Körfubolti

Logi spilar með Njarðvík í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. vísir/stefán
Njarðvíkingar gleðjast í dag því Logi Gunnarsson mun spila með liðinu gegn Stjörnunni í kvöld.

Logi handarbrotnaði þann 4. mars síðastliðinn og þá var óvissa um hvort hann gæti yfir höfuð spilað meira í vetur.

Sjá einnig: Logi handleggsbrotinn og tímabilið í hættu

Hann þurfti að fara í aðgerð og voru meðal annars settar skrúfur í höndina.

„Batinn hjá honum hefur verið magnaður og hann er í hóp í kvöld,“ segir Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.

„Hann er búinn að hugsa vel um skrokkinn allan tímann og er í flottu standi. Hann nánast flutti upp í íþróttahús og var staðráðinn í að koma til baka.“

Þetta eru frábær tíðindi fyrir Njarðvík sem er 2-1 yfir í rimmunni gegn Stjörnunni. Njarðvíkingar geta komið sér í undanúrslit með sigri á heimavelli í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport og er einnig í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×