Körfubolti

Bonneau tilbúinn og verður með á morgun | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stefan Bonneau í leik með Njarðvík.
Stefan Bonneau í leik með Njarðvík. vísir/vilhelm
„Dugnaður og trú gera kraftaverk. 4-5 klukkutímar á dag, mánuð eftir mánuð skila árangri,“ skrifar Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, á Twitter í kvöld.

Með þessu tísti hengir hann við myndband af Bandaríkjamanninum Stefan Bonneau troða.

Bonneau sló í gegn á síðustu leiktíð en hefur ekkert leikið í vetur þar sem hann sleit hásin fyrir leiktíðina.

Hann hefur þó verið í Njarðvík í allan vetur. Fylgt liðinu á milli þess sem hann byggir sig upp. Ekki er annað að sjá á þessu myndbandi en að leikmaðurinn sé tilbúinn og það gæti breytt miklu í úrslitakeppninni að fá hann í gang.

Hann æfði með liðinu í kvöld og samkvæmt heimildum Vísis verður hann með liðinu gegn Grindavík á morgun. Haukur Helgi Pálsson er einnig búinn að jafna sig af sínum meiðslum og spilar líka samkvæmt sömu heimildum.

Njarðvík hefur síðan staðfest þessar heimildir Vísis eins og sjá má hér að neðan.

Á morgun, fimmtudaginn 10. mars munu strákarnir okkar leika sinn síðasta leik fyrir úrslitakeppnina, þegar liðið heldur...

Posted by Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur on Wednesday, March 9, 2016

Tengdar fréttir

Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur

Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×