Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 18:30 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira