Eini skíðarekstrarfræðingur landsins starfar á Akureyri Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 12:00 Guðmundur Karl lærði skíðarekstrarfræði í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. mynd/inspired by iceland „Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri. Skíðasvæði Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri.
Skíðasvæði Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira