. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sem og þjóðin öll hafi hag af því að fara í kosningar,“ sagði Unnur Brá þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún taldi það hollt fyrir lýðræðið og þjóðfélagið í heild. „Þegar verða mikil átök í pólitíkinni eins og hafa orðið nú vegna þessara atburða sem orðið hafa í vikunni, líka vegna þess sem gerðist þegar þjóðin felldi Icesave lögin á sínum tíma, þá á þingið að skoða hug sinn og sjá hvort það sé ekki rétt að kjósa. Við erum ekki hrædd við kosningar. Þess vegna styð ég það að við förum í kosningar og segi já.“ Rætt hafði verið um afstöðu Unnar í dag eftir að hún kom fram í fjölmiðlum í gær og skýrði frá óánægju sinni varðandi niðurstöðu stjórnarflokkanna um að halda áfram stjórnarsamstarfi. Þá hafði verið rætt um meinta óánægju Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokks, hún sagðist í þinginu ekki styðja tillögu stjórnarandstöðunnar. Tillaga um þingrof og kosningar var felld með 37 atkvæðum gegn 26. Áður en kosið var um tillöguna um þingrof og kosningar fór fram atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar en sú tillaga var felld með 38 atkvæðum gegn 25.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira