Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 08:24 Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að hann hefði aldrei hafið hvalveiðar á ný ef hann hefði vitað af rannsóknaraðferðum Japana, sem hafi verið fyrirtækinu Þrándur í Götu undanfarin ár.Þetta segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Þar er haft eftir honum að aðferðirnar sem Japanir beiti við efnagreiningar á hvalaafurðum séu rúmlega fjörutíu ára gamlar og hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Hvalveiðum fyrirtækisins sé sjálfhætt ef Japnir taki ekki upp aðrar rannsóknarafurðir. „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hvalveiðarnar 2009, eftir tuttugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur,“ segir Kristján við Morgunblaðið. Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um Hval hf. segir meðal annars að ársreikningar fyrirtækisins sýni tap upp á rúman einn og hálfan milljarð á liðnum árum þrátt fyrir að Kristján hafi ítrekað sagt hvalveiðar standa undir sér fjárhagslega. Japan hefur í áraraðir verið eini markaður Hvals hf. fyrir langreyðarkjöt. Hvalveiðar Tengdar fréttir Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40 Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27 Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að hann hefði aldrei hafið hvalveiðar á ný ef hann hefði vitað af rannsóknaraðferðum Japana, sem hafi verið fyrirtækinu Þrándur í Götu undanfarin ár.Þetta segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Þar er haft eftir honum að aðferðirnar sem Japanir beiti við efnagreiningar á hvalaafurðum séu rúmlega fjörutíu ára gamlar og hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Hvalveiðum fyrirtækisins sé sjálfhætt ef Japnir taki ekki upp aðrar rannsóknarafurðir. „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hvalveiðarnar 2009, eftir tuttugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur,“ segir Kristján við Morgunblaðið. Hvalveiðar fyrirtækis Kristjáns, sem er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár, hafa verið í meira lagi umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þær.Í nýlegri umfjöllun Stundarinnar um Hval hf. segir meðal annars að ársreikningar fyrirtækisins sýni tap upp á rúman einn og hálfan milljarð á liðnum árum þrátt fyrir að Kristján hafi ítrekað sagt hvalveiðar standa undir sér fjárhagslega. Japan hefur í áraraðir verið eini markaður Hvals hf. fyrir langreyðarkjöt.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40 Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00 Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27 Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50 Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og formaður utanríkisnefndar eru sammála um að afstaða Bandaríkjamanna til hvalveiða og pólitískur þrýstingur vegna þeirra hafi ekki eitrað samskipti þjóðanna. 23. mars 2015 12:40
Segja Kristján Loftsson ögra alþjóðasamfélaginu með annarri Japansferð Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn segir að víðast hvar sé litið á milliríkjaverslun með hvalkjöt sem ólöglega verslun 19. maí 2015 07:00
Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Kristján Loftsson gefur lítið fyrir málstað þeirra sem eru á móti hvalveiðum og segist ekki sjá að veiðarnar skaði ímynd Íslands út á við. 9. júní 2015 10:27
Vilja vita hvaða áhrif hvalveiðar hafa haft á samskipti við Bandaríkin Níu þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa óskað eftir skýrslu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 14. október 2015 08:50
Elín Hirst segir hvalaskoðun mikilvægari atvinnugrein en hvalveiðar Telur veiðarnar standa Íslendingum fyrir þrifum. 22. júlí 2015 09:10