Fjármálaráðherra segir best að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir sín mál Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 12:11 Vísir Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af erlendum eignum eiginkonu forsætisráðherra. Hann telji eðlilegast að forsætisráðherra svari sjálfur fyrir þessi mál en hann fái ekki séð að lög og reglur hafi verið brotnar að hálfu eiginkonunnar. Alþingi samþykkti í gær þingsályktun sem þingmenn allra flokka stóðu að um siðareglur þingmanna. Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sagði bagalegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra væri ekki til svara í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þess í stað spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins út í fjármál forsætisráðherrans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í ljósi þessara reglna og að hann færi með haftamálin innan ríkisstjórnarinnar. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál. Þá spurði Óttarr hvort fjármálaráðherra hefði vitað að eiginkona forsætisráðherra væri erlendur kröfuhafi og hvort hann teldi aðástæða hefði verið til að láta þig og þjóð vita af því. Fjármálaraðherra sagði mikilvægt að Alþingi skuli hafa afgreitt siðareglurnar í mikilli samstöðu í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að eiginkona forsætisráðherra hafi veriðí hópi erlendra kröfuhafa á bankanna. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finst að forsætisráðherra verði sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessu máli var fyrir komið,“ sagði Bjarni. Á endanum hlytu þessi mál að verða mæld út frá þeim lögum og reglum sem giltu í landinu. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni. Það er ekki gott að vera settur í þá stöðu að taka upp mál og svara fyrir það sem aðrir eru auðvitað lang bestir í að svara fyrir. Og ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra mun gera ef eftir því er leitað og eins og háttvirtur þingmaður sagði, það hefði verið lang best að hafa hann sjálfan hér,“ sagði Bjarni. Forsætisráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartíma fyrr í vikunni og legið fyrir að hann gæti ekki verið viðstaddur fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira