Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 16:15 Guðjón Valur Sigurðsson vill helst íslenskan landsliðsþjálfara. vísir/valli Íslenska landsliðið í handbolta á fyrir höndum tvo vináttulandsleiki gegn Noregi í byrjun næsta mánaðar. Í júní bíða svo tveir umspilssleikir um sæti á HM 2017. Landsliðið er engu að síður enn þjálfaralaust eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu í byrjun febrúar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að þjálfari verður ráðinn í mars.Sjá einnig:„Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið“ „Það er mikilvægt núna að finna þjálfara og að hann setji upp hvernig liðið eigi að vera og hvernig hann sér framtíðina,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson um þjálfaramál landsliðsins í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Það þarf að ákveða hvernig framtíðin lítur út og hvaða leið við viljum fara og taka. Leikirnir koma, það er klárt mál. Þeir verða í júní og þeir skipta gríðarlega miklu máli. Við þurfum bara að vita hvaða mannskap við förum með inn í þá.“Geir Sveinsson og Kristján Arason eru orðaðir við starfið.VísirFleiri sem koma til grenia Fyrirliðinn kveðst ekki ósáttur við að þjálfaraleitin hafi nú tekið rúman mánuð. Hann fagnar því að menn flýti sér hægt. „Ég er ánægður með að það sé ekki ráðist bara á næsta mann og ef hann svo vill það ekki þá er það bara næsti eða næsti eða næsti. Það hefur gerst áður,“ sagði Guðjón valur. „Það er verið að skoða hvaða möguleika sambandið hefur. Það er að líta á hverjir eru hæfastir og ég vona svo sannarlega að þeir meti menn rétt og finni réttan þjálfara fyrir liðið. Það er ekki í mínum höndum sem leikmaður heldur er það í höndum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra HSÍ. Ég veit að þeir eru að vinna sína vinnu og við sjáum til hvað kemur út úr því.“ Geir Sveinsson og Kristján Arason hafa verið orðaðir við starfið. Guðjón Valur vill ekki segja hvort hann vilji annan hvorn þeirra. „Þeir eru stór nöfn í íslenskum handbolta en ég ætla ekki að segja að mér lítist betur á annan betur en hinn. Það eru ekki bara þeir tveir sem koma til greina en að sjálfsögðu koma þeir til greina fyrst þeir eru á lausu,“ sagði hann. „Það eru fleiri eins og Óskar Bjarni Óskarsson sem vann með okkur í mörg ár. Hann hefur lýst yfir áhuga. Óli Stef líka ef hann hefur áhuga. Það eru ekki bara þessir tveir heldur fleiri sem koma til greina.“Guðmundur B. Ólafsson þarf að finna arftaka Arons Kristjánssonar.Vísir/VilhelmVerður að flytja til Íslands HSÍ útilokar ekki að ráða erlendan landsliðsþjálfara og gaf það út fyrir þjálfaraleitina að fjármagn yrði fundið til að ganga frá slíku væri spennandi kostur á lausu. „Nú þarf ég að passa rosalega hvað ég segi,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvort hann vill sjá erlendan mann í starfið. „Ef ég á að tala frá hjartanu þá segi ég nei. Kannski ef þú tekur erlendan þjálfara sem flytur heim til Íslands og verður heima.“ „Það sem skiptir máli núna er að búa til það sem við höfum verið að gera með afrekshópinn. Það þarf að halda þeirri vinnu og strúktúr áfram til að við getum fengið þá leikmenn sem við viljum fá inn í landsliðið.“ Guðjón Valur hefur áhyggjur af því að erlendur þjálfari myndi ekki sinna þeirri vinnu sem þarf til hér heima til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. „Það er mjög slæmt ef erlendur þjálfari er ráðinn sem horfir öðru hverju á deildina heima en velur svo bara sitt lið og skiptir sér ekkert af yngri liðunum. Þess vegna vil ég helst hafa Íslending sem þjálfara sem er með rauðan þráð í gegnum A-landsliðið og niður í 16 ára landsliðið,“ sagði Guðjón Valur. „Mér finnst bara ólíklegt að það finnist erlendur þjálfari sem sé tilbúinn að flytja heim og gera þetta. Þess vegna vil ég frekar Íslending sem landsliðsþjálfara,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta á fyrir höndum tvo vináttulandsleiki gegn Noregi í byrjun næsta mánaðar. Í júní bíða svo tveir umspilssleikir um sæti á HM 2017. Landsliðið er engu að síður enn þjálfaralaust eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu í byrjun febrúar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að þjálfari verður ráðinn í mars.Sjá einnig:„Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið“ „Það er mikilvægt núna að finna þjálfara og að hann setji upp hvernig liðið eigi að vera og hvernig hann sér framtíðina,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson um þjálfaramál landsliðsins í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Það þarf að ákveða hvernig framtíðin lítur út og hvaða leið við viljum fara og taka. Leikirnir koma, það er klárt mál. Þeir verða í júní og þeir skipta gríðarlega miklu máli. Við þurfum bara að vita hvaða mannskap við förum með inn í þá.“Geir Sveinsson og Kristján Arason eru orðaðir við starfið.VísirFleiri sem koma til grenia Fyrirliðinn kveðst ekki ósáttur við að þjálfaraleitin hafi nú tekið rúman mánuð. Hann fagnar því að menn flýti sér hægt. „Ég er ánægður með að það sé ekki ráðist bara á næsta mann og ef hann svo vill það ekki þá er það bara næsti eða næsti eða næsti. Það hefur gerst áður,“ sagði Guðjón valur. „Það er verið að skoða hvaða möguleika sambandið hefur. Það er að líta á hverjir eru hæfastir og ég vona svo sannarlega að þeir meti menn rétt og finni réttan þjálfara fyrir liðið. Það er ekki í mínum höndum sem leikmaður heldur er það í höndum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra HSÍ. Ég veit að þeir eru að vinna sína vinnu og við sjáum til hvað kemur út úr því.“ Geir Sveinsson og Kristján Arason hafa verið orðaðir við starfið. Guðjón Valur vill ekki segja hvort hann vilji annan hvorn þeirra. „Þeir eru stór nöfn í íslenskum handbolta en ég ætla ekki að segja að mér lítist betur á annan betur en hinn. Það eru ekki bara þeir tveir sem koma til greina en að sjálfsögðu koma þeir til greina fyrst þeir eru á lausu,“ sagði hann. „Það eru fleiri eins og Óskar Bjarni Óskarsson sem vann með okkur í mörg ár. Hann hefur lýst yfir áhuga. Óli Stef líka ef hann hefur áhuga. Það eru ekki bara þessir tveir heldur fleiri sem koma til greina.“Guðmundur B. Ólafsson þarf að finna arftaka Arons Kristjánssonar.Vísir/VilhelmVerður að flytja til Íslands HSÍ útilokar ekki að ráða erlendan landsliðsþjálfara og gaf það út fyrir þjálfaraleitina að fjármagn yrði fundið til að ganga frá slíku væri spennandi kostur á lausu. „Nú þarf ég að passa rosalega hvað ég segi,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvort hann vill sjá erlendan mann í starfið. „Ef ég á að tala frá hjartanu þá segi ég nei. Kannski ef þú tekur erlendan þjálfara sem flytur heim til Íslands og verður heima.“ „Það sem skiptir máli núna er að búa til það sem við höfum verið að gera með afrekshópinn. Það þarf að halda þeirri vinnu og strúktúr áfram til að við getum fengið þá leikmenn sem við viljum fá inn í landsliðið.“ Guðjón Valur hefur áhyggjur af því að erlendur þjálfari myndi ekki sinna þeirri vinnu sem þarf til hér heima til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. „Það er mjög slæmt ef erlendur þjálfari er ráðinn sem horfir öðru hverju á deildina heima en velur svo bara sitt lið og skiptir sér ekkert af yngri liðunum. Þess vegna vil ég helst hafa Íslending sem þjálfara sem er með rauðan þráð í gegnum A-landsliðið og niður í 16 ára landsliðið,“ sagði Guðjón Valur. „Mér finnst bara ólíklegt að það finnist erlendur þjálfari sem sé tilbúinn að flytja heim og gera þetta. Þess vegna vil ég frekar Íslending sem landsliðsþjálfara,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira