Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2016 15:48 Hótel Adam er merkt sem þriggja stjörnu hótel. Það er staðsett við hlið Krambúðarinnar á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. visir/Anton brink Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við starfsemina á gistiheimilinu Adam Hótel að Skólavörðustíg 42. Eigandi gistiheimilisins hefur engar skýringar gefið á því að hann tappaði sjálfur vatn á flöskur og fyrir liggur að hann seldi erlendan bjór í leyfisleysi. Þá þarf að koma upp þrifa- og hreinlætisáætlun fyrir gistiheimilið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu eftirlitsins eftir vettvangsskoðun þann 12. febrúar síðastliðinn. Gistiheimilið komst í fréttirnar snemma í febrúar þegar upp komst að gestir væru hvattir til þess að kaupa átappað vatn á flöskum í stað þess að drekka vatnið úr krönunum. Í framhaldinu kom ýmislegt upp úr krafsinu. Ekki var leyfi fyrir nema hluta af þeim herbergjum sem leigð voru ferðamönnum, grunur leikur á um að starfsmenn fái greitt undir lágmarkslaunum og erlendur bjór virtist seldur án leyfis. Eigandinn, Ragnar Guðmundsson, hefur ekki viljað svara fyrirspurnum blaðamanna Vísis þegar leitað hefur verið eftir viðbrögðum hans.Vatnið umtalaða sem tappað var á í eldhúsinu á Adam Hótel.Tapparnir á klósettinu Tveir starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fóru í aðra vettvangsferð sína á gistiheimilið þann 12. febrúar. Skoðuðu þeir meðal annars aðstöðu í kjallara hússins en ekki hafði verið veittur aðgangur að honum í fyrri heimsókn fimm dögum fyrr.Sjá einnig:Blaðamaður Vísis gisti á Adam Hótel Í gangi kjallarans voru geymdar opnar plastflöskur í opnum poka og tappar með áföstu innsigli voru í opnum poka inni á starfsmannasnyrtingu. Ragnar sagðist sjálfur hafa sett vatn á flöskurnar í eldhúsinu en gat ekki gefið neinar ástæður fyrir því hvers vegna mælt væri með því að gestir drykkju vatn af flöskum en ekki úr krönum. „En niðurstöður rannsókna á vatnssýnum úr kranavatni staðarins sýna að það stenst ákvæði neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001. Sama á við um sýni af flöskuvatninu sem rannsakað var,“ segir í skýrslunni.Aðalinnstungan í herberginu á Adam Hótel sem blaðamaður gisti í.VísirTékkneski bjórinn fluttur inn án leyfisRagnari var tjáð að samkvæmt mati heilbrigðiseftirlitsins væru ekki aðstæður á staðnum til þess að setja vatn á flöskur, sem síðan væru á hótelinu, þannig að uppfylld væru ákvæði laga um matvæli nr 93/1995 þannig að tryggt væri að vatnið væri öruggt til neyslu. Þetta ætti bæði við um aðstæður í eldhúsi sem og aðstæður í kjallara þar sem umbúðir voru geymdar. Þá hafði ekki verið sótt um breytingu á starfsleyfi eða haft samráð við eftirlitið áður en framleiðslan hófst eins og krafist er samkvæmt lögum. Bann var því lagt á átöppun í húsnæði hótelsins af hálfu heilbrigðiseftirlits og eiganda gert að farga umbúðum og innihaldi þeirra flaskna sem til staðar voru í kjallara og öðrum stöðum gistiheimilisins. Eftirlitið fetti einnig fingur út í sölu tékkneskra bjóra sem hafa verið til sölu á kaffihúsi gistiheimilisins. Minnt er á að innflutningur á öllum matvælum, þ.m.t. á áfengi er starfsleyfisskyldur. Því þurfi að sækja um leyfi til eftirlitsins vegna þessa.Blaðamenn Vísis heimsóttu Adam Hótel í febrúar og smökkuðu meðal annars umræddan bjór eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Starfsmenn eigi að komast á eigið klósett Eftirlitið krefur Ragnar einnig um að koma upp starfsmannaaðstöðu samkvæmt samþykktum teikningum í kjallara. Aðskotahlutir sem hafa ekki með aðstöðu starfsmanna skulu fjarlægðir úr þessum rýmum. Þá eigi starfsmenn alltaf að hafa aðgang að starfsmannasnyrtingu en ekki þurfa að nota gestasalerni. „Matvæli skulu geymd á lager í kjallara samkvæmt samþykktri teikningu af gististaðnum. Fjarlægja skal alla aðra hluti af lagernum,“ segir í úttektinni en niðurlag hennar í heild má sjá hér að neðan.