Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 12:46 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira