Ég styð Vigfús Bjarna Albertsson til forseta Tolli skrifar 23. febrúar 2016 11:58 Þegar komið var til mín fyrir nokkru og ég spurður hvort ég væri til í að skora á Vigfús að bjóða sig fram til forseta Íslands svaraði ég játandi án þess að þurfa að hugsa mig lengi um. Það sem mér finnst Vigfús hafa umfram aðra sem stigið hafa fram til þessa hlutverks er að hann getur staðið undir því að vera maður sáttar og sameiningar og það er einmitt það sem að við höfum verið að bíða eftir í all langan tíma, að finna einhvern farveg fyrir þjóðina sem gæti heilað hana eftir áföll liðinna ára, því það er öllum ljóst að það ríkir mikið ójafnvægi í þjóðarsálinni og stöðugt er alið á gremju og ótta og margir búa til í haginn fyrir sig og sína með því að ala á þessum sorta. Að við fengjum forseta sem er jafnmikill umhverfissinni gagnvart náttúru landsins og landslagi hugans og er læs á hvort tveggja er mikið happ fyrir okkur fólkið í landinu. Ég get ekki sagt að ég sé gjörkunnugur Vigfúsi en hann heimsótti mig á sjúkrabeðið þegar ég var að koma úr krabbameinsaðgerðinni í fyrra sumar, ég hef setið námskeið sem hann hefur verið leiðbeinandi á og svo höfum við rætt málin yfir góðum málsverð og mín reynsla er sú að þarna finn ég mann sem er uppfullur af velvild og kærleik gagnvart sínu samferðafólki, greindur og víðsýnn er hann og fínn húmoristi. Hann er sem hann talar, maður orða sinna og traustur og treysti ég honum til að takast á við hvaða verkefni sem er, félagsleg sem pólitísk á hvaða vettvangi sem er og þegar ég segi pólitísk þá er ég ekki að vísa til þess að við Vigfús séum reglubræður í einhverju pólitísku ritúali, satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvar Vigfús er í pólitík. Það sem ristir dýpra en öll póltík í fari hans er að hann er maður kærleikans og sá sem hefur kærleika og velvild sem nálina í sínum pólitíska áttavita villist ekki, svo ég er tilbúin að styðja hann alla leið. Ekki er Vigfús maður einsamall en hann er umvafinn fallegri fjölskyldu þar sem hann er giftur henni Valdísi Ösp Ívarsdóttur og eiga þau saman þrjú yndisleg börn. Ef eitthvað er þá finnst mér ég geta sagt að ég þekki Valdísi betur en Vigfús og finnst mér hún hafa slíka mannkosti að ef hún hefði gefið kost á sér til embættis forsetans þá væri erfitt fyrir mig að velja á milli hennar og Vigfúsar en sem betur fer þarf þess ekki því ef allt gengur upp á verður þessi fjölskylda fyrir okkur á Bessastöðum næstu fjögur árin. Megi svo verða. Ást og friður. Tolli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þegar komið var til mín fyrir nokkru og ég spurður hvort ég væri til í að skora á Vigfús að bjóða sig fram til forseta Íslands svaraði ég játandi án þess að þurfa að hugsa mig lengi um. Það sem mér finnst Vigfús hafa umfram aðra sem stigið hafa fram til þessa hlutverks er að hann getur staðið undir því að vera maður sáttar og sameiningar og það er einmitt það sem að við höfum verið að bíða eftir í all langan tíma, að finna einhvern farveg fyrir þjóðina sem gæti heilað hana eftir áföll liðinna ára, því það er öllum ljóst að það ríkir mikið ójafnvægi í þjóðarsálinni og stöðugt er alið á gremju og ótta og margir búa til í haginn fyrir sig og sína með því að ala á þessum sorta. Að við fengjum forseta sem er jafnmikill umhverfissinni gagnvart náttúru landsins og landslagi hugans og er læs á hvort tveggja er mikið happ fyrir okkur fólkið í landinu. Ég get ekki sagt að ég sé gjörkunnugur Vigfúsi en hann heimsótti mig á sjúkrabeðið þegar ég var að koma úr krabbameinsaðgerðinni í fyrra sumar, ég hef setið námskeið sem hann hefur verið leiðbeinandi á og svo höfum við rætt málin yfir góðum málsverð og mín reynsla er sú að þarna finn ég mann sem er uppfullur af velvild og kærleik gagnvart sínu samferðafólki, greindur og víðsýnn er hann og fínn húmoristi. Hann er sem hann talar, maður orða sinna og traustur og treysti ég honum til að takast á við hvaða verkefni sem er, félagsleg sem pólitísk á hvaða vettvangi sem er og þegar ég segi pólitísk þá er ég ekki að vísa til þess að við Vigfús séum reglubræður í einhverju pólitísku ritúali, satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvar Vigfús er í pólitík. Það sem ristir dýpra en öll póltík í fari hans er að hann er maður kærleikans og sá sem hefur kærleika og velvild sem nálina í sínum pólitíska áttavita villist ekki, svo ég er tilbúin að styðja hann alla leið. Ekki er Vigfús maður einsamall en hann er umvafinn fallegri fjölskyldu þar sem hann er giftur henni Valdísi Ösp Ívarsdóttur og eiga þau saman þrjú yndisleg börn. Ef eitthvað er þá finnst mér ég geta sagt að ég þekki Valdísi betur en Vigfús og finnst mér hún hafa slíka mannkosti að ef hún hefði gefið kost á sér til embættis forsetans þá væri erfitt fyrir mig að velja á milli hennar og Vigfúsar en sem betur fer þarf þess ekki því ef allt gengur upp á verður þessi fjölskylda fyrir okkur á Bessastöðum næstu fjögur árin. Megi svo verða. Ást og friður. Tolli
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar