Alþýðusambandið lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Svavar Hávarðsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Halldór Grönvold Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. Flutningsmenn frumvarpsins voru fulltrúar allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins, en málið er frá Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, komið. Þar er að meginefni lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjaldþrota. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, heldur á penna og segir að framtak flutningsmannanna veki athygli á þeirri staðreynd að Ragnheiður Elín, sem fer með málaflokkinn, „hefur þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ekki aðeins látið hjá líða að gera nokkuð til að sporna við þeirri samfélagslegu meinsemd sem kennitöluflakkið er heldur hreinlega lagst gegn öllum hugmyndum í þeim efnum.“Ragnheiður Elín ÁrnadóttirTilefni skrifanna er viðtal við ráðherra í kvöldfréttum RÚV. Þar sagði ráðherra að frumvarp Karls væri íþyngjandi, ekki síst fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar „sem menn þurfa oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur“. Halldór gerir kröfu um að Ragnheiður Elín skýri orð sín og vísar í greinargerð ASÍ um kennitöluflakk þar sem gerð er grein fyrir hversu mikil meinsemd kennitöluflakk er, og hversu einbeittur brotavilji margra er með tilheyrandi stórskaða fyrir samfélagið. Karl segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að litið hafi verið til ákveðinna hluta í lagasetningu nágrannaríkja þegar frumvarpið var skrifað, en þar hafa verið settar í lög takmarkanir sem svipar til þeirra sem frumvarpið fjallar um. Aðallega hafi þó verið horft til hugmynda ASÍ til að berjast gegn kennitöluflakki. Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. Flutningsmenn frumvarpsins voru fulltrúar allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins, en málið er frá Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, komið. Þar er að meginefni lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjaldþrota. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, heldur á penna og segir að framtak flutningsmannanna veki athygli á þeirri staðreynd að Ragnheiður Elín, sem fer með málaflokkinn, „hefur þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ekki aðeins látið hjá líða að gera nokkuð til að sporna við þeirri samfélagslegu meinsemd sem kennitöluflakkið er heldur hreinlega lagst gegn öllum hugmyndum í þeim efnum.“Ragnheiður Elín ÁrnadóttirTilefni skrifanna er viðtal við ráðherra í kvöldfréttum RÚV. Þar sagði ráðherra að frumvarp Karls væri íþyngjandi, ekki síst fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar „sem menn þurfa oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur“. Halldór gerir kröfu um að Ragnheiður Elín skýri orð sín og vísar í greinargerð ASÍ um kennitöluflakk þar sem gerð er grein fyrir hversu mikil meinsemd kennitöluflakk er, og hversu einbeittur brotavilji margra er með tilheyrandi stórskaða fyrir samfélagið. Karl segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að litið hafi verið til ákveðinna hluta í lagasetningu nágrannaríkja þegar frumvarpið var skrifað, en þar hafa verið settar í lög takmarkanir sem svipar til þeirra sem frumvarpið fjallar um. Aðallega hafi þó verið horft til hugmynda ASÍ til að berjast gegn kennitöluflakki.
Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira