Grótta klárar dæmið í Höllinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. febrúar 2016 06:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í lykilhlutverki í Gróttu. Vísir Fjórða árið í röð verður notast við svokallað „Final 4“-fyrirkomulag í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir hafa farið fram sömu helgina síðan 2013 og hefur þetta fyrirkomulag algjörlega slegið í gegn. Úrslitahelgin hefst í dag með undanúrslitaleikjum í Coca Cola-bikar kvenna. Klukkan 17.15 eigast við Stjarnan og Fylkir og svo klukkan 19.30 er komið að stórleik tveggja efstu liða Olís-deildar kvenna; Gróttu og Hauka. Sigurvegararnir mætast í bikarúrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn. Fréttablaðið fékk Alfreð Örn Finnsson, þjálfara Vals, til að spá í spilin. Alfreð hefur mætt öllum liðunum á tímabilinu, sumum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.Stress að vera í Höllinni Alfreð Örn hefur meiri trú á Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Fylki þar sem mætast liðin í sjötta og áttunda sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst tvívegis á leiktíðinni og Stjarnan unnið í bæði skiptin. Stjarnan vann átta marka sigur á heimavelli, 30-22, og þriggja marka sigur í Árbænum í seinni leik liðanna í deildinni, 26-23. „Ég hef alveg trú á að Fylkir geti komið á óvart en ég spái Stjörnunni sigri því það er reynslumeira lið,“ segir Alfreð Örn. Fylkir hefur ekki komist í Höllina síðan liðið spilaði óvænt úrslitaleikinn á móti Stjörnunni 2008 en Stjarnan hafði þá betur. „Það væri bara styrkur fyrir Fylki að halda þessu í jöfnum leik. Ég held að Stjarnan verði með þetta allan leikinn og stressið verði of mikið fyrir Fylki í Höllinni. Fylkisstúlkur unnu samt ÍBV um daginn sem veitir mér meiri bjartsýni fyrir þeirra hönd. Ég hef verið að bíða eftir þessum kafla hjá þeim,“ segir Alfreð.Thea Imani Sturludóttir í leik með Fylki.VísirAðspurður hver helsti styrkleiki Fylkisliðsins sé segir hann: „Keyra í bakið á andstæðingnum, hvort sem það er eftir mark eða ekki. Fylkisliðið er að spila hraða miðju mjög vel. Það hefur líka náð upp fínum varnarleik eftir jól og er með vopn í Þurí [Þuríði Guðjónsdóttur] og Theu [Imani Sturludóttur].“ Stjarnan er þekktari stærð: „Stjarnan er með gríðarlega sterkan varnarleik og Florentinu í markinu. Þetta eru hennar leikir. Það mæðir líka mikið á Helenu Rut. Það er gríðarlega erfitt við Stjörnuna að eiga þegar hún er heit,“ segir Alfreð Örn.Meistararnir fara alla leið Seinni undanúrslitaleikurinn er algjört konfekt en þar mætast liðin í efstu tveimur sætum Íslandsmótsins. Grótta er einu stigi á undan Haukum í deildinni, en liðin skildu jöfn, 21-21, þegar þau mættust á Nesinu í deildinni fyrr á tímabilinu. „Haukarnir eiga klárlega séns. Það er rosalega erfitt að spá fyrir um þennan leik,“ segir Alfreð. Hann vill meina að markvarslan verði það sem skeri úr um sigurinn. Í marki Gróttu er auðvitað fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir en hjá Haukum stendur Elín Jóna Þorsteinsdóttir vaktina. Elín Jóna varð bikarmeistari með Gróttu í fyrra.Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Hauka.Vísir„Elín hefur verið lykillinn að velgengni Haukanna en Íris Björk er bara alltaf góð. Þessi markvarðabarátta snýst vitaskuld að stóru leyti um varnarleikinn. Gróttuvörnin er stöðugri en hjá Haukum. Haukarnir eiga leiki þar sem þeir skella algjörlega í lás en stundum gengur ekki jafn vel,“ segir Alfreð. Haukarnir eru með sterka útilínu í þeim Ramune Pekarskyte, Karen Helgu Díönudóttur og Mariu Ines Pereira en Alfreð er hrifinn af liðsheildarframlagi Gróttuliðsins. „Á móti okkur var ég mjög hrifinn af hversu margir leikmenn Gróttu voru að skila framlagi. Gróttan spilar sóknarleikinn skynsamlega og fær framlag frá mörgum. Kári þjálfari hefur gert vel í að dreifa álagi og vera duglegur að skipta,“ segir Alfreð sem spáir Gróttu ferð í úrslitaleikinn. En hvaða lið stendur þá uppi sem meistari? „Grótta klárar þetta á