Kristján gerir „mjög alvarlega athugasemdir“ við svar Bjarna um Borgunarmálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 15:11 Heitar umræður í þingsal um skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við spurningum þingmanns Samfylkingarinnar um Borgunarmálið. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með. Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með.
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira