Væri að ljúga ef ég segðist ekki vera pínu stressaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2016 06:30 Magnús Þór Gunnarsson er vanur því að heyra ýmislegt frá áhorfendum. Hann brotnaði niður eftir særandi orð áhorfenda í hans garð í upphitun fyrir leik gegn Stjörnunni árið 2012. vísir/stefán Í kvöld fer fram lokaumferð í deildarkeppni Domino’s-deildar karla og ræðst þá hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast í fyrstu umferð hennar. Ein stærsta spurningin fyrir leiki kvöldsins er hvort Keflavík eða Stjarnan nái öðru sæti deildarinnar en liðin mætast í Ásgarði í Garðabæ í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið og heimavallarrétt í að minnsta kosti 8-liða úrslitum og undanúrslitum, fari liðið langt í úrslitakeppninni. Leikurinn er einnig áhugaverður fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson mætir Stjörnunni í Ásgarði eftir að hann veitti Vísi viðtal síðastliðið sumar um afdrifaríkan atburð sem átti sér stað fyrir leik liðanna þar í úrslitakeppninni vorið 2012.Brotnaði niður í klefanum Í viðtalinu lýsti Magnús því hvernig stuðningsmenn Stjörnunnar lásu honum pistilinn þegar hann var að teygja fyrir leik. „Þetta voru öll verstu orð sem maður hafði heyrt lengi. Það er hvorki hægt að skrifa né segja hvað þeir sögðu,“ sagði Magnús í viðtalinu þá. Í búningsklefanum rétt fyrir leik brotnaði Magnús niður. Það hafði áhrif á frammistöðu hans í leiknum og raunar í öllum leikjum hans gegn Stjörnunni eftir það. Þetta hafði einnig áhrif á líf hans utan vallar og fann Magnús bæði fyrir þunglyndi og kvíða næstu árin.Létt mikið á mér „Ég fékk mjög sterk viðbrögð við viðtalinu og sjálfum leið mér vel eftir það. Ég var mjög ánægður með að hafa gert þetta,“ sagði Magnús Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Honum var létt eftir viðtalið. „Mér finnst að hellingur hafi farið af öxlunum og bakinu.“Hann viðurkennir fúslega að hann sé taugaóstyrkur fyrir leikinn í Ásgarði á morgun vegna þess sem á undan er gengið. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki pínu stressaður. En ég ætla að nota þetta jákvætt og hlakka mikið til að spila í Ásgarði aftur.“ Magnús Þór hefur lítið heyrt í Stjörnumönnum út af þessu máli og veit ekki við hverju hann á að búast í kvöld. „Ég er viðbúinn hverju sem er. Ég bý mig alltaf undir það í leikjum að fá hitt og þetta á mig. Þessi leikur verður ekkert öðruvísi að því leyti þó svo að það sé mikill spenningur fyrir honum.“Æðislegt að vera kominn heim Hann telur að viðtalið hafi ekki breytt áliti manna á honum þó svo að hann segist finna fyrir ögn meiri virðingu í sinn garð. En sjálfum líður honum vel, ekki síst með að vera kominn aftur heim í Keflavík eftir stutt stopp í bæði Grindavík og Skallagrími. „Það er bara æðislegt að vera kominn aftur heim og að spila í mínu liði. Þessi vetur er líka eins og við ætluðum að hafa hann. Við erum á góðum stað í deildinni og tilhlökkunin mikil fyrir úrslitakeppninni.“ Keflavík var á toppnum framan af vetri en hefur gefið eftir síðustu vikurnar. Engum dylst mikilvægi leiksins í kvöld og Magnús segist líta á hann eins og bikarúrslitaleik. En hann hefur engar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins. „Öll lið hafa dalað á tímabilinu og nú kom að okkur. Fólk er því að gera svolítið mikið úr þessu finnst mér. Við ætluðum aldrei að fara í gegnum heilt tímabil og vinna alla leiki.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Í kvöld fer fram lokaumferð í deildarkeppni Domino’s-deildar karla og ræðst þá hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast í fyrstu umferð hennar. Ein stærsta spurningin fyrir leiki kvöldsins er hvort Keflavík eða Stjarnan nái öðru sæti deildarinnar en liðin mætast í Ásgarði í Garðabæ í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið og heimavallarrétt í að minnsta kosti 8-liða úrslitum og undanúrslitum, fari liðið langt í úrslitakeppninni. Leikurinn er einnig áhugaverður fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson mætir Stjörnunni í Ásgarði eftir að hann veitti Vísi viðtal síðastliðið sumar um afdrifaríkan atburð sem átti sér stað fyrir leik liðanna þar í úrslitakeppninni vorið 2012.Brotnaði niður í klefanum Í viðtalinu lýsti Magnús því hvernig stuðningsmenn Stjörnunnar lásu honum pistilinn þegar hann var að teygja fyrir leik. „Þetta voru öll verstu orð sem maður hafði heyrt lengi. Það er hvorki hægt að skrifa né segja hvað þeir sögðu,“ sagði Magnús í viðtalinu þá. Í búningsklefanum rétt fyrir leik brotnaði Magnús niður. Það hafði áhrif á frammistöðu hans í leiknum og raunar í öllum leikjum hans gegn Stjörnunni eftir það. Þetta hafði einnig áhrif á líf hans utan vallar og fann Magnús bæði fyrir þunglyndi og kvíða næstu árin.Létt mikið á mér „Ég fékk mjög sterk viðbrögð við viðtalinu og sjálfum leið mér vel eftir það. Ég var mjög ánægður með að hafa gert þetta,“ sagði Magnús Þór í samtali við Fréttablaðið í gær. Honum var létt eftir viðtalið. „Mér finnst að hellingur hafi farið af öxlunum og bakinu.“Hann viðurkennir fúslega að hann sé taugaóstyrkur fyrir leikinn í Ásgarði á morgun vegna þess sem á undan er gengið. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki pínu stressaður. En ég ætla að nota þetta jákvætt og hlakka mikið til að spila í Ásgarði aftur.“ Magnús Þór hefur lítið heyrt í Stjörnumönnum út af þessu máli og veit ekki við hverju hann á að búast í kvöld. „Ég er viðbúinn hverju sem er. Ég bý mig alltaf undir það í leikjum að fá hitt og þetta á mig. Þessi leikur verður ekkert öðruvísi að því leyti þó svo að það sé mikill spenningur fyrir honum.“Æðislegt að vera kominn heim Hann telur að viðtalið hafi ekki breytt áliti manna á honum þó svo að hann segist finna fyrir ögn meiri virðingu í sinn garð. En sjálfum líður honum vel, ekki síst með að vera kominn aftur heim í Keflavík eftir stutt stopp í bæði Grindavík og Skallagrími. „Það er bara æðislegt að vera kominn aftur heim og að spila í mínu liði. Þessi vetur er líka eins og við ætluðum að hafa hann. Við erum á góðum stað í deildinni og tilhlökkunin mikil fyrir úrslitakeppninni.“ Keflavík var á toppnum framan af vetri en hefur gefið eftir síðustu vikurnar. Engum dylst mikilvægi leiksins í kvöld og Magnús segist líta á hann eins og bikarúrslitaleik. En hann hefur engar áhyggjur af stöðu Keflavíkurliðsins. „Öll lið hafa dalað á tímabilinu og nú kom að okkur. Fólk er því að gera svolítið mikið úr þessu finnst mér. Við ætluðum aldrei að fara í gegnum heilt tímabil og vinna alla leiki.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti