Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór 84-75 | Haukar í lykilstöðu Anton Ingi Leifsson í Schenker-höllinni skrifar 24. mars 2016 21:45 Haukur Óskarsson ræðst til atlögðu við Þórsvörnina. vísir/ernir Haukar eru komnir í kjörstöðu í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn, en þeir unnu þriðja leik liðanna á Ásvöllum í kvöld með níu stiga mun, 84-75. Leikurinn var mikil spenna og baráttan var í algleymingi. Haukarnir gerðu allt rétt á lokakafla leiksins á meðan Þórsurum reyndist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna undir lok leiksins auk þess sem varnarleikur liðsins, sem hafði ríghaldað nánast allan leikinn, gaf sig undir lokin. Fyrsti leikhlutinn var rosalega jafn og spennandi og það var ljóst að bæði lið myndu gefa sig alla í verkefnið og rúmlega það. Bæði lið voru að spila rosalega sterkan varnarleik og skiptust liðin á að hafa forystuna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var því eftir því, jöfn 20-20, en stærsta atriði fyrsta leikhluta var stigaskorið. Brandon Mobley var vikið út úr húsi þegar rúmar tvær mínútur voru til loka fyrsta leikhluta. Undirritaður sá ekki atvikið, en Davíð Arnar Ágústsson hafði sett þrist og svo hlupu þeir saman yfir völlinn. Þar gerðist eitthvað sem dómurum hefur fundist að hefði ekki skilt við körfubolta og var því Brandon sendur út úr húsi. Hann hótaði meðal annars að fara í Einar Árna Jóhannsson, þjálfara Þórsara, á leið sinni til búningsklefa, en hann virtist eitthvað illa stemmdur. Í öðrum leikhluta héldu liðin áfram að haldast í hendur, en Haukarnir náðu ágætis forskoti um miðjan hálfleikinn. Þeir virtust ekki sakna Mobley mikið því aðrir menn stigu upp og rúmlega það. Haukur Óskarsson skilaði tveimur þristum á skömmum tíma og Haukarnir náðu mest átta stiga forskoti, 34-26. Gestunum virtist fyrirmunað að skora á tímapunkti og Haukarnir héldu vel á spilunum, en þeir leiddu með sex stigum í hálfleik, 42-36. Heimamenn héldu uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik í upphafi þriðja leikhluta og settu niður tvær þriggja stiga körfur með skömmu millibili. Þeir voru komnir með níu stiga forskot og virtust ætla að stinga af þegar gestirnir rönkuðu við sér eftir þriggja stiga körfu Ragnars Bragasonar. Hægt og rólega færðu gestirnir sig nær og voru komnir yfir þegar þriðji leikhluti var allur, 59-61. Það var ljóst að síðasti leikhlutinn myndi vera spenna, barátta og öll orðin sem eru til í bókinni. Þórsarar leiddu framan af og fjórða leikhluta, en þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir var staðan orðin jöfn 70-70. Þá tóku heimamenn rosalegan sprett og skoruðu næstu átta stig, þar af Finnur Atli Magnússon fimm af þessum átta og voru komnir átta stigum yfir, 78-70. Þeir áttu svo ekki í miklum vandræðum með að sigla sigrinum heim og koma sér yfir í einvíginu, en lokatölur urðu 84-75. Finnur Atli Magnússon var frábær hjá heimamönnum í kvöld, en hann skoraði 20 stig í kvöld, þar á meðal átta á lokakaflanum þegar Haukarnir sigu fram úr. Auk þess gaf hann fimm stoðsendingar og tók sjö fráköst. Kári Jónsson kom öflugur inn af bekknum og skoraði 16 stig, en hann hvíldi alveg síðasta leik vegna meiðsla. Vance Hall var stigahæstur hjá gestunum með átján stig, en hann tók auk þess sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar, en Haukarnir lögðu mikla áherslu á að stöðva hann. Næstur kom Ragnar Nathanaelsson með tólf stig, en hann tók þrettán