Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2016 14:54 Ásmundur veigrar sér ekki við að vekja máls á viðkvæmu máli, jafnvel þó það kosti að fjölmiðlar og "góða fólkið" rífi hann á hol. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að skoða þurfi af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þurfi mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. Þetta sagði hann í umræðu sem er undir dagskrárliðinum „Störf þingsins“ nú áðan. Ásmundur benti á að flóttamannastraumurinn til Evrópu væri stórkostlegt vandamál og Svíar sem og Danir hafi þurft að grípa til þess að takmarka komu flóttafólks yfir sín landamæri. „Verðum við að fara að ráðum Svía og Dana og takmarka aðgengi fólks til landsins eins og var áður en Schengen-samstarfið varð að veruleika?“ spurði þingmaðurinn. Og hélt svo áfram: „Það er mikilvægt að við skoðum það hvort að það sé nauðsynlegt á þessari stundu að hælisleitendum sé snúið við í Keflavík og þeir sendir aftur til síns heima. Ásmundur sagðist ekki vera slíkur maður að veigra sér við að taka erfiða umræðu. „Maður er rifinn í sig af góða fólkinu og fjölmiðlum ef maður þorir að opna munninn og hafa skoðun. Fólkið í landinu þorir ekki að hafa opinbera skoðun á þessum málum.“Tilefni orða þingmannsins eru hótanir hælisleitanda um að hann myndi kveikja í sér. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sótti maðurinn um hæli hér í janúar síðastliðnum og hefur umsókn hans þegar verið afgreitt. Málsmeðferðin tók sex vikur en stofnunin neitar að gefa upp hverjar málalyktir hefðu verið. Flóttamenn Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að skoða þurfi af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þurfi mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. Þetta sagði hann í umræðu sem er undir dagskrárliðinum „Störf þingsins“ nú áðan. Ásmundur benti á að flóttamannastraumurinn til Evrópu væri stórkostlegt vandamál og Svíar sem og Danir hafi þurft að grípa til þess að takmarka komu flóttafólks yfir sín landamæri. „Verðum við að fara að ráðum Svía og Dana og takmarka aðgengi fólks til landsins eins og var áður en Schengen-samstarfið varð að veruleika?“ spurði þingmaðurinn. Og hélt svo áfram: „Það er mikilvægt að við skoðum það hvort að það sé nauðsynlegt á þessari stundu að hælisleitendum sé snúið við í Keflavík og þeir sendir aftur til síns heima. Ásmundur sagðist ekki vera slíkur maður að veigra sér við að taka erfiða umræðu. „Maður er rifinn í sig af góða fólkinu og fjölmiðlum ef maður þorir að opna munninn og hafa skoðun. Fólkið í landinu þorir ekki að hafa opinbera skoðun á þessum málum.“Tilefni orða þingmannsins eru hótanir hælisleitanda um að hann myndi kveikja í sér. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sótti maðurinn um hæli hér í janúar síðastliðnum og hefur umsókn hans þegar verið afgreitt. Málsmeðferðin tók sex vikur en stofnunin neitar að gefa upp hverjar málalyktir hefðu verið.
Flóttamenn Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira