Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 28-28 | Afturelding náði þriðja sætinu Guðmundur Marinó Ingvarsson í TM-höllinni að Varmá skrifar 31. mars 2016 14:43 Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/stefán Afturelding og ÍBV gerðu jafntefli 28-28 í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding endar því í þriðja sæti og ÍBV í því fjórða. Það var ljóst á leik beggja liða allt frá byrjun að bæði lið vildu þriðja sætið. Þó nokkur hraði var í leiknum frá upphafi og ágæt barátta. Baráttan var þó örlítið of mikil þegar Hrafn Ingvarsson fékk beint rautt spjald eftir aðeins átta mínútna leik. Hrafn fór full harkalega í andlit Andra Heimis Friðrikssonar og var heiðarleikinn uppmálaður þegar hann játaði og gekkst við broti sínu. Vörn Aftureldingar mátti illa við því að missa Hrafn því liðið lék án Böðvars Páls Ásgeirssonar sem er meiddur. Afturelding var með frumkvæðið í leiknum meira og minna allan leikinn en ÍBV beit hressilega frá sér bæði undir lok fyrri hálfleiks og lok leiksins. Jafnt var í hálfleik, 15-15, en Afturelding náði mest fimm marka forystu í seinni hálfleik sem ÍBV vann næsta auðveldlega upp þegar tilraunir Aftureldingar með að leika með sjö sóknarmenn fóru illa og ÍBV skoraði tvö mörk í tómt markið auk þess að fara illa með þriðja skotið yfir völlinn. ÍBV komst yfir þegar skammt var til leiksloka en rétt rúmlega 20 sekúndum fyrir leikslok náði Mikk Pinnonen að jafna metin. Pálmar Pétursson varði svo síðasta skot ÍBV og tryggði Aftureldingu þriðja sætið en Afturelding mætir FH í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. ÍBV hélt fjórða sætinu og á því heimavallarréttinn gegn Gróttu í fyrstu umferðinn en ÍBV, Grótta og FH enduðu öll með jafn mörg stig, tveimur stigum á eftir Aftureldingu. Árni Bragi: Eina sem skiptir máli er þriðja sætið„Það eina sem skiptir máli núna er að við tókum þriðja sætið,“ sagði sáttur Árni Bragi Eyjólfsson hægri hornamaður Aftureldingar eftir jafnteflið í kvöld. „Við settum okkur það sem markmið þegar það var enginn séns að ná efstu tveim að lenda eins ofarlega og við gátum. Það er gott að fara með heimaleikjaréttinn inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding hefði ekki getað lent neðar en fjórða sæti og því var minna í húfi fyrir liðið en ÍBV þó það hafi ekki sést á leik liðsins. „ÍBV er þvílíkt karakterslið en við förum illa með góða stöðu. Við komumst í 24-19 og missum það niður á tveim, þrem mínútum. „Þessi leikur skipti ekki höfuðmáli og við ákváðum að prófa nýja hluti og menn sem hafa ekki verið að spila mikið í vetur fengu fullt af mínútum. Við nýttum leikinn mjög vel og stigið er gott. „Ég heyrði það strax eftir leik að ef við hefðum unnið þá þá hefðum við fengið ÍBV í átta liða úrslitum,“ sagði Árni en Afturelding mætir FH í úrslitakeppninni. „Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum. Ef maður ætlar alla leið þá þarf maður hvort eð er að vinna alla.“ Theodór: Getum miklu meira„Við vildum vinna og ná þriðja sætinu, alveg klárlega,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson hægri hornamaður ÍBV. „Það var aðeins of mikil sveifla hjá okkur í seinni hálfleik en það var karakter að koma til baka og við hefðum átt að vinna þetta í lokin.“ ÍBV lenti fimm mörkum undir í seinni hálfleik en var engu að síður marki yfir þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. „Þetta er að gerast of oft hjá okkur. Það fer mikið púður í að vinna upp forskot. En við erum orðnir góðir í því. „Það hefði verið flott að ná þriðja sætinu. Það er gaman að horfa á töfluna og sjá það en við lendum í fjórða sæti og fáum heimaleikjaréttinn. Það skiptir öllu máli,“ sagði Theodór en ÍBV fær Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Nú byrjar nýtt mót þar sem er miklu meira undir. Það skiptir engu hvaða liði við mætum.“ ÍBV var spáð deildarmeistaratitlinum fyrir mót og er Theodór alls ekki sáttur við að liðið hafi endað í fjórða sæti deildarinnar. „Ég er ekki sáttur. Við getum miklu meira og getum spilað betri handbolta.“ Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Afturelding og ÍBV gerðu jafntefli 28-28 í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding endar því í þriðja sæti og ÍBV í því fjórða. Það var ljóst á leik beggja liða allt frá byrjun að bæði lið vildu þriðja sætið. Þó nokkur hraði var í leiknum frá upphafi og ágæt barátta. Baráttan var þó örlítið of mikil þegar Hrafn Ingvarsson fékk beint rautt spjald eftir aðeins átta mínútna leik. Hrafn fór full harkalega í andlit Andra Heimis Friðrikssonar og var heiðarleikinn uppmálaður þegar hann játaði og gekkst við broti sínu. Vörn Aftureldingar mátti illa við því að missa Hrafn því liðið lék án Böðvars Páls Ásgeirssonar sem er meiddur. Afturelding var með frumkvæðið í leiknum meira og minna allan leikinn en ÍBV beit hressilega frá sér bæði undir lok fyrri hálfleiks og lok leiksins. Jafnt var í hálfleik, 15-15, en Afturelding náði mest fimm marka forystu í seinni hálfleik sem ÍBV vann næsta auðveldlega upp þegar tilraunir Aftureldingar með að leika með sjö sóknarmenn fóru illa og ÍBV skoraði tvö mörk í tómt markið auk þess að fara illa með þriðja skotið yfir völlinn. ÍBV komst yfir þegar skammt var til leiksloka en rétt rúmlega 20 sekúndum fyrir leikslok náði Mikk Pinnonen að jafna metin. Pálmar Pétursson varði svo síðasta skot ÍBV og tryggði Aftureldingu þriðja sætið en Afturelding mætir FH í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. ÍBV hélt fjórða sætinu og á því heimavallarréttinn gegn Gróttu í fyrstu umferðinn en ÍBV, Grótta og FH enduðu öll með jafn mörg stig, tveimur stigum á eftir Aftureldingu. Árni Bragi: Eina sem skiptir máli er þriðja sætið„Það eina sem skiptir máli núna er að við tókum þriðja sætið,“ sagði sáttur Árni Bragi Eyjólfsson hægri hornamaður Aftureldingar eftir jafnteflið í kvöld. „Við settum okkur það sem markmið þegar það var enginn séns að ná efstu tveim að lenda eins ofarlega og við gátum. Það er gott að fara með heimaleikjaréttinn inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding hefði ekki getað lent neðar en fjórða sæti og því var minna í húfi fyrir liðið en ÍBV þó það hafi ekki sést á leik liðsins. „ÍBV er þvílíkt karakterslið en við förum illa með góða stöðu. Við komumst í 24-19 og missum það niður á tveim, þrem mínútum. „Þessi leikur skipti ekki höfuðmáli og við ákváðum að prófa nýja hluti og menn sem hafa ekki verið að spila mikið í vetur fengu fullt af mínútum. Við nýttum leikinn mjög vel og stigið er gott. „Ég heyrði það strax eftir leik að ef við hefðum unnið þá þá hefðum við fengið ÍBV í átta liða úrslitum,“ sagði Árni en Afturelding mætir FH í úrslitakeppninni. „Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum. Ef maður ætlar alla leið þá þarf maður hvort eð er að vinna alla.“ Theodór: Getum miklu meira„Við vildum vinna og ná þriðja sætinu, alveg klárlega,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson hægri hornamaður ÍBV. „Það var aðeins of mikil sveifla hjá okkur í seinni hálfleik en það var karakter að koma til baka og við hefðum átt að vinna þetta í lokin.“ ÍBV lenti fimm mörkum undir í seinni hálfleik en var engu að síður marki yfir þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. „Þetta er að gerast of oft hjá okkur. Það fer mikið púður í að vinna upp forskot. En við erum orðnir góðir í því. „Það hefði verið flott að ná þriðja sætinu. Það er gaman að horfa á töfluna og sjá það en við lendum í fjórða sæti og fáum heimaleikjaréttinn. Það skiptir öllu máli,“ sagði Theodór en ÍBV fær Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Nú byrjar nýtt mót þar sem er miklu meira undir. Það skiptir engu hvaða liði við mætum.“ ÍBV var spáð deildarmeistaratitlinum fyrir mót og er Theodór alls ekki sáttur við að liðið hafi endað í fjórða sæti deildarinnar. „Ég er ekki sáttur. Við getum miklu meira og getum spilað betri handbolta.“
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira