Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 16:00 Vance Hall. Vísir/Ernir Haukar og Þór Þorlákshöfn spila í kvöld fyrsta leik sinn í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta og er fyrsti leikurinn á heimavelli Hauka á Ásvöllum. Haukar hafa unnið átta síðustu leiki sína í Domino´s deildinni eða alla leiki síðan í lok janúar. Þar á meðal er sannfærandi 24 stiga sigur á Þór 26. febrúar. Haukarnir unnu annars báða leiki sína við Þór í vetur og það með samtals 42 stigum. Þórsliðið skoraði aðeins 66,0 stig að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Lykilatriðið að þessum tveimur góðum sigurleikjum Haukaliðsins var án efa hversu vel þeim gekk að stoppa bandaríska bakvörðinn Vance Hall í liði Þórs. Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur eða minna en á móti nokkru öðru liði í deildinni. Hann hitti sem dæmi aðeins úr 3 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leikjunum tveimur. Þórsarar töpuðu þeim 70 mínútum sem Hall spilaði á móti Haukum með samtals 40 stigum en Hall var aðeins í mínus á móti tveimur öðrum liðum í deildinni eða KR (-16) og Keflavík (-10).Plús og mínus hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: FSu +42 ÍR +40 Tindastóll +32 Höttur +30 Njarðvík +23 Snæfell +22 Grindavík +1 Stjarnan +1 Keflavík -10 KR -16Haukar -40Stig í leik hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: Snæfell 32,0 FSu 30,5 Tindastóll 29,0 Stjarnan 27,0 Grindavík 27,0 Keflavík 22,5 ÍR 21,5 KR 21,5 Njarðvík 19,0 Höttur 17,0Haukar 15,5Framlag í leik hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: Tindastóll 35,0 FSu 32,0 Snæfell 31,5 Stjarnan 26,0 Höttur 22,4 Grindavík 21,5 Keflavík 19,0 ÍR 19,0 Njarðvík 18,5 KR 15,0Haukar 14,5 Það segir líka sína sögu að Vance Hall skoraði 27 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Þórsliðið sló Hauka út í átta liða úrslitum Poweadebikarsins í janúar og hann var með 28 stig þegar Þórsliðið vann eins stiga sigur á Haukum í undanúrslitaleik Lengjubikarsins í októberbyrjun. Vance Hall hefur þannig skorað 27,5 stig að meðaltali í sigurleikjum Þórs á móti Haukum í vetur en aðeins 15,5 stig að meðtali í tapleikjunum. Hann er ennfremur með framlag upp á 28 í leik í sigrunum tveimur en aðeins 14,5 í tapleikjunum tveimur. Leikur Haukar og Þórs hefst klukkan 19.15 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og honum verður gerð góð skil í Körfuboltakvöldinu sem hefst strax á lokinni beinni útsendingu frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Helgi Már: Frábært að Ægir sé farinn til Spánar Helgi Már Magnússon segir KR-inga hafa sett tóninn fyrir það sem koma skal hjá meisturunum. 17. mars 2016 22:33 Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Getur einhver stöðvað KR? Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir þrjár af fjórum viðureignum í átta-liða úrslitum Domino’s-deildarinnar vera afar áhugaverðar. Fréttablaðið fékk Inga til að rýna í átta-liða úrslitin sem hefjast í kvöld. 17. mars 2016 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-100 | Stólarnir stálu heimavellinum Tindastóll vann sigur í Sláturhúsinu eftir spennandi leik þar sem Keflavík gafst aldrei upp. 17. mars 2016 21:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 85-67 | Sannfærandi hjá meisturunum KR setti tóninn strax í upphafi í 18 stiga sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld en eftir að hafa náð fimmtán stiga forskoti í upphafi leiksins var sigurinn aldrei í hættu. 17. mars 2016 22:15 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Haukar og Þór Þorlákshöfn spila í kvöld fyrsta leik sinn í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta og er fyrsti leikurinn á heimavelli Hauka á Ásvöllum. Haukar hafa unnið átta síðustu leiki sína í Domino´s deildinni eða alla leiki síðan í lok janúar. Þar á meðal er sannfærandi 24 stiga sigur á Þór 26. febrúar. Haukarnir unnu annars báða leiki sína við Þór í vetur og það með samtals 42 stigum. Þórsliðið skoraði aðeins 66,0 stig að meðaltali í þessum tveimur leikjum. Lykilatriðið að þessum tveimur góðum sigurleikjum Haukaliðsins var án efa hversu vel þeim gekk að stoppa bandaríska bakvörðinn Vance Hall í liði Þórs. Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur eða minna en á móti nokkru öðru liði í deildinni. Hann hitti sem dæmi aðeins úr 3 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leikjunum tveimur. Þórsarar töpuðu þeim 70 mínútum sem Hall spilaði á móti Haukum með samtals 40 stigum en Hall var aðeins í mínus á móti tveimur öðrum liðum í deildinni eða KR (-16) og Keflavík (-10).Plús og mínus hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: FSu +42 ÍR +40 Tindastóll +32 Höttur +30 Njarðvík +23 Snæfell +22 Grindavík +1 Stjarnan +1 Keflavík -10 KR -16Haukar -40Stig í leik hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: Snæfell 32,0 FSu 30,5 Tindastóll 29,0 Stjarnan 27,0 Grindavík 27,0 Keflavík 22,5 ÍR 21,5 KR 21,5 Njarðvík 19,0 Höttur 17,0Haukar 15,5Framlag í leik hjá Vance Hall á móti liðum Domino´s-deildarinnar: Tindastóll 35,0 FSu 32,0 Snæfell 31,5 Stjarnan 26,0 Höttur 22,4 Grindavík 21,5 Keflavík 19,0 ÍR 19,0 Njarðvík 18,5 KR 15,0Haukar 14,5 Það segir líka sína sögu að Vance Hall skoraði 27 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Þórsliðið sló Hauka út í átta liða úrslitum Poweadebikarsins í janúar og hann var með 28 stig þegar Þórsliðið vann eins stiga sigur á Haukum í undanúrslitaleik Lengjubikarsins í októberbyrjun. Vance Hall hefur þannig skorað 27,5 stig að meðaltali í sigurleikjum Þórs á móti Haukum í vetur en aðeins 15,5 stig að meðtali í tapleikjunum. Hann er ennfremur með framlag upp á 28 í leik í sigrunum tveimur en aðeins 14,5 í tapleikjunum tveimur. Leikur Haukar og Þórs hefst klukkan 19.15 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og honum verður gerð góð skil í Körfuboltakvöldinu sem hefst strax á lokinni beinni útsendingu frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Helgi Már: Frábært að Ægir sé farinn til Spánar Helgi Már Magnússon segir KR-inga hafa sett tóninn fyrir það sem koma skal hjá meisturunum. 17. mars 2016 22:33 Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Getur einhver stöðvað KR? Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir þrjár af fjórum viðureignum í átta-liða úrslitum Domino’s-deildarinnar vera afar áhugaverðar. Fréttablaðið fékk Inga til að rýna í átta-liða úrslitin sem hefjast í kvöld. 17. mars 2016 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-100 | Stólarnir stálu heimavellinum Tindastóll vann sigur í Sláturhúsinu eftir spennandi leik þar sem Keflavík gafst aldrei upp. 17. mars 2016 21:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 85-67 | Sannfærandi hjá meisturunum KR setti tóninn strax í upphafi í 18 stiga sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld en eftir að hafa náð fimmtán stiga forskoti í upphafi leiksins var sigurinn aldrei í hættu. 17. mars 2016 22:15 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Helgi Már: Frábært að Ægir sé farinn til Spánar Helgi Már Magnússon segir KR-inga hafa sett tóninn fyrir það sem koma skal hjá meisturunum. 17. mars 2016 22:33
Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00
Getur einhver stöðvað KR? Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, segir þrjár af fjórum viðureignum í átta-liða úrslitum Domino’s-deildarinnar vera afar áhugaverðar. Fréttablaðið fékk Inga til að rýna í átta-liða úrslitin sem hefjast í kvöld. 17. mars 2016 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-100 | Stólarnir stálu heimavellinum Tindastóll vann sigur í Sláturhúsinu eftir spennandi leik þar sem Keflavík gafst aldrei upp. 17. mars 2016 21:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 85-67 | Sannfærandi hjá meisturunum KR setti tóninn strax í upphafi í 18 stiga sigri á Grindavík á heimavelli í kvöld en eftir að hafa náð fimmtán stiga forskoti í upphafi leiksins var sigurinn aldrei í hættu. 17. mars 2016 22:15