Körfubolti

Ljóst hvaða lið mætast í umspili um sæti í Domino's deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason fær að spreyta í Domino's deildinni á næsta tímabili.
Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason fær að spreyta í Domino's deildinni á næsta tímabili. vísir/stefán
Lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld.

Þór Akureyri var þegar búinn að tryggja sér sigur í deildinni en þeir fengu bikarinn afhentan eftir öruggan sigur á ÍA, 107-74, fyrir norðan.

Skagamenn enduðu í 5. sæti deildarinnar og fara því í umspil um sæti í Domino's deildinni. Þar mætir ÍA Fjölni sem vann fjögurra stiga sigur, 89-85, á Skallagrími á heimavelli í kvöld.

Borgnesingar enduðu í 4. sæti og mæta liðinu í 3. sætinu, Val, í umspilinu. Valsmenn unnu Breiðablik í kvöld, 107-95.

Þá féll Ármann niður í 2. deild eftir 16 stiga tap, 67-83, fyrir KFÍ í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi fylgja Reyni Sandgerði niður um deild.

Umspil um sæti í Domino's deildinni:

Fjölnir (2.) - ÍA (5.)

Valur (3.) - Skallagrímur (4.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×