Í eftirlitinu var annað húsnæði gistiheimilisins og þau herbergi skoðuð sem var ekki aðgangur að í eftirliti þann 9.2.2016. Stór hluti húsnæðis hafði verið innsiglaður af hálfu lögreglunnar nema á 3. hæð þar sem gild rekstrar-og starfsleyfi eru til staðar.Farið var yfir það viðhald sem þarf að gera á staðnum og eiganda gert skylt að skila inn tímasettri viðhaldsáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Jafnframt skal eigandi sækja um rekstrarleyfi til sýslumannsins í Kópavogi fyrir alla starfsemina, sem og starfsleyfi vegna breytinga á starfsemi og innflutnings áfengis.Fyrir liggur samþykkt byggingarleyfisumsókn frá 9.9.2014 fyrir gistiheimilið. Framkvæma þarf í samræmi við samþykkta umsókn og fá lokaúttekt byggingarfulltrúa þegar framkvæmdum er lokið.“Þá kemur fram að koma þurfi upp þrifa-og hreinlætisáætlun fyrir gistiheimilið og einnig virku innra eftirliti fyrir kaffihúsið. Þegar úrbótum er lokið á fyrirtækið að senda myndir af úrbótunum, með tölvupósti, til eftirlitsins. Var gefinn frestur til 11. mars til að senda athugasemdirnar. Að öðrum kosti kæmi til eftirfylgni af hálfu HER. Aron Jóhannsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir í samtali við Vísi að engin svör hafi borist frá gistiheimilinu vegna athugasemdanna. Því sé ekkert annað í stöðunni en að sækja eigandann Ragnar heim á Skólavörðustíginn. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varaði við vatninu í krönunum en seldi sama vatn í flöskum á 400 krónur "We recommend drinking bottled water, not from the tap“ voru skilaboðin sem gestirnir á hótelinu fengu. 10. mars 2016 14:04 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við starfsemina á gistiheimilinu Adam Hótel að Skólavörðustíg 42. Eigandi gistiheimilisins hefur engar skýringar gefið á því að hann tappaði sjálfur vatn á flöskur og fyrir liggur að hann seldi erlendan bjór í leyfisleysi. Þá þarf að koma upp þrifa- og hreinlætisáætlun fyrir gistiheimilið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu eftirlitsins eftir vettvangsskoðun þann 12. febrúar síðastliðinn. Gistiheimilið komst í fréttirnar snemma í febrúar þegar upp komst að gestir væru hvattir til þess að kaupa átappað vatn á flöskum í stað þess að drekka vatnið úr krönunum. Í framhaldinu kom ýmislegt upp úr krafsinu. Ekki var leyfi fyrir nema hluta af þeim herbergjum sem leigð voru ferðamönnum, grunur leikur á um að starfsmenn fái greitt undir lágmarkslaunum og erlendur bjór virtist seldur án leyfis. Eigandinn, Ragnar Guðmundsson, hefur ekki viljað svara fyrirspurnum blaðamanna Vísis þegar leitað hefur verið eftir viðbrögðum hans.Vatnið umtalaða sem tappað var á í eldhúsinu á Adam Hótel.Tapparnir á klósettinu Tveir starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fóru í aðra vettvangsferð sína á gistiheimilið þann 12. febrúar. Skoðuðu þeir meðal annars aðstöðu í kjallara hússins en ekki hafði verið veittur aðgangur að honum í fyrri heimsókn fimm dögum fyrr.Sjá einnig:Blaðamaður Vísis gisti á Adam Hótel Í gangi kjallarans voru geymdar opnar plastflöskur í opnum poka og tappar með áföstu innsigli voru í opnum poka inni á starfsmannasnyrtingu. Ragnar sagðist sjálfur hafa sett vatn á flöskurnar í eldhúsinu en gat ekki gefið neinar ástæður fyrir því hvers vegna mælt væri með því að gestir drykkju vatn af flöskum en ekki úr krönum. „En niðurstöður rannsókna á vatnssýnum úr kranavatni staðarins sýna að það stenst ákvæði neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001. Sama á við um sýni af flöskuvatninu sem rannsakað var,“ segir í