Körfubolti

Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jerome Hill lék með Gardner-Webb háskólaliðinu.
Jerome Hill lék með Gardner-Webb háskólaliðinu. Vísir/Getty
Jerome Hill og félagar í Keflavík eru lentir 1-0 undir á móti Tindastól í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir tap á heimavelli í gærkvöldi.

Jerome Hill var með 15 stig og 8 fráköst í leiknum í gær en var 12 í mínus í plús og mínus. Keflavík vann þær þrettán mínútur sem hann spilaði ekki með tveimur stigum. Myron Dempsey spilaði jafnmikið og Hill en skoraði sextán stigum meira en forveri sinn í Tindastólsliðinu.

Jerome Hill komst oft lítið áleiðis á móti Myron Dempsey og ekki var hann heldur að ráða við hann í vörninni enda nýtti Dempsey 67 prósent skota sinna í gær.

Þetta tap þýðir að sigurhlutfall Hill á Íslandi lækkar enn. Hann hefur nú verið í tapliði í 62 prósent leikja sinna í sumar eða 13 af 21. Sigurleikirnir eru því aðeins átta talsins til þessa.

Keflavík og Tindastóll eru bæði með miklu betra sigurhlutfall án Jerome Hill en með hann innanborðs á Íslandsmótinu í vetur.

Jerome Hill fagnaði aðeins sigri í 8 af 20 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur nú tapað fyrsta leiknum í úrslitakeppninni.  

Tindastóll vann alla níu leiki sína án Hill í deildinni. Keflavík vann 12 af 15 leikjum sínum með Earl Brown Jr. en aðeins 3 af 7 leikjum sínum eftir að Hill fór að spila með liðinu.



Munurinn á sigurhlutfallinu eru nú 50 prósent eftir úrslitin í gær:

Lið með Jerome Hill í Domino´s deildinni 2015-16 [sigrar-töp]

Keflavík 3-5

Tindastóll 5-8

Samanlagt: 8-13 (38 prósent)

Án Jerome Hill í Domino´s deildinni 2015-16 [sigrar-töp]

Keflavík 12-3

Tindastóll 10-0

Samanlagt: 22-3 (88 prósent)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×