Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna í ár. Fulltrúar skólans í ár voru þær Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sem skipa saman hljómsveitina Náttsól. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur.
Í öðru sæti hafnaði Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Fulltrúar skólans voru þau Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónsson sem fluttu lagið Not In That Way eftir Sam Smith.
Í þriðja sæti varð Menntaskólinn að Laugarvatni með. Fulltrúar skólans voru þau Guðbjörg Viðja Antonsdóttir, Aron Ýmir Antonsson, Elva Rún Pétursdóttir, Guðjón Andri Jóhannsson og Sigrún Birna Pétursdóttir sem fluttu lagið Somebody to Love eftir Queen. Atriði Menntaskólans að Laugarvatni var einnig valið vinsælasta atriðið.
