Körfubolti

Lewis búinn að vinna Keflavík sex sinnum í röð síðan að hann fór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darrel Lewis.
Darrel Lewis. Vísir/Ernir
Darrel Lewis og félagar í Tindastól eru komnir í mjög góða stöðu í einvígi sínu við Keflavík í átta liða úrslitum eftir sigra í tveimur fyrstu leikjunum.

Darrel Lewis var stigahæstur hjá Stólunum í leiknum í gær en hann skoraði 25 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í 98-80 sigri Tindastóls á Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki.

Darrel Lewis lék með Keflavík tímabilið 2013-14 en liðið náði þá öðru sætinu í deildinni en tapaði öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni. Lewis fór frá Keflavík um vorið og samdi við nýliða Tindastóls.

Tindastólsliðið hefur nú mætt Keflavík sex sinnum á Íslandsmótinu (deild og úrslitakeppni) síðan að Lewis kom til Sauðárkróks og Stólarnir hafa fagnað sigri í öllum sex leikjum.

Stólarnir unnu báða deildarleikina 2014-15 með 23 og 11 stigum, unnu báða deildarleikina á þessu tímabili með 6 og 4 stigum og hafa síðan unnið tvo fyrstu leiki liðanna í úrslitakeppninni með samtals 26 stigum.

Darrel Lewis hefur verið afar áberandi í þessum leikjum, hann hefur skorað yfir 20 stig í fimm af þessum sex leikjum og verið stigahæstur á vellinum í fjórum þeirra.

Darrel Lewis er með 23,5 stig, 5,5 fráköst, 4,7 stoðsendingar og 3,8 stolna bolta að meðaltali í þessum sex leikjum sínum við Keflavík undanfarin tvö tímabil.



Darrel Lewis með Tindastól á móti Keflavík á Íslandsmóti 2014-2016:

20. nóvember 2014: 23 stiga sigur, 97-74

26 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 stolnir

15. febrúar 2015: 11 stiga sigur, 104-93

15 stig, 4 fráköst, 6 stoðsendingar, 5 stolnir

26. nóvember 2015: 6 stiga sigur, 97-71

32 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar

26. febrúar 2016: 4 stiga sigur, 86-82

22 stig, 8 fráköst, 1 stoðsending

17. mars 2016: 10 stiga sigur, 100-90

21 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar, 5 stolnir

20. mars 2016: 16 stiga sigur, 96-80

25 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar


Tengdar fréttir

Getur einhver stöðvað KR?

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir þrjár af fjórum viðureignum í átta-liða úrslitum Domino’s-deildarinnar vera afar áhugaverðar. Fréttablaðið fékk Inga til að rýna í átta-liða úrslitin sem hefjast í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×