móti Stjörnunni,“ segir Alfreð Örn Finnsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Fjórða árið í röð verður notast við svokallað „Final 4“-fyrirkomulag í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir hafa farið fram sömu helgina síðan 2013 og hefur þetta fyrirkomulag algjörlega slegið í gegn. Úrslitahelgin hefst í dag með undanúrslitaleikjum í Coca Cola-bikar kvenna. Klukkan 17.15 eigast við Stjarnan og Fylkir og svo klukkan 19.30 er komið að stórleik tveggja efstu liða Olís-deildar kvenna; Gróttu og Hauka. Sigurvegararnir mætast í bikarúrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn. Fréttablaðið fékk Alfreð Örn Finnsson, þjálfara Vals, til að spá í spilin. Alfreð hefur mætt öllum liðunum á tímabilinu, sumum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.Stress að vera í Höllinni Alfreð Örn hefur meiri trú á Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Fylki þar sem mætast liðin í sjötta og áttunda sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst tvívegis á leiktíðinni og Stjarnan unnið í bæði skiptin. Stjarnan vann átta marka sigur á heimavelli, 30-22, og þriggja marka sigur í Árbænum í seinni leik liðanna í deildinni, 26-23. „Ég hef alveg trú á að Fylkir geti komið á óvart en ég spái Stjörnunni sigri því það er reynslumeira lið,“ segir Alfreð Örn. Fylkir hefur ekki komist í Höllina síðan liðið spilaði óvænt úrslitaleikinn á móti Stjörnunni 2008 en Stjarnan hafði þá betur. „Það væri bara styrkur fyrir Fylki að halda þessu í jöfnum leik. Ég held að Stjarnan verði með þetta allan leikinn og stressið verði of mikið fyrir Fylki í Höllinni. Fylkisstúlkur unnu samt ÍBV um daginn sem veitir mér meiri bjartsýni fyrir þeirra hönd. Ég hef verið að bíða eftir þessum kafla hjá þeim,“ segir Alfreð.Thea Imani Sturludóttir í leik með Fylki.VísirAðspurður hver helsti styrkleiki Fylkisliðsins sé segir hann: „Keyra í bakið á andstæðingnum, hvort sem það er eftir mark eða ekki. Fylkisliðið er að spila hraða miðju mjög vel. Það hefur líka náð upp fínum varnarleik eftir jól og er með vopn í Þurí [Þuríði Guðjónsdóttur] og Theu [Imani Sturludóttur].“ Stjarnan er þekktari stærð: „Stjarnan er með gríðarlega sterkan varnarleik og Florentinu í markinu. Þetta eru hennar leikir. Það mæðir líka mikið á Helenu Rut. Það er gríðarlega erfitt við Stjörnuna að eiga þegar hún er heit,“ segir Alfreð Örn.Meistararnir fara alla leið Seinni undanúrslitaleikurinn er algjört konfekt en þar mætast liðin í efstu tveimur sætum Íslandsmótsins. Grótta er einu stigi á undan Haukum í deildinni, en liðin skildu jöfn, 21-21, þegar þau mættust á Nesinu í deildinni fyrr á tímabilinu. „Haukarnir eiga klárlega séns. Það er rosalega erfitt að spá fyrir um þennan leik,“ segir Alfreð. Hann vill meina að markvarslan verði það sem skeri úr um sigurinn. Í marki Gróttu er auðvitað fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir en hjá Haukum stendur Elín Jóna Þorsteinsdóttir vaktina. Elín Jóna varð bikarmeistari með Gróttu í fyrra.Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Hauka.Vísir„Elín hefur verið lykillinn að velgengni Haukanna en Íris Björk er bara alltaf góð. Þessi markvarðabarátta snýst vitaskuld að stóru leyti um varnarleikinn. Gróttuvörnin er stöðugri en hjá Haukum. Haukarnir eiga leiki þar sem þeir skella algjörlega í lás en stundum gengur ekki jafn vel,“ segir Alfreð. Haukarnir eru með sterka útilínu í þeim Ramune Pekarskyte, Karen Helgu Díönudóttur og Mariu Ines Pereira en Alfreð er hrifinn af liðsheildarframlagi Gróttuliðsins. „Á móti okkur var ég mjög hrifinn af hversu margir leikmenn Gróttu voru að skila framlagi. Gróttan spilar sóknarleikinn skynsamlega og fær framlag frá mörgum. Kári þjálfari hefur gert vel í að dreifa álagi og vera duglegur að skipta,“ segir Alfreð sem spáir Gróttu ferð í úrslitaleikinn. En hvaða lið stendur þá uppi sem meistari? „Grótta klárar þetta á móti Stjörnunni,“ segir Alfreð Örn Finnsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira