Körfubolti

Finnur: Vorkenni þeim út af Kananum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chuck Garcia í leiknum í kvöld.
Chuck Garcia í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán
Chuck Garcia hefur valdið Grindvíkingum vonbrigðum í vetur en liðið var í kvöld sópað úr úrslitakeppninni af deildarmeisturum KR í 8-liða úrslitunum.

Garcia skoraði aðeins fjögur stig er KR vann öruggan sigur á Grindavík og hafði lítið fram að færa.

„Það er búið að vera erfitt fyrir Grindavík í vetur, kanaskipti og erfitt að laga það á skömmum tíma. Það búa samt margir góðir leikmenn í þessu liði en með fullri virðingu fyrir Chuck Garcia þá hálf vorkenni ég kollegum mínum í Grindavík að þurfa að eiga við þann mann,“ sagði Finnur við Vísi eftir leikinn í kvöld.

Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að hann hefði gefist upp á Garcia í kvöld.

„Það má segja það já, ég er búinn að vera ansi þolinmóður núna alveg frá því hann kom en hann er bara búinn að kaupa sér sandala og stullur og kominn heim í huganum. Hann hefur klárlega verið vonbrigði.“

Nánari umfjöllun og ítarlegri viðtöl má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×