„Þeir mega höggva af okkur höfuðið en við megum ekki nota vatnspyntingar“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. mars 2016 22:10 Trump og Cruz keppast um að verða forsetaefni Repúblíkana. Eru þó sammála um margt. Visir/Getty Repúblíkanarnir Donald Trump og Ted Cruz, sem keppast um að verða forsetaefni flokks síns, notuðu báðir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag til þess að undirstrika hugmyndir sínar um hvernig sé best að sporna gegn hættunni á frekari hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum. Cruz sagði að Bandaríkin ættu strax að hætta taka á móti flóttafólki frá löndum þar sem ISIS eða al-Qaeda hefðu sterka nærveru. Hann sagði einnig að bandarísk stjórnvöld ættu að íhuga að herða lögreglueftirlit í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta til þess að koma í veg fyrir að þau yrðu „róttæk“. Cruz hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir þessi ummæli sín á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áður gefið sig út fyrir að aðhyllast trúfrelsi en vilji nú herða eftirlit á einum trúarhóp fram yfir aðra.Breyta þarf lögum um pyntingarDonald Trump nýtti tækifærið og talaði um hnignun borga á borð við Brussel og London og undirstrikaði að Bandaríkin þyrftu að herða landamæraeftirlit sitt. Í sjónvarpsviðtali við CNN sagði hann að endurskoða þyrfti bandarísk lög hvað varðar pyntingar pólitískra fanga. Þar sagði hann meðal annars að; „þeir mega höggva af höfuð en við megum ekki einu sinni nota vatnspyntingar“. Sjá ítarlegri grein um viðbrögð Trump og Cruz á vef BBC. Myndskeiðið af Trump má sjá hér fyrir neðan.Donald Trump: "They can chop off heads… and we can't waterboard"; We have to change our laws https://t.co/abqaJnoyR0 https://t.co/hFFBNYmcRZ— CNN International (@cnni) March 22, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36 Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Repúblíkanarnir Donald Trump og Ted Cruz, sem keppast um að verða forsetaefni flokks síns, notuðu báðir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag til þess að undirstrika hugmyndir sínar um hvernig sé best að sporna gegn hættunni á frekari hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum. Cruz sagði að Bandaríkin ættu strax að hætta taka á móti flóttafólki frá löndum þar sem ISIS eða al-Qaeda hefðu sterka nærveru. Hann sagði einnig að bandarísk stjórnvöld ættu að íhuga að herða lögreglueftirlit í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta til þess að koma í veg fyrir að þau yrðu „róttæk“. Cruz hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir þessi ummæli sín á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áður gefið sig út fyrir að aðhyllast trúfrelsi en vilji nú herða eftirlit á einum trúarhóp fram yfir aðra.Breyta þarf lögum um pyntingarDonald Trump nýtti tækifærið og talaði um hnignun borga á borð við Brussel og London og undirstrikaði að Bandaríkin þyrftu að herða landamæraeftirlit sitt. Í sjónvarpsviðtali við CNN sagði hann að endurskoða þyrfti bandarísk lög hvað varðar pyntingar pólitískra fanga. Þar sagði hann meðal annars að; „þeir mega höggva af höfuð en við megum ekki einu sinni nota vatnspyntingar“. Sjá ítarlegri grein um viðbrögð Trump og Cruz á vef BBC. Myndskeiðið af Trump má sjá hér fyrir neðan.Donald Trump: "They can chop off heads… and we can't waterboard"; We have to change our laws https://t.co/abqaJnoyR0 https://t.co/hFFBNYmcRZ— CNN International (@cnni) March 22, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36 Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36
Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00
Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04
Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11