skýrslunni.Aðalinnstungan í herberginu á Adam Hótel sem blaðamaður gisti í.VísirTékkneski bjórinn fluttur inn án leyfisRagnari var tjáð að samkvæmt mati heilbrigðiseftirlitsins væru ekki aðstæður á staðnum til þess að setja vatn á flöskur, sem síðan væru á hótelinu, þannig að uppfylld væru ákvæði laga um matvæli nr 93/1995 þannig að tryggt væri að vatnið væri öruggt til neyslu. Þetta ætti bæði við um aðstæður í eldhúsi sem og aðstæður í kjallara þar sem umbúðir voru geymdar. Þá hafði ekki verið sótt um breytingu á starfsleyfi eða haft samráð við eftirlitið áður en framleiðslan hófst eins og krafist er samkvæmt lögum. Bann var því lagt á átöppun í húsnæði hótelsins af hálfu heilbrigðiseftirlits og eiganda gert að farga umbúðum og innihaldi þeirra flaskna sem til staðar voru í kjallara og öðrum stöðum gistiheimilisins. Eftirlitið fetti einnig fingur út í sölu tékkneskra bjóra sem hafa verið til sölu á kaffihúsi gistiheimilisins. Minnt er á að innflutningur á öllum matvælum, þ.m.t. á áfengi er starfsleyfisskyldur. Því þurfi að sækja um leyfi til eftirlitsins vegna þessa.Blaðamenn Vísis heimsóttu Adam Hótel í febrúar og smökkuðu meðal annars umræddan bjór eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Starfsmenn eigi að komast á eigið klósett Eftirlitið krefur Ragnar einnig um að koma upp starfsmannaaðstöðu samkvæmt samþykktum teikningum í kjallara. Aðskotahlutir sem hafa ekki með aðstöðu starfsmanna skulu fjarlægðir úr þessum rýmum. Þá eigi starfsmenn alltaf að hafa aðgang að starfsmannasnyrtingu en ekki þurfa að nota gestasalerni. „Matvæli skulu geymd á lager í kjallara samkvæmt samþykktri teikningu af gististaðnum. Fjarlægja skal alla aðra hluti af lagernum,“ segir í úttektinni en niðurlag hennar í heild má sjá hér að neðan.Í eftirlitinu var annað húsnæði gistiheimilisins og þau herbergi skoðuð sem var ekki aðgangur að í eftirliti þann 9.2.2016. Stór hluti húsnæðis hafði verið innsiglaður af hálfu lögreglunnar nema á 3. hæð þar sem gild rekstrar-og starfsleyfi eru til staðar.Farið var yfir það viðhald sem þarf að gera á staðnum og eiganda gert skylt að skila inn tímasettri viðhaldsáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Jafnframt skal eigandi sækja um rekstrarleyfi til sýslumannsins í Kópavogi fyrir alla starfsemina, sem og starfsleyfi vegna breytinga á starfsemi og innflutnings áfengis.Fyrir liggur samþykkt byggingarleyfisumsókn frá 9.9.2014 fyrir gistiheimilið. Framkvæma þarf í samræmi við samþykkta umsókn og fá lokaúttekt byggingarfulltrúa þegar framkvæmdum er lokið.“Þá kemur fram að koma þurfi upp þrifa-og hreinlætisáætlun fyrir gistiheimilið og einnig virku innra eftirliti fyrir kaffihúsið. Þegar úrbótum er lokið á fyrirtækið að senda myndir af úrbótunum, með tölvupósti, til eftirlitsins. Var gefinn frestur til 11. mars til að senda athugasemdirnar. Að öðrum kosti kæmi til eftirfylgni af hálfu HER. Aron Jóhannsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir í samtali við Vísi að engin svör hafi borist frá gistiheimilinu vegna athugasemdanna. Því sé ekkert annað í stöðunni en að sækja eigandann Ragnar heim á Skólavörðustíginn.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varaði við vatninu í krönunum en seldi sama vatn í flöskum á 400 krónur "We recommend drinking bottled water, not from the tap“ voru skilaboðin sem gestirnir á hótelinu fengu. 10. mars 2016 14:04 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Varaði við vatninu í krönunum en seldi sama vatn í flöskum á 400 krónur "We recommend drinking bottled water, not from the tap“ voru skilaboðin sem gestirnir á hótelinu fengu. 10. mars 2016 14:04
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49
Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21