Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 28-28 | Afturelding náði þriðja sætinu Guðmundur Marinó Ingvarsson í TM-höllinni að Varmá skrifar 31. mars 2016 14:43 Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/stefán Afturelding og ÍBV gerðu jafntefli 28-28 í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding endar því í þriðja sæti og ÍBV í því fjórða. Það var ljóst á leik beggja liða allt frá byrjun að bæði lið vildu þriðja sætið. Þó nokkur hraði var í leiknum frá upphafi og ágæt barátta. Baráttan var þó örlítið of mikil þegar Hrafn Ingvarsson fékk beint rautt spjald eftir aðeins átta mínútna leik. Hrafn fór full harkalega í andlit Andra Heimis Friðrikssonar og var heiðarleikinn uppmálaður þegar hann játaði og gekkst við broti sínu. Vörn Aftureldingar mátti illa við því að missa Hrafn því liðið lék án Böðvars Páls Ásgeirssonar sem er meiddur. Afturelding var með frumkvæðið í leiknum meira og minna allan leikinn en ÍBV beit hressilega frá sér bæði undir lok fyrri hálfleiks og lok leiksins. Jafnt var í hálfleik, 15-15, en Afturelding náði mest fimm marka forystu í seinni hálfleik sem ÍBV vann næsta auðveldlega upp þegar tilraunir Aftureldingar með að leika með sjö sóknarmenn fóru illa og ÍBV skoraði tvö mörk í tómt markið auk þess að fara illa með þriðja skotið yfir völlinn. ÍBV komst yfir þegar skammt var til leiksloka en rétt rúmlega 20 sekúndum fyrir leikslok náði Mikk Pinnonen að jafna metin. Pálmar Pétursson varði svo síðasta skot ÍBV og tryggði Aftureldingu þriðja sætið en Afturelding mætir FH í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. ÍBV hélt fjórða sætinu og á því heimavallarréttinn gegn Gróttu í fyrstu umferðinn en ÍBV, Grótta og FH enduðu öll með jafn mörg stig, tveimur stigum á eftir Aftureldingu. Árni Bragi: Eina sem skiptir máli er þriðja sætið„Það eina sem skiptir máli núna er að við tókum þriðja sætið,“ sagði sáttur Árni Bragi Eyjólfsson hægri hornamaður Aftureldingar eftir jafnteflið í kvöld. „Við settum okkur það sem markmið þegar það var enginn séns að ná efstu tveim að lenda eins ofarlega og við gátum. Það er gott að fara með heimaleikjaréttinn inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding hefði ekki getað lent neðar en fjórða sæti og því var minna í húfi fyrir liðið en ÍBV þó það hafi ekki sést á leik liðsins. „ÍBV er þvílíkt karakterslið en við förum illa með góða stöðu. Við komumst í 24-19 og missum það niður á tveim, þrem mínútum. „Þessi leikur skipti ekki höfuðmáli og við ákváðum að prófa nýja hluti og menn sem hafa ekki verið að spila mikið í vetur fengu fullt af mínútum. Við nýttum leikinn mjög vel og stigið er gott. „Ég heyrði það strax eftir leik að ef við hefðum unnið þá þá hefðum við fengið ÍBV í átta liða úrslitum,“ sagði Árni en Afturelding mætir FH í úrslitakeppninni. „Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum. Ef maður ætlar alla leið þá þarf maður hvort eð er að vinna alla.“ Theodór: Getum miklu meira„Við vildum vinna og ná þriðja sætinu, alveg klárlega,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson hægri hornamaður ÍBV. „Það var aðeins of mikil sveifla hjá okkur í seinni hálfleik en það var karakter að koma til baka og við hefðum átt að vinna þetta í lokin.“ ÍBV lenti fimm mörkum undir í seinni hálfleik en var engu að síður marki yfir þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. „Þetta er að gerast of oft hjá okkur. Það fer mikið púður í að vinna upp forskot. En við erum orðnir góðir í því. „Það hefði verið flott að ná þriðja sætinu. Það er gaman að horfa á töfluna og sjá það en við lendum í fjórða sæti og fáum heimaleikjaréttinn. Það skiptir öllu máli,“ sagði Theodór en ÍBV fær Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Nú byrjar nýtt mót þar sem er miklu meira undir. Það skiptir engu hvaða liði við mætum.“ ÍBV var spáð deildarmeistaratitlinum fyrir mót og er Theodór alls ekki sáttur við að liðið hafi endað í fjórða sæti deildarinnar. „Ég er ekki sáttur. Við getum miklu meira og getum spilað betri handbolta.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Afturelding og ÍBV gerðu jafntefli 28-28 í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding endar því í þriðja sæti og ÍBV í því fjórða. Það var ljóst á leik beggja liða allt frá byrjun að bæði lið vildu þriðja sætið. Þó nokkur hraði var í leiknum frá upphafi og ágæt barátta. Baráttan var þó örlítið of mikil þegar Hrafn Ingvarsson fékk beint rautt spjald eftir aðeins átta mínútna leik. Hrafn fór full harkalega í andlit Andra Heimis Friðrikssonar og var heiðarleikinn uppmálaður þegar hann játaði og gekkst við broti sínu. Vörn Aftureldingar mátti illa við því að missa Hrafn því liðið lék án Böðvars Páls Ásgeirssonar sem er meiddur. Afturelding var með frumkvæðið í leiknum meira og minna allan leikinn en ÍBV beit hressilega frá sér bæði undir lok fyrri hálfleiks og lok leiksins. Jafnt var í hálfleik, 15-15, en Afturelding náði mest fimm marka forystu í seinni hálfleik sem ÍBV vann næsta auðveldlega upp þegar tilraunir Aftureldingar með að leika með sjö sóknarmenn fóru illa og ÍBV skoraði tvö mörk í tómt markið auk þess að fara illa með þriðja skotið yfir völlinn. ÍBV komst yfir þegar skammt var til leiksloka en rétt rúmlega 20 sekúndum fyrir leikslok náði Mikk Pinnonen að jafna metin. Pálmar Pétursson varði svo síðasta skot ÍBV og tryggði Aftureldingu þriðja sætið en Afturelding mætir FH í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. ÍBV hélt fjórða sætinu og á því heimavallarréttinn gegn Gróttu í fyrstu umferðinn en ÍBV, Grótta og FH enduðu öll með jafn mörg stig, tveimur stigum á eftir Aftureldingu. Árni Bragi: Eina sem skiptir máli er þriðja sætið„Það eina sem skiptir máli núna er að við tókum þriðja sætið,“ sagði sáttur Árni Bragi Eyjólfsson hægri hornamaður Aftureldingar eftir jafnteflið í kvöld. „Við settum okkur það sem markmið þegar það var enginn séns að ná efstu tveim að lenda eins ofarlega og við gátum. Það er gott að fara með heimaleikjaréttinn inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding hefði ekki getað lent neðar en fjórða sæti og því var minna í húfi fyrir liðið en ÍBV þó það hafi ekki sést á leik liðsins. „ÍBV er þvílíkt karakterslið en við förum illa með góða stöðu. Við komumst í 24-19 og missum það niður á tveim, þrem mínútum. „Þessi leikur skipti ekki höfuðmáli og við ákváðum að prófa nýja hluti og menn sem hafa ekki verið að spila mikið í vetur fengu fullt af mínútum. Við nýttum leikinn mjög vel og stigið er gott. „Ég heyrði það strax eftir leik að ef við hefðum unnið þá þá hefðum við fengið ÍBV í átta liða úrslitum,“ sagði Árni en Afturelding mætir FH í úrslitakeppninni. „Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum. Ef maður ætlar alla leið þá þarf maður hvort eð er að vinna alla.“ Theodór: Getum miklu meira„Við vildum vinna og ná þriðja sætinu, alveg klárlega,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson hægri hornamaður ÍBV. „Það var aðeins of mikil sveifla hjá okkur í seinni hálfleik en það var karakter að koma til baka og við hefðum átt að vinna þetta í lokin.“ ÍBV lenti fimm mörkum undir í seinni hálfleik en var engu að síður marki yfir þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. „Þetta er að gerast of oft hjá okkur. Það fer mikið púður í að vinna upp forskot. En við erum orðnir góðir í því. „Það hefði verið flott að ná þriðja sætinu. Það er gaman að horfa á töfluna og sjá það en við lendum í fjórða sæti og fáum heimaleikjaréttinn. Það skiptir öllu máli,“ sagði Theodór en ÍBV fær Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Nú byrjar nýtt mót þar sem er miklu meira undir. Það skiptir engu hvaða liði við mætum.“ ÍBV var spáð deildarmeistaratitlinum fyrir mót og er Theodór alls ekki sáttur við að liðið hafi endað í fjórða sæti deildarinnar. „Ég er ekki sáttur. Við getum miklu meira og getum spilað betri handbolta.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira