Asnalegt að forseti sé kona Ásta Kristjánsdóttir skrifar 18. mars 2016 11:30 Þegar ég bruna framhjá Bessastöðum með fjögurra ára son minn segi ég honum að forseti Íslands búi í einu af þessum húsum. Honum virðist vera nokk sama, og hefur sáralítinn áhuga á þessum samræðum. Til að kalla fram frekari viðbrögð hjá honum, bæti ég við að ég hafi sjálf fengið að fara með föður mínum, að heilsa upp á forsetann, bara átta ára gömul. „Þá var forsetinn kona“ segi ég stolt! Barnið skellir upp úr og segir: „asnalegt! kona forseti!“ Sonur minn tengir engan veginn við forsetann eins og ég gerði þegar ég var lítil. Tek síðan langa ræðu og útskýri fyrir drengnum að forsetinn geti alveg verið kona eins og karl. Honum virðist sama og hefur lítinn áhuga á fígúrunni „Forseta Íslands.“ Líkt og margir landsmenn, sem væru alveg til í að leggja embættið niður. Þessar hrókasamræður við son minn leiða hugann að því hversu mikil hvatning forsetinn var mér frá unga aldri. Hvernig Vigdís ruddi brautina fyrir mig og aðrar konur á þessum tímabili. Ef kona gat verið forseti þá gátu konur allt. Þegar ég síðar ferðaðist um heiminn, þá sagði ég öllum, sem vildu heyra um Ísland, frá Vigdísi, fyrsta kvenforseta jarðarinnar, mikið assskoti var ég stolt. Seinna þegar ég stofnaði fyrirtæki í Síberíu og Mumbai var mér oft ráðlagt að hörfa því ég væri útlensk kona, það yrði ekki tekið mark á mér. Þá hugsaði ég til Vigdísar. Ef hún gat orðið forseti hlyti ég að geta leyst mín verkefni á fyrrnefndum slóðum þrátt fyrir úrtölur og svo sannarlega gat ég það. Við nánari umhugsun þá er mér bara alls ekki sama hver verður næsti forseti Íslands og mín vegna má leggja þetta embætti niður ef ekki fæst almennilegur kandídat í starfið. Ef við ætlum á annað borð að hafa forseta þá verður hann að ryðja brautina, standa fyrir eitthvað sem við Íslendingar getum verið stolt af. En það er alls ekki nóg að manneskjan sé klár og standi fyrir eitthvað heldur þarf hún líka að hafa karisma sem heillar alla heimsbyggðina og vekja athygli hér heima og erlendis. Ég vil einstakling, sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu, ekki puntidúkku. Einhvern sem hefur þurft að glíma við alls konar verkefni í lífinu og staðið uppi sem sigurvegari. Það er bara einn einstaklingur, sem ég þekki sem er að hugsa sinn gang í þessum efnum sem hakar í öll þessi box og uppfyllir mínar kröfur. Það er Linda Pétursdóttir og hún fengi mitt atkvæði hiklaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Þegar ég bruna framhjá Bessastöðum með fjögurra ára son minn segi ég honum að forseti Íslands búi í einu af þessum húsum. Honum virðist vera nokk sama, og hefur sáralítinn áhuga á þessum samræðum. Til að kalla fram frekari viðbrögð hjá honum, bæti ég við að ég hafi sjálf fengið að fara með föður mínum, að heilsa upp á forsetann, bara átta ára gömul. „Þá var forsetinn kona“ segi ég stolt! Barnið skellir upp úr og segir: „asnalegt! kona forseti!“ Sonur minn tengir engan veginn við forsetann eins og ég gerði þegar ég var lítil. Tek síðan langa ræðu og útskýri fyrir drengnum að forsetinn geti alveg verið kona eins og karl. Honum virðist sama og hefur lítinn áhuga á fígúrunni „Forseta Íslands.“ Líkt og margir landsmenn, sem væru alveg til í að leggja embættið niður. Þessar hrókasamræður við son minn leiða hugann að því hversu mikil hvatning forsetinn var mér frá unga aldri. Hvernig Vigdís ruddi brautina fyrir mig og aðrar konur á þessum tímabili. Ef kona gat verið forseti þá gátu konur allt. Þegar ég síðar ferðaðist um heiminn, þá sagði ég öllum, sem vildu heyra um Ísland, frá Vigdísi, fyrsta kvenforseta jarðarinnar, mikið assskoti var ég stolt. Seinna þegar ég stofnaði fyrirtæki í Síberíu og Mumbai var mér oft ráðlagt að hörfa því ég væri útlensk kona, það yrði ekki tekið mark á mér. Þá hugsaði ég til Vigdísar. Ef hún gat orðið forseti hlyti ég að geta leyst mín verkefni á fyrrnefndum slóðum þrátt fyrir úrtölur og svo sannarlega gat ég það. Við nánari umhugsun þá er mér bara alls ekki sama hver verður næsti forseti Íslands og mín vegna má leggja þetta embætti niður ef ekki fæst almennilegur kandídat í starfið. Ef við ætlum á annað borð að hafa forseta þá verður hann að ryðja brautina, standa fyrir eitthvað sem við Íslendingar getum verið stolt af. En það er alls ekki nóg að manneskjan sé klár og standi fyrir eitthvað heldur þarf hún líka að hafa karisma sem heillar alla heimsbyggðina og vekja athygli hér heima og erlendis. Ég vil einstakling, sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu, ekki puntidúkku. Einhvern sem hefur þurft að glíma við alls konar verkefni í lífinu og staðið uppi sem sigurvegari. Það er bara einn einstaklingur, sem ég þekki sem er að hugsa sinn gang í þessum efnum sem hakar í öll þessi box og uppfyllir mínar kröfur. Það er Linda Pétursdóttir og hún fengi mitt atkvæði hiklaust.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun