Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 18:30 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata gagnrýna að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa. Engin haldbær rök séu fyrir leyndinni en hún komi í veg fyrir eðlilegar umræður. Eftir hrun gömlu bankanna fengu slitabú þeirra nýju bankana Íslandsbanka og meirihluta Arion banka frá ríkinu upp í skuld en ríkið hélt eftir stærstum hluta Landsbankans. Með nýlegu samkomulagi stjórnvalda við slitabúin er Íslandsbanki kominn í hendur ríkisins og ríkið á enn 13 prósenta hlut í Arion. Þingmenn hafa um nokkurn tíma haft aðgang að gögnum sem varða færslu eignarhalds á nýju bönkunum í hendur slitabúanna í lokuðu herbergi á nefndarsviði Alþingis, þar sem aðeins einn þingmaður í einu má skoða gögnin sem bundin eru trúnaði. Þingmenn mega ekki afrita gögnin og ekki vitna í þau opinberlega en sín á milli kalla þingenn herbergið leyniherbergi. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir málið varða hundruð milljarða færslu á ríkiseignum. „Sem voru færðar yfir í þrotabú og lögum var breytt þannig að þrotabú gætu eignast banka, sem er ekki heimilt samkvæmt lögum. Við getum ekki afgreitt þetta að mínu áliti eins og átti að afgreiða Icesave, það er að segja það var sagt við okkur þingmenn á sínum tíma að það ætti að vera leynd yfir þeim samningum,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um ráðstöfun bankanna til slitabúanna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Guðlaugi Þór varðandi leyndina yfir skjölunum. Við skoðun gagnanna hefði hann þó hvorki rekist á samsæri eða landráð en til að fá álit sérfræðinga á gögnunum þurfi að aflétta leyndinni. „Ég legg því til að kröfur háttvirtra þingmanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Vigdísar Hauksdóttur verði teknar alvarlega og eins mikilli leynd verði svift af þessum gögnum og frekast er unnt. Að því leyti sem það er ekki mögulegt þarf að vera mjög skýrt hvers vegna og það þarf að vera svo skýrt að við háttvirtir þingmenn getum sammælst um það,“ sagði Helgi Hrafn.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira