Fuglar og framhjáhald í bandarískum stjórnmálum Birta Björnsdóttir skrifar 26. mars 2016 20:04 Forval Demókrataflokksins heldur áfram í þremur ríkjum Bandaríkjanna í dag. Hjá Repúblikönum þykir mörgun kosningabaráttan vera farin að færast fyrir neðan beltisstað þar sem nektarmyndir og ásakanir um framhjáhald ganga manna á milli. Demókratar kjósa í dag á Hawaii, í Washington og Alaska. Bernie Sanders hefur enn ekki gefið upp vonina í baráttunni við Hillary Clinton, en róðurinn er þungur. Sem stendur hefur Clinton landað 1.691 kjörmanni af þeim 2.383 sem þarf til sigurs. Bernie er hins vegar aðeins með 949 kjörmenn. Hvað sem kjörmönnum líður virðast einhverjir liðsmenn dýraríkisins vera á bandi Bernie. Þessi smáfugl flögraði á ræðupúlt Sanders í gær og var ákaft fagnað af stuðningsmönnum hans.Kosningabarátta Repúblikana komin á lágt planSíðastliðinn þriðjudag birtist á samfélagsmiðlum nektarmynd af eiginkonu Trump, Melania, og því haldið fram að eiginkona Cruz væri betri valkostur en hún sem forsetafrú Bandaríkjanna. Yfir þessu bitust mótframbjóðendurnir á Twitter. Í gær birti tímaritið The National Enquirer svo fregnir af meintu framhjáhaldi Ted Cruz, sem segist ekki þurfa að hugsa sig tvisvar um hvaðan þær sögusagnir séu komnar. „The National Enquirer birti frétt. Frétt með aðeins einum heimildarmanni. Sá nefnist Roger Stone og það vill svo til að hann er pólitískur ráðgjafi Donald Trumo. Ég tek skýrt fram að þessi frétt er rusl. Þessar ásakanir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er slúður, slúður sem kemur frá Donald Trump og liðsmönnum hans,“ sagði Ted Cruz. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Forval Demókrataflokksins heldur áfram í þremur ríkjum Bandaríkjanna í dag. Hjá Repúblikönum þykir mörgun kosningabaráttan vera farin að færast fyrir neðan beltisstað þar sem nektarmyndir og ásakanir um framhjáhald ganga manna á milli. Demókratar kjósa í dag á Hawaii, í Washington og Alaska. Bernie Sanders hefur enn ekki gefið upp vonina í baráttunni við Hillary Clinton, en róðurinn er þungur. Sem stendur hefur Clinton landað 1.691 kjörmanni af þeim 2.383 sem þarf til sigurs. Bernie er hins vegar aðeins með 949 kjörmenn. Hvað sem kjörmönnum líður virðast einhverjir liðsmenn dýraríkisins vera á bandi Bernie. Þessi smáfugl flögraði á ræðupúlt Sanders í gær og var ákaft fagnað af stuðningsmönnum hans.Kosningabarátta Repúblikana komin á lágt planSíðastliðinn þriðjudag birtist á samfélagsmiðlum nektarmynd af eiginkonu Trump, Melania, og því haldið fram að eiginkona Cruz væri betri valkostur en hún sem forsetafrú Bandaríkjanna. Yfir þessu bitust mótframbjóðendurnir á Twitter. Í gær birti tímaritið The National Enquirer svo fregnir af meintu framhjáhaldi Ted Cruz, sem segist ekki þurfa að hugsa sig tvisvar um hvaðan þær sögusagnir séu komnar. „The National Enquirer birti frétt. Frétt með aðeins einum heimildarmanni. Sá nefnist Roger Stone og það vill svo til að hann er pólitískur ráðgjafi Donald Trumo. Ég tek skýrt fram að þessi frétt er rusl. Þessar ásakanir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er slúður, slúður sem kemur frá Donald Trump og liðsmönnum hans,“ sagði Ted Cruz.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira