Körfubolti

Þetta er í boði fyrir Domino´s liðin í lokaumferðinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valur Orri Valsson verður í sviðsljósinu í Garðabænum í kvöld.
Valur Orri Valsson verður í sviðsljósinu í Garðabænum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Lokaumferð Domino´s deildar karla fer fram í kvöld og þrátt fyrir að deildarmeistaratitilinn og fallsætin séu klár þá geta nokkur lið bætt stöðu sína í leikjum kvöldsins.

Karfan.is hefur tekið saman greinagott yfirlit yfir hvað er í boði fyrir liðin tólf í 22. og síðustu umferð deildarkeppninnar.

Sjö lið hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og þá er ljóst að KR, Keflavík, Stjarnan og Haukar verða með heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt karfan.is um hvaða sæti eru í boði fyrir liðin í kvöld.



Hvað er í boði í lokaumferð Domino´s deildar karla:

KR er orðið deildarmeistari. 1. sæti.

Keflavík er með 30 stig og mætir Stjörnunni í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið. Vinni Keflavíkavíkur verður það í öðru sæti en ef Keflvíkingar tapa þá verða þeir í þriðja sæti. 2. til 3. sæti.

Stjarnan er með 30 stig og mætir Keflavík í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið. Vinni Stjarnan verða Garðbæingar í öðru sæti en ef þeir tapa leiknum þá verða þeir í þriðja sætinu. 2. til 3. sæti.

Haukar eru með 28 stig og mæta Hetti á heimavelli í kvöld.. Sama hvernig fer hjá þeim þá enda Haukarnir í fjórða sætinu. 4. sæti.

Þór Þ. er með 26 stig og mætir Snæfell í kvöld. Vinni Þór eða að þeir tapa leiknum og Tindastóll tapar sínum leik, þá enda Þórsarar í 5. sæti. Ef þeir tapa leiknum og Tindastóll vinnur þá endar Þórsliðið í 6. sæti. 5. til 6. sæti.

Tindastóll er með 26 stig og mætir FSu á útivelli í kvöld. Vinni Tindastóll og Þór tapar þá endar Tindastóll í 5. sæti en ef Tindastóll tapar eða að bæði lið vinna þá endar Tindastóll í 6. sætinu. 5. til 6. sæti.

Njarðvík er með 22 stig og mætir Grindavík í kvöld. Sama hvernig sá leikur fer þá endar Njarðvík í 7. sæti. 7. sæti.

Snæfell er með 16 stig og mætir Þór Þ. í kvöld. Ef Snæfell vinnur leikinn eða að þeir tapa og Grindavík tapar líka þá er Snæfell númer 8. Ef hinsvegar Snæfell tapar sínum leik og Grindavík vinnur þá er Snæfell í sæti númer 9. 8. til 9. sæti.

Grindavík er með 16 stig og mætir Njarðvík í kvöld. Ef Grindavík vinnur og Snæfell tapar þá er Grindavík í 8. sæti. Ef Grindavík tapar eða bæði lið vinna þá er Grindavík númer 9. 8. til 9. sæti.

ÍR er með 12 stig og endar í 10. sæti. 10. sæti

Höttur og FSu eru bæði fallin úr deildinni. Höttur þarf að vinna og FSu að tapa til þess að Höttur komist upp úr neðsta sæti deildarinnar.  11. og 12. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×