fráköst. Haukarnir geta því skotið sér í undanúrslit með sigri í leik liðanna á Þorlákshöfn á þriðjudag, en þeir verða þá án Brandon Mobley sem fer að öllum líkindum í leikbann vegna brotsins í kvöld. Leikur Hauka riðlaðist þó lítið sem ekki neitt og þeir virtust ekki sakna Brandon mikið.Haukar-Þór Þ. 84-75 (20-20, 22-16, 17-25, 25-14)Haukar: Finnur Atli Magnússon 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 16, Hjálmar Stefánsson 13, Haukur Óskarsson 11, Emil Barja 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Brandon Mobley 7, Kristinn Jónasson 5/4 fráköst, Kristinn Marinósson 4/4 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 18/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 9, Emil Karel Einarsson 8/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 2.Bein lýsing: Haukar - Þór Þ.Ívar: Strákarnir voru frábærir „Þetta var stórkostlegur sigur. Strákarnir voru frábærir,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi í leikslok. „Munurinn á þessum leik og hinum var að sóknarleikurin var miklu betri. Við vorum að sækja vel á þá og ég var mjög ánægður. Finnur var frábær og hitti mjög vel.” Sigurinn í kvöld má að öllu leyti setja á liðsheildina hjá Haukunum sem var frábær í leiknum, en þeir misstu Brandon Mobley útaf snemma og unnu sig vel úr því. „Allt liðið var frábært. Varnarleikurinn var, eins og í síðustu leikjum, frábær. Við erum að halda Vance hall í 16 stigum og það er stórt afrek. Frábær varnarleikur í kvöld og frábært lið.” Eins og áður segir misstu Haukarnir Bandaríkjamann sinn af velli, en hann átti í útistöðum við Davíð Arnar, leikmann Þórs. Haukarnir virtust bara eflast við það. „Við erum búnir að lenda í áföllum. Menn taka því bara. Það þýðir ekkert að hengja haus og strákarnir svöruðu því alveg stórkostlega,” sagði Ívar en sá hann atvikið með Mobley? „Nei, ég sá þetta ekki og ef þetta hefur verið grófur olnbogi er hárrétt að reka manninn útaf. Það er voðalega erfitt fyrir mig að segja um þetta eins og þegar Raggi fór í Kára þá vissi ég ekkert heldur.” „Við þurfum bara að skoða þetta og sjá þetta og taka svo ákvörðun í framhaldinu hvort við gerum athugasemdir við þetta eða ekki.” Haukarnir geta skotist í undanúrslit með sigri í Þorlákshöfn á þriðjudag og Ívar segir að ekkert annað komi til greina. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna. Auðvitað ætlum við að reyna klára þetta og komast í smá frí, en það er alveg pottþétt að það verður gífurlega erfiður leikur eins og hér í kvöld. Við erum að spila á móti erfiðu liði og við þurfum að eiga góða leik til að vinna,” sagði Ívar að lokum.Finnur Atli: Tók fjögur skot í síðasta leik og unnustan lét mig heyra það „Þetta er bara einn sigur í seríunni og við megum ekki missa okkur. Það er að minnsta kosti einn leikur eftir og við ætlum að klára þetta í Þorlákshöfn á þriðjudaginn,” sagði maður leiksins, Finnur Atli Magnússon, í samtali við Vísi skömmu eftir leik. „Þegar Brandon missir hausinn og fer útaf þá þjöppum við okkur saman og sögðum: Við vorum án Kára í síðasta leik og unnum. Kári er alveg jafn mikilvægur og Brandon. Kári steig upp, ég steig upp og vörnin.” „Við reyndum að byggja þetta á vörninni og svo að spila okkar sóknarleik,” en sá Finnur Atli atvikið með Brandon? „Nei. Ég sá það ekki. Sigmundur dómari sagði að hann hefði gefið honum olnbogaskot í magann. Ég veit hvernig Brandon er. Hann hefur olnbogað mig í magann og það var ekkert að því, en kannski er hann