Leifur og Sigmundur: Það leikur sér enginn að því að dæma tæknivillu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2016 10:00 „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og öll jákvæð. Þetta kom í raun miklu betur út en ég þorði að vona,“ segir Sigmundur Már Herbertsson, körfuboltadómari, um leikinn fræga þar sem hann og kollegar hans voru með hljóðnema á sér í Dominos-deild karla. Sigmundur, Leifur Sigfinnur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson samþykktur að vera með hljóðnema á sér í leik Keflavíkur og Tindastós í Dominos-deildinni á dögunum. Þjálfarar liðanna voru einnig með hljóðnema og úr varð mjög skemmtileg innsýn inn í heim körfuboltadómaranna. Þeir segjst aðeins hafa fundið fyrir því að þeir væru með hljóðnema á sér til að byrja með en fljótt gleymdist það í hita leiksins. „Maður fékk eitthvað tæki á brækunar sem var svo tengt á svipaðan stað og flautan hangir hvort sem er. Maður var búinn að gleyma þessu þegar leikurinn var kominn í gang. Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegt,“ segir Leifur og Sigmundur tekur undir það: „Í upphitun fann maður fyrir þessu en svo var eins og þetta væri ekki á staðnum því maður getur aldrei leikið neinn annan en maður er. Ég vissi ekki af þessu og þjálfararnir voru líka eins og vanalega.“Eins og sjá má í innslaginu eru dómararnir í stöðugum samskiptum við leikmenn. Sigmundur var nú líka í því að halda mönnum á tánum í leiknum eins og sást þegar hann róaði Myron Dempsey, leikmann Tindastóls, á vítalínunni. „Það eru miklar pælingar í dómgæslunni og í henni eru samskipti allt. Þetta byggir á samskiptum og við erum í samskiptum við leikmenn og þjálfara og reynum að koma í veg fyrir að menn brjóti af sér. Það er best að þurfa ekki að dæma neitt,“ segir Leifur og Sigmundur bætir við: „Stór hluti af körfuboltadómgæslu og allri dómgæslu eru samskipti. Þau verða að vera góð og maður verður að vanda sig. Í undirbúningi fyrir leik verður maður að undirbúa sig fyrir hvern maður er að fara að tala við. Þetta þarf að vanda mjög vel og þetta tókst ágætlega í þessum leik.“ Leifur dæmdi tæknivillu á Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur, í leiknum sem hvorki hann né þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, voru sérstaklega ánægðir með. „Við gleymum því stundum að tæknivilla er eins nánast eins og gult spjald. Þetta er bara eitt vítaskot og svo heldur leikurinn áfram. Það leikur sér enginn að því að gefa einhverjar tæknivillur. Þetta er nú vanalega uppsafnað. Menn þurfa að sýna háttvísi, en við reynum að hjálpa leikmönnum svo þeir brjóti ekki af sér,“ segir Leifur Garðarsson. Allt viðtalið við dómarana má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
„Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og öll jákvæð. Þetta kom í raun miklu betur út en ég þorði að vona,“ segir Sigmundur Már Herbertsson, körfuboltadómari, um leikinn fræga þar sem hann og kollegar hans voru með hljóðnema á sér í Dominos-deild karla. Sigmundur, Leifur Sigfinnur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson samþykktur að vera með hljóðnema á sér í leik Keflavíkur og Tindastós í Dominos-deildinni á dögunum. Þjálfarar liðanna voru einnig með hljóðnema og úr varð mjög skemmtileg innsýn inn í heim körfuboltadómaranna. Þeir segjst aðeins hafa fundið fyrir því að þeir væru með hljóðnema á sér til að byrja með en fljótt gleymdist það í hita leiksins. „Maður fékk eitthvað tæki á brækunar sem var svo tengt á svipaðan stað og flautan hangir hvort sem er. Maður var búinn að gleyma þessu þegar leikurinn var kominn í gang. Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegt,“ segir Leifur og Sigmundur tekur undir það: „Í upphitun fann maður fyrir þessu en svo var eins og þetta væri ekki á staðnum því maður getur aldrei leikið neinn annan en maður er. Ég vissi ekki af þessu og þjálfararnir voru líka eins og vanalega.“Eins og sjá má í innslaginu eru dómararnir í stöðugum samskiptum við leikmenn. Sigmundur var nú líka í því að halda mönnum á tánum í leiknum eins og sást þegar hann róaði Myron Dempsey, leikmann Tindastóls, á vítalínunni. „Það eru miklar pælingar í dómgæslunni og í henni eru samskipti allt. Þetta byggir á samskiptum og við erum í samskiptum við leikmenn og þjálfara og reynum að koma í veg fyrir að menn brjóti af sér. Það er best að þurfa ekki að dæma neitt,“ segir Leifur og Sigmundur bætir við: „Stór hluti af körfuboltadómgæslu og allri dómgæslu eru samskipti. Þau verða að vera góð og maður verður að vanda sig. Í undirbúningi fyrir leik verður maður að undirbúa sig fyrir hvern maður er að fara að tala við. Þetta þarf að vanda mjög vel og þetta tókst ágætlega í þessum leik.“ Leifur dæmdi tæknivillu á Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur, í leiknum sem hvorki hann né þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, voru sérstaklega ánægðir með. „Við gleymum því stundum að tæknivilla er eins nánast eins og gult spjald. Þetta er bara eitt vítaskot og svo heldur leikurinn áfram. Það leikur sér enginn að því að gefa einhverjar tæknivillur. Þetta er nú vanalega uppsafnað. Menn þurfa að sýna háttvísi, en við reynum að hjálpa leikmönnum svo þeir brjóti ekki af sér,“ segir Leifur Garðarsson. Allt viðtalið við dómarana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00
Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30
Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Teitur Örlygsson stýrði Njarðvík á móti Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar og sýndi af hverju hann er talinn besti þjálfari í leik á Íslandi. 8. mars 2016 13:30