Körfubolti

Af hverju braut ÍR ekki?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær.

Þegar 33 sekúndur voru eftir var Njarðvík fimm stigum yfir, 81-76, gegn Njarðvík á útivelli. Njarðvík var með boltann og ákvað ÍR ekki að brjóta á þeim og þetta voru strákarnir í settinu ekki ánægðir með.

„Afhverju reyna þeir ekki einu sinni að pressa boltann?" spurði Kristinn Friðriksson og Hermann Hauksson bætti við:

„Þeir eru bara að hjálpa hinu liðinu að landa sigrinum."

Kjartan Atli þáttastjórnandi spurði svo strákana hvort að þetta væri taktísk mistök.

„Algjörlega," sagði Hermann Hauksson og Kristinn bætti við: „Þú getur kallað þetta allskonar mistök, en eru svo mikil mistök að hálfa væri nóg. Þeir áttu breik í þennan leik, en ekki með þessari taktík."

Myndbandið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×