búinn að vera í ræktinni,” sagði Finnur kíminn. Unnusta Finns Atla er Helena Sverrisdóttir sem er að gera frábæra hluti með Haukum í Dominos-deild kvenna og átti meðal annars stórleik í vikunni þar sem hún skoraði 30 stig, tók 20 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. „Ég tók fjögur skot í síðasta leik og unnusta mín lét mig heyra það. Hún tekur 30 skot í leik og þegar hún er að skila 30/20/15 tölum þá verð ég aðeins að fara stíga upp í mínum leik,” sagði Finnur brosandi og segir að liðið ætli sér í undanúrslit á þriðjudag: „Alveg klárlega. Við ætlum að mæta fókuseraðir. Við vitum að við getum unnið þetta lið og við eigum að vinna þetta lið að mínu mati. Við erum búnir að vinna þá tvisvar án tveggja af okkar bestu leikmanna,” sagði Finnur Atli kokhraustur að lokum.Einar Árni: Haukarnir eru betri án Mobley „Þetta er mikið svekkelsi. Við vorum lengi að koma okkur í einhvern ryðma sóknarlega, en mér fannst það vera að koma í lok þriðja,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, við Vísi í leikslok. „Þegar 4:40 eru eftir erum við 67-70 yfir. Það sem við töluðum um í hálfleik var að taka eitt skref í einu og við vorum algjörlega á áætlun þar. Síðustu 4:40 mínúturnar voru algjört drasl af okkar hálfu.” „Við vorum að taka léleg skot, við vorum einhæfir og það sem við vorum búnir að gera vel, sem kom okkur í forystu, það bara hvarf og Finnur Atli var að fá mikinn tíma í skot fyrir utan. Kári var einnig að leika lausum hala og menn misstu menn í lay-up. Botninn datt úr þessu hjá okkur.” Á ögurstundu í síðari hálfleik klikkaði varnarleikur Þórs heldur betur og Einar segir að það séu mikil vonbrigði. „Það er fúlt að hugsa til þess að við vorum búnir að vera rúlla á níu mönnum, nýttum leikhléin og menn fengu ágætis hvíld. Það átti enginn að vera búinn á því, en einhvernveginn bognuðum við og við verðum bara að girða okkur í brók. Hingað ætlum við að koma aftur.” Fyrr í vetur vann Stjarnan í Þorlákshöfn þegar Justin Shouse meiddist í fyrsta leikhluta og lék ekki meira með. Nú í kvöld misstu Haukarnir Mobley útaf í fyrsta leikhluta og unnu. Fannst honum menn leiða hugann til þess að einn af þeirra bestu leikmönnum væri farinn útaf? „Nei eða mig langar ekki að trúa því. Þeir voru án Kára í síðasta leik og það var mín upplifun að menn létu það ekkert trufla sig hvort Kári væri með eða ekki enda töluðum við ekkert um það.” „Þetta er annar leikurinn í röð sem hann olnbogar mann í framan. Hann átti nátturlega að fara útaf í síðasta leik líka þannig það var kominn tími til. Haukarnir eru betri án hans fyrir mér,” sagði Einar og hélt áfram: „Þeir eru mikla meira lið án hans. Hann er hæfileikaríkur, en smitar ekki vel frá sér. Hann er tuðandi í dómurum, olnbogar menn, hótar fólki og þeir eru mikli betri án hans. Ég lít ekki á að við séum á leið í auðvelt verkefni þó Haukarnir séu án hans, síður en svo.” Tapi Þór á þriðjudaginn eru þeir komnir í sumarfrí og Einar segir að það komi ekki til greina. „Við ætlum að klára þetta í Þorlákshöfn á þriðjudaginn. Það er engin spurning. Við vitum sem er að við skuldum einn gæðaleik. Við erum búnir að vera alltof gloppóttir í öllum þessum leikjum, en auðvitað verðum við að gefa andstæðingnum hrós.” „Þeir hafa spilað hörkufína vörn. Við vorum að hlaupa sóknirnar okkar illa í fyrri hálfleik og það hjálpar sterkri vörn að við erum ekki skipulagðari en raun bar vitni. Það er hlutur sem við verðum að laga og sjá hvort það dugi ekki okkur í sigur í næsta leik,” sagði Einar Árni að lokum.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira
Haukar eru komnir í kjörstöðu í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn, en þeir unnu þriðja leik liðanna á Ásvöllum í kvöld með níu stiga mun, 84-75. Leikurinn var mikil spenna og baráttan var í algleymingi. Haukarnir gerðu allt rétt á lokakafla leiksins á meðan Þórsurum reyndist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna undir lok leiksins auk þess sem varnarleikur liðsins, sem hafði ríghaldað nánast allan leikinn, gaf sig undir lokin. Fyrsti leikhlutinn var rosalega jafn og spennandi og það var ljóst að bæði lið myndu gefa sig alla í verkefnið og rúmlega það. Bæði lið voru að spila rosalega sterkan varnarleik og skiptust liðin á að hafa forystuna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var því eftir því, jöfn 20-20, en stærsta atriði fyrsta leikhluta var stigaskorið. Brandon Mobley var vikið út úr húsi þegar rúmar tvær mínútur voru til loka fyrsta leikhluta. Undirritaður sá ekki atvikið, en Davíð Arnar Ágústsson hafði sett þrist og svo hlupu þeir saman yfir völlinn. Þar gerðist eitthvað sem dómurum hefur fundist að hefði ekki skilt við körfubolta og var því Brandon sendur út úr húsi. Hann hótaði meðal annars að fara í Einar Árna Jóhannsson, þjálfara Þórsara, á leið sinni til búningsklefa, en hann virtist eitthvað illa stemmdur. Í öðrum leikhluta héldu liðin áfram að haldast í hendur, en Haukarnir náðu ágætis forskoti um miðjan hálfleikinn. Þeir virtust ekki sakna Mobley mikið því aðrir menn stigu upp og rúmlega það. Haukur Óskarsson skilaði tveimur þristum á skömmum tíma og Haukarnir náðu mest átta stiga forskoti, 34-26. Gestunum virtist fyrirmunað að skora á tímapunkti og Haukarnir héldu vel á spilunum, en þeir leiddu með sex stigum í hálfleik, 42-36. Heimamenn héldu uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik í upphafi þriðja leikhluta og settu niður tvær þriggja stiga körfur með skömmu millibili. Þeir voru komnir með níu stiga forskot og virtust ætla að stinga af þegar gestirnir rönkuðu við sér eftir þriggja stiga körfu Ragnars Bragasonar. Hægt og rólega færðu gestirnir sig nær og voru komnir yfir þegar þriðji leikhluti var allur, 59-61. Það var ljóst að síðasti leikhlutinn myndi vera spenna, barátta og öll orðin sem eru til í bókinni. Þórsarar leiddu framan af og fjórða leikhluta, en þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir var staðan orðin jöfn 70-70. Þá tóku heimamenn rosalegan sprett og skoruðu næstu átta stig, þar af Finnur Atli Magnússon fimm af þessum átta og voru komnir átta stigum yfir, 78-70. Þeir áttu svo ekki í miklum vandræðum með að sigla sigrinum heim og koma sér yfir í einvíginu, en lokatölur urðu 84-75. Finnur Atli Magnússon var frábær hjá heimamönnum í kvöld, en hann skoraði 20 stig í kvöld, þar á meðal átta á lokakaflanum þegar Haukarnir sigu fram úr. Auk þess gaf hann fimm stoðsendingar og tók sjö fráköst. Kári Jónsson kom öflugur inn af bekknum og skoraði 16 stig, en hann hvíldi alveg síðasta leik vegna meiðsla. Vance Hall var stigahæstur hjá gestunum með átján stig, en hann tók auk þess sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar, en Haukarnir lögðu mikla áherslu á að stöðva hann. Næstur kom Ragnar Nathanaelsson með tólf stig, en hann tók þrettán fráköst. Haukarnir geta því skotið sér í undanúrslit með sigri í leik liðanna á Þorlákshöfn á þriðjudag, en þeir verða þá án Brandon Mobley sem fer að öllum líkindum í leikbann vegna brotsins í kvöld. Leikur Hauka riðlaðist þó lítið sem ekki neitt og þeir virtust ekki sakna Brandon mikið.Haukar-Þór Þ. 84-75 (20-20, 22-16, 17-25, 25-14)Haukar: Finnur Atli Magnússon 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 16, Hjálmar Stefánsson 13, Haukur Óskarsson 11, Emil Barja 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Brandon Mobley 7, Kristinn Jónasson 5/4 fráköst, Kristinn Marinósson 4/4 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 18/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 9, Emil Karel Einarsson 8/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 2.Bein lýsing: Haukar - Þór Þ.Ívar: Strákarnir voru frábærir „Þetta var stórkostlegur sigur. Strákarnir voru frábærir,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi í leikslok. „Munurinn á þessum leik og hinum var að sóknarleikurin var miklu betri. Við vorum að sækja vel á þá og ég var mjög ánægður. Finnur var frábær og hitti mjög vel.” Sigurinn í kvöld má að öllu leyti setja á liðsheildina hjá Haukunum sem var frábær í leiknum, en þeir misstu Brandon Mobley útaf snemma og unnu sig vel úr því. „Allt liðið var frábært. Varnarleikurinn var, eins og í síðustu leikjum, frábær. Við erum að halda Vance hall í 16 stigum og það er stórt afrek. Frábær varnarleikur í kvöld og frábært lið.” Eins og áður segir misstu Haukarnir Bandaríkjamann sinn af velli, en hann átti í útistöðum við Davíð Arnar, leikmann Þórs. Haukarnir virtust bara eflast við það. „Við erum búnir að lenda í áföllum. Menn taka því bara. Það þýðir ekkert að hengja haus og strákarnir svöruðu því alveg stórkostlega,” sagði Ívar en sá hann atvikið með Mobley? „Nei, ég sá þetta ekki og ef þetta hefur verið grófur olnbogi er hárrétt að reka manninn útaf. Það er voðalega erfitt fyrir mig að segja um þetta eins og þegar Raggi fór í Kára þá vissi ég ekkert heldur.” „Við þurfum bara að skoða þetta og sjá þetta og taka svo ákvörðun í framhaldinu hvort við gerum athugasemdir við þetta eða ekki.” Haukarnir geta skotist í undanúrslit með sigri í Þorlákshöfn á þriðjudag og Ívar segir að ekkert annað komi til greina. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna. Auðvitað ætlum við að reyna klára þetta og komast í smá frí, en það er alveg pottþétt að það verður gífurlega erfiður leikur eins og hér í kvöld. Við erum að spila á móti erfiðu liði og við þurfum að eiga góða leik til að vinna,” sagði Ívar að lokum.Finnur Atli: Tók fjögur skot í síðasta leik og unnustan lét mig heyra það „Þetta er bara einn sigur í seríunni og við megum ekki missa okkur. Það er að minnsta kosti einn leikur eftir og við ætlum að klára þetta í Þorlákshöfn á þriðjudaginn,” sagði maður leiksins, Finnur Atli Magnússon, í samtali við Vísi skömmu eftir leik. „Þegar Brandon missir hausinn og fer útaf þá þjöppum við okkur saman og sögðum: Við vorum án Kára í síðasta leik og unnum. Kári er alveg jafn mikilvægur og Brandon. Kári steig upp, ég steig upp og vörnin.” „Við reyndum að byggja þetta á vörninni og svo að spila okkar sóknarleik,” en sá Finnur Atli atvikið með Brandon? „Nei. Ég sá það ekki. Sigmundur dómari sagði að hann hefði gefið honum olnbogaskot í magann. Ég veit hvernig Brandon er. Hann hefur olnbogað mig í magann og það var ekkert að því, en kannski er hann búinn að vera í ræktinni,” sagði Finnur kíminn. Unnusta Finns Atla er Helena Sverrisdóttir sem er að gera frábæra hluti með Haukum í Dominos-deild kvenna og átti meðal annars stórleik í vikunni þar sem hún skoraði 30 stig, tók 20 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. „Ég tók fjögur skot í síðasta leik og unnusta mín lét mig heyra það. Hún tekur 30 skot í leik og þegar hún er að skila 30/20/15 tölum þá verð ég aðeins að fara stíga upp í mínum leik,” sagði Finnur brosandi og segir að liðið ætli sér í undanúrslit á þriðjudag: „Alveg klárlega. Við ætlum að mæta fókuseraðir. Við vitum að við getum unnið þetta lið og við eigum að vinna þetta lið að mínu mati. Við erum búnir að vinna þá tvisvar án tveggja af okkar bestu leikmanna,” sagði Finnur Atli kokhraustur að lokum.Einar Árni: Haukarnir eru betri án Mobley „Þetta er mikið svekkelsi. Við vorum lengi að koma okkur í einhvern ryðma sóknarlega, en mér fannst það vera að koma í lok þriðja,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, við Vísi í leikslok. „Þegar 4:40 eru eftir erum við 67-70 yfir. Það sem við töluðum um í hálfleik var að taka eitt skref í einu og við vorum algjörlega á áætlun þar. Síðustu 4:40 mínúturnar voru algjört drasl af okkar hálfu.” „Við vorum að taka léleg skot, við vorum einhæfir og það sem við vorum búnir að gera vel, sem kom okkur í forystu, það bara hvarf og Finnur Atli var að fá mikinn tíma í skot fyrir utan. Kári var einnig að leika lausum hala og menn misstu menn í lay-up. Botninn datt úr þessu hjá okkur.” Á ögurstundu í síðari hálfleik klikkaði varnarleikur Þórs heldur betur og Einar segir að það séu mikil vonbrigði. „Það er fúlt að hugsa til þess að við vorum búnir að vera rúlla á níu mönnum, nýttum leikhléin og menn fengu ágætis hvíld. Það átti enginn að vera búinn á því, en einhvernveginn bognuðum við og við verðum bara að girða okkur í brók. Hingað ætlum við að koma aftur.” Fyrr í vetur vann Stjarnan í Þorlákshöfn þegar Justin Shouse meiddist í fyrsta leikhluta og lék ekki meira með. Nú í kvöld misstu Haukarnir Mobley útaf í fyrsta leikhluta og unnu. Fannst honum menn leiða hugann til þess að einn af þeirra bestu leikmönnum væri farinn útaf? „Nei eða mig langar ekki að trúa því. Þeir voru án Kára í síðasta leik og það var mín upplifun að menn létu það ekkert trufla sig hvort Kári væri með eða ekki enda töluðum við ekkert um það.” „Þetta er annar leikurinn í röð sem hann olnbogar mann í framan. Hann átti nátturlega að fara útaf í síðasta leik líka þannig það var kominn tími til. Haukarnir eru betri án hans fyrir mér,” sagði Einar og hélt áfram: „Þeir eru mikla meira lið án hans. Hann er hæfileikaríkur, en smitar ekki vel frá sér. Hann er tuðandi í dómurum, olnbogar menn, hótar fólki og þeir eru mikli betri án hans. Ég lít ekki á að við séum á leið í auðvelt verkefni þó Haukarnir séu án hans, síður en svo.” Tapi Þór á þriðjudaginn eru þeir komnir í sumarfrí og Einar segir að það komi ekki til greina. „Við ætlum að klára þetta í Þorlákshöfn á þriðjudaginn. Það er engin spurning. Við vitum sem er að við skuldum einn gæðaleik. Við erum búnir að vera alltof gloppóttir í öllum þessum leikjum, en auðvitað verðum við að gefa andstæðingnum hrós.” „Þeir hafa spilað hörkufína vörn. Við vorum að hlaupa sóknirnar okkar illa í fyrri hálfleik og það hjálpar sterkri vörn að við erum ekki skipulagðari en raun bar vitni. Það er hlutur sem við verðum að laga og sjá hvort það dugi ekki okkur í sigur í næsta leik,” sagði Einar Árni að lokum.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira