Körfubolti

Þjálfari Njarðvíkinga segir veru Bonneau hér á landi vera mikið leikrit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Bonneau.
Stefan Bonneau. Vísir/Valli
Stefan Bonneau varð fyrir því ótrúlega óláni í gær að slíta hásin öðru sinni á tímabilinu eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum í Domino´s deildinni í vetur.

Guðmundur Steinarsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í fótbolta, tjáði sig um málið á Twitter í morgun. 

Logi Gunnarsson, fyrirliði körfuboltaliðs Njarðvíkur, svaraði honum um hæl á sama miðli. Í framhaldinu hafa þeir skipst á skoðunum um málið.

Guðmundur Steinarsson er Keflvíkingur að upplagi, bæði leikja- og markahæsti leikmaður Keflavíkur í efstu deild, en hefur þjálfað fótboltalið Njarðvíkur undanfarin tvö ár. 

Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs Njarðvíkur, var studdur en beinskeyttur í sínu svari eins og sjá má hér fyrir neðan þar sem hægt er að sjá umræðuna hjá þessum lifandi goðssögnum úr Reykjanesbæ.

Að neðan má sjá augnablikið þegar Bonneau sleit hásin í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×