Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 31-27 | Eyjamenn upp í fjórða sætið Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 3. mars 2016 21:00 Kári Kristjánsson hjá ÍBV. Vísir/Vilhelm Eyjamenn unnu Framara nokkuð örugglega með fjórum mörkum úti í Eyjum í kvöld. ÍBV lyfti sér upp fyrir Framara með sigrinum í 4. sæti deildarinnar. ÍBV tók frábæran kafla í síðari hálfleik þar sem þeir skildu Framara eftir með sárt ennið en einungis einu marki munaði á liðunum þegar síðari hálfleikur hófst. Stóru menn liðanna voru fjarri góðu gamni en þá er ég að tala um risana tvo Magnús Stefánsson og Arnar Frey Arnarsson sem gátu ekki spilað í dag. Í byrjun leiksins skiptust liðin á að hafa forystuna og búist var við hörkuleik enda munaði einungis stigi á liðunum fyrir leikinn. Leikhlé Eyjamanna undir lok fyrri hálfleiks skilaði sér vel en liðið var einu marki undir. Eftir leikhléið skoruðu Eyjamenn þrjú mörk gegn einu frá gestunum og leiddu í hálfleik. Það gaf tóninn fyrir síðari hálfleikinn sem var í raun einstefna. ÍBV byrjaði af krafti og tók það Framara tæpar sjö mínútur að skora fyrsta markið í síðari hálfleik. Þá höfðu Eyjamenn skorað fjögur og voru hvergi nærri hættir. Með frábærum sóknarleik juku þeir muninn í sex mörk og hélst munurinn þannig í nokkurn tíma en sóknarleikur gestanna var ömurlegur á köflum. Mestur varð munurinn átta mörk þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka en Frömurum tókst aldeilis að saxa á forskotið áður en leik lauk. Lokatölur því 31-27 en Eyjamenn hafa því sætaskipti við Framara. Markaskor Eyjamanna hefur líklega aldrei dreifst jafn mikið en Agnar Smári Jónsson skoraði átta mörk og Grétar Þór Eyþórsson sjö. Hjá Fram var svipað uppi á teningnum en Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sjö mörk úr tíu skotum og Garðar B. Sigurjónsson sex úr sínum sjö skotum.Þorgrímur Smári Ólafsson: Búnir að vera fáránlega fokking lélegir „Þetta er grútfúlt, leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en við mættum ekki til leiks í seinni hálfleik,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta Framara, eftir tap úti í Eyjum. Sjálfur var Þorgrímur nokkuð góður í leiknum og gerði sjö mörk úr tíu skotum. „Við vorum einum manni færri í korter af síðari hálfleik, þeir gengu á lagið ÍBV og náðu sjö marka forystu.“ Framarar fengu sex tveggja mínútna brottvísanir í leiknum gegn þremur frá ÍBV. „Vörnin var mjög léleg en svo vorum við mikið einum manni færri og það segir sitt í handbolta að vera einum manni færri í langan tíma. Við fáum ódýrar fjórar mínútur á mig þar sem ég er að blóta sjálfum mér.“ „Þar er ég svekktur út í sjálfan mig að fá tvær mínútur fyrir lítið og saklaust brot, svo blóta ég sjálfum mér, horfi á bekkinn og segi „djöfullinn“ og fæ fjórar mínútur í staðinn fyrir það.“ „Þeir bjóða ekki upp á neitt passion, þú mátt aldrei segja neitt orð við þá. Þetta eru einu dómararnir á landinu sem þú mátt ekki segja staf við. Mér finnst þetta ömurlegt.“ Aðspurður hvort að honum hafi fundist halla á gestina í dómgæslu í leiknum svarar Þorgrímur því neitandi. „Nei, engan veginn. Þetta er handbolti og menn þurfa að fá að tjá sig, þetta er ekki sport þar sem mikilmennskubrjálæði sé eitthvað að dómurum eða eitthvað álíka. Þetta eru einu dómararnir á landinu sem enginn fær að segja orð við, við eigum bara að halda áfram og þegja.“ „Handbolti gengur út á passion, við erum í þessu útaf passion-i,“ segir Þorgrímur, en fyrir þá sem skilja ekki stakt orð í ensku þá þýðir passion, ástríða. Framarar detta úr heimaleikjasætinu með þessu tapi en Þorgrímur segir það ekki skipta neinu máli. „Það skiptir engu máli, við erum búnir að vera fáránlega fokking lélegir eftir áramót og við þurfum að finna sigurviljann aftur. Það er betra að taka taphrinuna núna heldur en í úrslitakeppninni.“Arnar Pétursson: Ég er mjög sáttur „Ég er mjög sáttur, ánægður með spilamennsku liðsins í dag og góðan sigur,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir flottan fjögurra marka sigur á Fram. „Eins og þetta spilaðist í síðari hálfleik, þar sem við vorum að spila vel, vorum mjög góðir og náðum flottu forskoti þarna. Ég sætti mig við þetta og mjög glaður með fjögurra marka sigur,“ sagði Arnar aðspurður því hvort hann hefði viljað hafa sigurinn stærri. Helsti munurinn á liðunum þegar ÍBV stakk af í síðari hálfleik að mati Arnars var að Eyjamenn spiluðu sig í mjög góð færi. „Við spiluðum okkur sóknarlega í mjög góð færi, við vorum skynsamir og boltinn fékk að ganga þangað til að við komumst í færin sem við viljum. Varnarlega heilt yfir vorum við mjög sterkir.“ Markaskorið dreifðist vel og lykilmenn skoruðu mikið af mörkum hjá ÍBV. „Þetta dreifðist vel í dag og það eru allir að skila sínu, glæsilegt hjá öllum.“ „Recovery á morgun, ætli við tökum ekki sigurfótbolta á laugardaginn og góða æfingu í kjölfarið svo förum við að fókusa strax á spútniklið Gróttu á fimmtudaginn hérna heima.“ Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Eyjamenn unnu Framara nokkuð örugglega með fjórum mörkum úti í Eyjum í kvöld. ÍBV lyfti sér upp fyrir Framara með sigrinum í 4. sæti deildarinnar. ÍBV tók frábæran kafla í síðari hálfleik þar sem þeir skildu Framara eftir með sárt ennið en einungis einu marki munaði á liðunum þegar síðari hálfleikur hófst. Stóru menn liðanna voru fjarri góðu gamni en þá er ég að tala um risana tvo Magnús Stefánsson og Arnar Frey Arnarsson sem gátu ekki spilað í dag. Í byrjun leiksins skiptust liðin á að hafa forystuna og búist var við hörkuleik enda munaði einungis stigi á liðunum fyrir leikinn. Leikhlé Eyjamanna undir lok fyrri hálfleiks skilaði sér vel en liðið var einu marki undir. Eftir leikhléið skoruðu Eyjamenn þrjú mörk gegn einu frá gestunum og leiddu í hálfleik. Það gaf tóninn fyrir síðari hálfleikinn sem var í raun einstefna. ÍBV byrjaði af krafti og tók það Framara tæpar sjö mínútur að skora fyrsta markið í síðari hálfleik. Þá höfðu Eyjamenn skorað fjögur og voru hvergi nærri hættir. Með frábærum sóknarleik juku þeir muninn í sex mörk og hélst munurinn þannig í nokkurn tíma en sóknarleikur gestanna var ömurlegur á köflum. Mestur varð munurinn átta mörk þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka en Frömurum tókst aldeilis að saxa á forskotið áður en leik lauk. Lokatölur því 31-27 en Eyjamenn hafa því sætaskipti við Framara. Markaskor Eyjamanna hefur líklega aldrei dreifst jafn mikið en Agnar Smári Jónsson skoraði átta mörk og Grétar Þór Eyþórsson sjö. Hjá Fram var svipað uppi á teningnum en Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sjö mörk úr tíu skotum og Garðar B. Sigurjónsson sex úr sínum sjö skotum.Þorgrímur Smári Ólafsson: Búnir að vera fáránlega fokking lélegir „Þetta er grútfúlt, leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en við mættum ekki til leiks í seinni hálfleik,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta Framara, eftir tap úti í Eyjum. Sjálfur var Þorgrímur nokkuð góður í leiknum og gerði sjö mörk úr tíu skotum. „Við vorum einum manni færri í korter af síðari hálfleik, þeir gengu á lagið ÍBV og náðu sjö marka forystu.“ Framarar fengu sex tveggja mínútna brottvísanir í leiknum gegn þremur frá ÍBV. „Vörnin var mjög léleg en svo vorum við mikið einum manni færri og það segir sitt í handbolta að vera einum manni færri í langan tíma. Við fáum ódýrar fjórar mínútur á mig þar sem ég er að blóta sjálfum mér.“ „Þar er ég svekktur út í sjálfan mig að fá tvær mínútur fyrir lítið og saklaust brot, svo blóta ég sjálfum mér, horfi á bekkinn og segi „djöfullinn“ og fæ fjórar mínútur í staðinn fyrir það.“ „Þeir bjóða ekki upp á neitt passion, þú mátt aldrei segja neitt orð við þá. Þetta eru einu dómararnir á landinu sem þú mátt ekki segja staf við. Mér finnst þetta ömurlegt.“ Aðspurður hvort að honum hafi fundist halla á gestina í dómgæslu í leiknum svarar Þorgrímur því neitandi. „Nei, engan veginn. Þetta er handbolti og menn þurfa að fá að tjá sig, þetta er ekki sport þar sem mikilmennskubrjálæði sé eitthvað að dómurum eða eitthvað álíka. Þetta eru einu dómararnir á landinu sem enginn fær að segja orð við, við eigum bara að halda áfram og þegja.“ „Handbolti gengur út á passion, við erum í þessu útaf passion-i,“ segir Þorgrímur, en fyrir þá sem skilja ekki stakt orð í ensku þá þýðir passion, ástríða. Framarar detta úr heimaleikjasætinu með þessu tapi en Þorgrímur segir það ekki skipta neinu máli. „Það skiptir engu máli, við erum búnir að vera fáránlega fokking lélegir eftir áramót og við þurfum að finna sigurviljann aftur. Það er betra að taka taphrinuna núna heldur en í úrslitakeppninni.“Arnar Pétursson: Ég er mjög sáttur „Ég er mjög sáttur, ánægður með spilamennsku liðsins í dag og góðan sigur,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir flottan fjögurra marka sigur á Fram. „Eins og þetta spilaðist í síðari hálfleik, þar sem við vorum að spila vel, vorum mjög góðir og náðum flottu forskoti þarna. Ég sætti mig við þetta og mjög glaður með fjögurra marka sigur,“ sagði Arnar aðspurður því hvort hann hefði viljað hafa sigurinn stærri. Helsti munurinn á liðunum þegar ÍBV stakk af í síðari hálfleik að mati Arnars var að Eyjamenn spiluðu sig í mjög góð færi. „Við spiluðum okkur sóknarlega í mjög góð færi, við vorum skynsamir og boltinn fékk að ganga þangað til að við komumst í færin sem við viljum. Varnarlega heilt yfir vorum við mjög sterkir.“ Markaskorið dreifðist vel og lykilmenn skoruðu mikið af mörkum hjá ÍBV. „Þetta dreifðist vel í dag og það eru allir að skila sínu, glæsilegt hjá öllum.“ „Recovery á morgun, ætli við tökum ekki sigurfótbolta á laugardaginn og góða æfingu í kjölfarið svo förum við að fókusa strax á spútniklið Gróttu á fimmtudaginn hérna heima.“
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira