Körfubolti

Haukur Helgi: Væri bara grenjandi upp í sumarbústað ef þetta væri ég

Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar
Haukur Helgi Pálsson fagnar sigri í kvöld.
Haukur Helgi Pálsson fagnar sigri í kvöld. Vísir/Anton
Haukur Helgi Pálsson var flottur í Ásgarði í kvöld þegar Njarðvíkingar unnu 79-75 sigur á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Domino´s deildar karla.

Haukur Helgi Pálsson endaði leikinn með 19 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar en hann innsiglaði líka sigurinn með því að setja svellkaldur niður tvö vítaskot í blálokin.

„Ég klikkaði á alltof mörgum vítum síðast og það var aldrei að fara gerast í kvöld,“ segir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, eftir leikinn.

„Það héldu allir að við gætum ekki unnið þetta lið en við trúðum því allan tímann. Þeir spiluðu fast og eiga mikið hrós skilið eftir einvígið.“

Sjá einnig:Njarðvík í undanúrslit eftir spennuleik

Haukur segir einfaldlega að Njarðvíkingar hafi verið betri í þessu einvígi. Logi Gunnarsson kom inn í liðið fyrir síðasta leik en hann handabrotnaði í byrjun mars.

„Ég væri bara grenjandi upp í sumarbústað ef þetta væri ég. Það er enginn maður eins og hann. Ég gæti ekki verið stoltari af samherja og svo ánægður að hafa spilað með honum á tímabilinu.“

Njarðvík mætir KR í undanúrslitunum.

„Ég vildi alltaf mæta KR í úrslitakeppninni og það er að rætast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×