Davíð Þór vinnur fulla vinnu og æfir eins og atvinnumaður Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2016 19:58 Einn besti leikmaður Pepsi-deildar karla síðustu ár Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, lætur sig hafa það að vinna fulla vinnu með boltanum þrátt fyrir að FH-ingar æfi nánast eins og atvinnumenn. Davíð Þór fór á kostum með FH-ingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar hefur sex sinnum fangað Íslandsmeistaratitli með félaginu og einu sinni hefur hann orðið bikarmeistari. Auk þess að æfa með FH-ingum á hverjum degi stundar fyrirliðinn fulla vinnu með fótboltanum. „Þetta var meira krefjandi fyrst þegar ég kom heim, svona að komast inn í rútínuna,“ segir Davíð Þór í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Maður var kannski í vinnunni frá níu til fjögur og fór síðan á æfingu. Núna í dag er maður kominn meira inn í hlutina, fjölskyldan er komin í meiri og betri rútínu. Maður var vanur að vera bara á æfingu á morgnanna og mættur heim klukkan eitt og hafði allan tímann í heiminum fyrir fjölskylduna.“Davíð segir að stærsta ástæðan fyrir því að þetta gangi upp sé að hann sé með vinnuveitanda sem sýnir honum mikinn skilning. „Hann er allavega ekki búinn að reka mig ennþá, þó svo að ég sé búinn að vera í burtu ófáar vinnustundirnar. Lífið er ekki alltaf auðvelt og ef ég ætti að fara kvarta yfir því að vera í fínni vinnu og spila fyrir eitt af bestu liðum landsins þá væri bara eitthvað að mér. Þá fyrst mætti fara hrauna yfir mig á Twitter.“ Davíð lék sem atvinnumaður í Belgíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku segir að aðstæður knattspyrnumanna hér á landi hafi gjörbreyst á síðustu árum. „Það eru fleiri sem eru bara að spila fótbolta og að því leytinu til er þetta orðið líkara því sem við þekkjum á öðrum stöðum erlendis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
Einn besti leikmaður Pepsi-deildar karla síðustu ár Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, lætur sig hafa það að vinna fulla vinnu með boltanum þrátt fyrir að FH-ingar æfi nánast eins og atvinnumenn. Davíð Þór fór á kostum með FH-ingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar hefur sex sinnum fangað Íslandsmeistaratitli með félaginu og einu sinni hefur hann orðið bikarmeistari. Auk þess að æfa með FH-ingum á hverjum degi stundar fyrirliðinn fulla vinnu með fótboltanum. „Þetta var meira krefjandi fyrst þegar ég kom heim, svona að komast inn í rútínuna,“ segir Davíð Þór í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Maður var kannski í vinnunni frá níu til fjögur og fór síðan á æfingu. Núna í dag er maður kominn meira inn í hlutina, fjölskyldan er komin í meiri og betri rútínu. Maður var vanur að vera bara á æfingu á morgnanna og mættur heim klukkan eitt og hafði allan tímann í heiminum fyrir fjölskylduna.“Davíð segir að stærsta ástæðan fyrir því að þetta gangi upp sé að hann sé með vinnuveitanda sem sýnir honum mikinn skilning. „Hann er allavega ekki búinn að reka mig ennþá, þó svo að ég sé búinn að vera í burtu ófáar vinnustundirnar. Lífið er ekki alltaf auðvelt og ef ég ætti að fara kvarta yfir því að vera í fínni vinnu og spila fyrir eitt af bestu liðum landsins þá væri bara eitthvað að mér. Þá fyrst mætti fara hrauna yfir mig á Twitter.“ Davíð lék sem atvinnumaður í Belgíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku segir að aðstæður knattspyrnumanna hér á landi hafi gjörbreyst á síðustu árum. „Það eru fleiri sem eru bara að spila fótbolta og að því leytinu til er þetta orðið líkara því sem við þekkjum á öðrum stöðum erlendis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira