Elín Jóna: Skrítið að mæta Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2016 14:00 Elín Jóna hefur átt afbragðs tímabil í Hafnarfirðinum. vísir/stefán Markvörðurinn efnilegi, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, verður í sérstakri stöðu í kvöld þegar Haukar mæta Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Elín Jóna er uppalinn hjá Gróttu en var lánuð til Hauka fyrir tímabilið. Hún mætir því „sínu liði“, sem hún er samningsbundin, í kvöld. Elín Jóna viðurkennir að þetta sé ekki óskastaða. „Þetta leggst ágætlega í mig þótt það hafi ekki verið það skemmtilegasta að sjá Hauka og Gróttu dragast saman. En maður verður bara að gíra sig upp í leikinn og mæta 100% klár í hann,“ sagði Elín Jóna í samtali við Vísi í hádeginu. „Þetta verður smá stressandi en samt bara skemmtilegt. Auðvitað er skrítið að mæta Gróttu, ég er búinn að vera í félaginu í meira en 10 ár,“ bætti markvörðurinn við. Elín Jóna, sem er 19 ára gömul, hefur fundið sig vel með Haukum og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Alfreð Örn Finnson, þjálfari Vals, gekk svo langt að segja að Elín Jóna hafi verið lykilinn að velgengni Haukanna þegar hann var beðinn um að spá í undanúrslitaleikina í Fréttablaðinu í dag.Elín Jóna mætir Gróttu öðru sinni í kvöld.vísir/stefánHaukar og Grótta hafa mæst einu sinni í vetur, þann 7. nóvember í Olís-deildinni. Þeim leik lyktaði með 21-21 jafntefli og Elín segist hafa fundið sig ágætlega í þeim leik. „Þetta gekk nokkuð vel þótt manni finnist maður alltaf eiga eitthvað inni,“ sagði Elín Jóna sem getur orðið bikarmeistari annað árið í röð. Hún kom inn á undir lokin þegar Grótta rústaði Val, 29-14, í úrslitaleiknum í fyrra og gerði sér lítið fyrir og varði sex af þeim sjö skotum sem hún fékk á sig. Elín Jóna hefur fulla trú á að Haukar geti lagt Íslands- og bikarmeistara Gróttu að velli og komist í úrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað, annars værum við ekki í þessu. Við gætum alveg eins verið heima og horft á leikinn í sjónvarpinu. Við höfum 100% trú á að við getum unnið þær,“ sagði Elín Jóna ákveðin að lokum.Leikur Gróttu og Hauka hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Markvörðurinn efnilegi, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, verður í sérstakri stöðu í kvöld þegar Haukar mæta Gróttu í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta. Elín Jóna er uppalinn hjá Gróttu en var lánuð til Hauka fyrir tímabilið. Hún mætir því „sínu liði“, sem hún er samningsbundin, í kvöld. Elín Jóna viðurkennir að þetta sé ekki óskastaða. „Þetta leggst ágætlega í mig þótt það hafi ekki verið það skemmtilegasta að sjá Hauka og Gróttu dragast saman. En maður verður bara að gíra sig upp í leikinn og mæta 100% klár í hann,“ sagði Elín Jóna í samtali við Vísi í hádeginu. „Þetta verður smá stressandi en samt bara skemmtilegt. Auðvitað er skrítið að mæta Gróttu, ég er búinn að vera í félaginu í meira en 10 ár,“ bætti markvörðurinn við. Elín Jóna, sem er 19 ára gömul, hefur fundið sig vel með Haukum og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Alfreð Örn Finnson, þjálfari Vals, gekk svo langt að segja að Elín Jóna hafi verið lykilinn að velgengni Haukanna þegar hann var beðinn um að spá í undanúrslitaleikina í Fréttablaðinu í dag.Elín Jóna mætir Gróttu öðru sinni í kvöld.vísir/stefánHaukar og Grótta hafa mæst einu sinni í vetur, þann 7. nóvember í Olís-deildinni. Þeim leik lyktaði með 21-21 jafntefli og Elín segist hafa fundið sig ágætlega í þeim leik. „Þetta gekk nokkuð vel þótt manni finnist maður alltaf eiga eitthvað inni,“ sagði Elín Jóna sem getur orðið bikarmeistari annað árið í röð. Hún kom inn á undir lokin þegar Grótta rústaði Val, 29-14, í úrslitaleiknum í fyrra og gerði sér lítið fyrir og varði sex af þeim sjö skotum sem hún fékk á sig. Elín Jóna hefur fulla trú á að Haukar geti lagt Íslands- og bikarmeistara Gróttu að velli og komist í úrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað, annars værum við ekki í þessu. Við gætum alveg eins verið heima og horft á leikinn í sjónvarpinu. Við höfum 100% trú á að við getum unnið þær,“ sagði Elín Jóna ákveðin að lokum.Leikur Gróttu og Hauka hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira