Körfubolti

Leikmenn Tindastóls í slæmri bílveltu: "Ótrúlegt hvað við sluppum vel“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pétur Birgisson í leik með Stólunum.
Pétur Birgisson í leik með Stólunum. vísir
Pétur Birgisson og Viðar Ágústsson, leikmenn Tindastóls, lentu í bílveltu í gærkvöldi þegar þeir voru á leiðinni heim á Sauðárkrók eftir leik Keflavíkur og Tindastóls. Þetta kemur fram á vefsíðunni Karfan.is.



„Bíllinn er gjörónýtur og það er í raun ótrúlegt hvað við sluppum vel því þetta leit ekkert svakalega vel út,“ sagði Pétur í samtali við Karfan.is.

Systir Viðars var ökumaður bifreiðarinnar og einnig var unnusta hans með í för.

„Systir Viðars var að keyra og svo var unnusta hans líka með. Hún fékk höfuðhögg en annars sluppu allir alveg ótrúlega vel. Við vorum bara heppnir.  Þetta var hálka á veginum sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir og það var valdurinn,“ bætti Pétur við.


Tengdar fréttir

Sló Jerome Hill Helga Margeirs?

Keflvíkingar unnu frábæran sigur á Tindastól, 95-71, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla og náðu því að minnka muninn í 2-1 í einvígi liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×