Munaði bara einni körfu á stigahæstu leikmönnum deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2016 13:00 Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli. Vísir/Stefán Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23 Dominos-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Mikil barátta var um það hver endaði sem stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta og á endanum vannst stigakóngstitilinn á einni körfu og það ekki einu sinni þriggja stiga körfu. Sherrod Nigel Wright úr Snæfelli varð stigahæstur með 623 stig í 22 leikjum eða 28,32 stig í leik. Hann spilaði meiddur í lokaleiknum en tókst samt að skora 29 stig. Hvert einasta stig skipti máli því Hattarmaðurinn Tobin Carberry skoraði aðeins tveimur stigum minna eða 621 stig í 22 leikjum sem gera 28,23 stig í leik. Tobin Carberry skoraði líka 29 stig í síðasta leiknum sínum. Carberry skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum á Ásvöllum en það dugði ekki til og hann verður að sætta stig við annað sætið. Tobin Carberry var sérstaklega öflugur eftir áramót en hann skoraði 32,3 stig að meðaltali í seinni umferðinni ásamt því að gefa 6,0 stoðsendingar í leik. Hann var með 24,2 stig og 3,9 stoðsendingar í leik í fyrri umferðinni. Sherrod Nigel Wright skoraði líka meira í seinni umferðinni (30,1) en í fyrri umferðinni (26,5). Fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar komu annars úr fjórum neðstu liðum deildarinnar og sá í fimmta sæti var látinn fara eftir fimmtán leiki. Sá stigahæsti af þeim sem eru ekki komnir í sumarfrí nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast er Vance Michael Hall hjá Þór úr Þorlákshöfn en 23,9 stig hans í leik dugðu honum í sjötta sætið. Darrel Keith Lewis hjá Tindastól var stigahæsti íslenski leikmaðurinn með 20,7 stig (9. sæti) en af þeim sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi skoraði Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson mest eða 18,4 stig í leik.Flest stig í leik í Domino´s deild karla í körfubolta 2015-16: 1. Sherrod Nigel Wright, Snæfell 22/623 28.32 2. Tobin Carberry, Höttur 22/621 28.23 3. Christopher Woods, FSu 15/416 27.73 4. Jonathan Mitchell, ÍR 14/369 26.36 5. Earl Brown Jr., Keflavík 15/381 25.40 6. Vance Michael Hall, Þór Þ. 22/525 23.86 7. Michael Craion, KR 22/507 23.05 8. Al'lonzo Coleman, Stjarnan 22/456 20.73 9. Darrel Keith Lewis, Tindastóll 22/455 20.68 10. Cristopher Caird, FSu 15/291 19.40 11. Justin Shouse, Stjarnan 21/399 19.00 12. Jerome Hill, Tindastóll og Keflavík 20/374 18.70 13. Haukur Helgi Pálsson, Njarðvík 16/295 18.44 14. Kári Jónsson, Haukar 22/381 17.32 15. Jón Axel Guðmundsson, Grindavík 22/370 16.82 16. Austin Magnus Bracey, Snæfell 22/358 16.27 17. Logi Gunnarsson, Njarðvík 19/284 14.95 18. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 21/307 14.62 19. Mirko Stefán Virijevic, Höttur 22/314 14.27 20. Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík og ÍR 22/313 14.23
Dominos-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira