Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - FSu 113-74 | Snæfell áfram í deild þeirra bestu Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 25. febrúar 2016 22:30 Sigurður Þorvaldsson skoraði nítján stig fyrir Snæfell í kvöld. vísir/stefán Snæfell gulltryggði sæti sitt í Domino's-deild karla með sannfærandi sigri á FSu á heimavelli í kvöld, 113-74. FSu er nú jafnt Hetti í neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir að Hattarmenn unnu ÍR-inga í kvöld. ÍR er svo í tíunda sætinu með tíu stig en þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Snæfell er nú með sextán stig, rétt eins og Grindavík, en liðin eru í 8.-9. sæti deildarinnar og komast átta efstu liðin í úrslitakeppnina. Snæfellingar tóku völdin í leiknum snemma og voru með sautján stiga forystu að loknum fyrri hálfleik, 54-37. Sigurinn var svo aldrei í hættu í síðari hálfleik. Stefán Karel Torfason átti stórleik í liði Snæfells og var með 27 stig, fimmtán fráköst og sjö stoðsendingar. Sherrod Wright kom næstur með 24 stig. Hjá FSu var Christopher Woods langstigahæstur með 39 stig en hann var þar að auki með nítján fráköst. Hjá FSu vantaði þá Ara Gylfason og Hlyn Hreinsson en leikur Sunnlendinga bar þess merki að vængbrotið lið hafi mætt vestur. Snæfellingar voru aftur á móti búnir að endurheimta sína menn úr veikindum en eins og menn muna fór frekar fámennur hópur norður á Sauðarkrók í síðustu umferð Dominosdeildarinnar. Í leiknum í kvöld náði Snæfell strax frá upphafi að stjórna leiknum og virtist eins og FSu ætti mjög erfitt með að finna réttan takt. Skotin voru ekki að rata rétta leið og Sunnlendingarnir misstu Hólmarana hægt og rólega fram úr sér. Þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir til að breyta gang leiksins virtust leikmenn FSu átta sig snemma á því að erfitt yrði að stöðva Hólmara á sínum heimavelli. Á meðan Hólmarar skoruðu jafnt og þétt úr sínum sóknum var fátt að rata rétta leið hjá Sunnlendingunum sem þurftu að sætta sig við stórt tap í kvöld.Erik Olsen: Erum með ungt lið og getum meira en við sýndum hér í kvöld „Við erum eina liðið á landinu þar sem átján og nítján ára einstaklingar fá tækifæri til að spreyta sig með þessum hætti í efstu deild. Við töpum og við töpuðum stórt í kvöld en til lengri tíma litið þá er það þessi reynsla sem á eftir að skila sér til leikmannana. Þessir einstaklingar eru að berjast og þeir eru að spila þann bolta sem við biðjum þá um að spila,“ sagði Erik Olsen eftir tapið í kvöld. Við reyndum að breyta varnaleiknum okkar og vorum að vinna með mismunandi svæðisvörn til þess að brjóta upp flæðið hjá Snæfelli. En Snæfellingar voru mjög góður að svara öllum okkar tilraunum til að taka völdin á vellinum. Þegar við fengum eitt eða tvö stopp svöruðu þeir strax.“Christopher Woods: Ætlum ekki að gefast upp „Það var gott að koma aftur heim og spila á móti strákunum. Þetta var eins og að hitta fjölskylduna sína. Við lögðum mikið á okkur sem lið, spiluðum hart og reyndum hvað við gátum,“ sagði Chris Woods eftir leik. „Við erum meðvitaðir um stöðu mála og vitum að við erum ekki að fara að spila í úrslitakeppninni. Við ætlum samt ekki að gefast upp og komum til með að berjast.“Ingi Þór: Gerðum það sem við þurftum til að vinna „Ég er ánægður með að fá stigin og tryggja okkur sigur hérna á heimavelli. Við eigum einn leik eftir hérna heima og okkur langar að líða sem best á heimavelli.“ „Það var meira flæði hjá okkur en mér fannst þeir ná allt of mörgum sóknarfráköstum. Ég var óánægður með það. En svona heilt yfir er ég auðvitað ánægður með sigurinn.“ „Við erum búnir að fá 120 stig að meðaltali á okkur í síðustu þremur leikjum og við erum búnir að einbeita okkur að því að ná að halda andstæðingnum undir hundrað stigum. Mér fannst við bara gera það vel í kvöld. Stefán var góður í dag og nýtti sér plássið sem hann fékk vel.“Snæfell-FSu 113-74 (31-16, 23-19, 31-20, 28-19)Snæfell: Stefán Karel Torfason 27/15 fráköst/7 stoðsendingar, Sherrod Nigel Wright 24/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 15, Viktor Marínó Alexandersson 13, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5/4 fráköst, Ólafur Torfason 3, Jón Páll Gunnarsson 2.FSu: Christopher Woods 39/19 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Þórarinn Friðriksson 4, Svavar Ingi Stefánsson 3, Haukur Hreinsson 2, Maciej Klimaszewski 1.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Snæfell gulltryggði sæti sitt í Domino's-deild karla með sannfærandi sigri á FSu á heimavelli í kvöld, 113-74. FSu er nú jafnt Hetti í neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir að Hattarmenn unnu ÍR-inga í kvöld. ÍR er svo í tíunda sætinu með tíu stig en þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Snæfell er nú með sextán stig, rétt eins og Grindavík, en liðin eru í 8.-9. sæti deildarinnar og komast átta efstu liðin í úrslitakeppnina. Snæfellingar tóku völdin í leiknum snemma og voru með sautján stiga forystu að loknum fyrri hálfleik, 54-37. Sigurinn var svo aldrei í hættu í síðari hálfleik. Stefán Karel Torfason átti stórleik í liði Snæfells og var með 27 stig, fimmtán fráköst og sjö stoðsendingar. Sherrod Wright kom næstur með 24 stig. Hjá FSu var Christopher Woods langstigahæstur með 39 stig en hann var þar að auki með nítján fráköst. Hjá FSu vantaði þá Ara Gylfason og Hlyn Hreinsson en leikur Sunnlendinga bar þess merki að vængbrotið lið hafi mætt vestur. Snæfellingar voru aftur á móti búnir að endurheimta sína menn úr veikindum en eins og menn muna fór frekar fámennur hópur norður á Sauðarkrók í síðustu umferð Dominosdeildarinnar. Í leiknum í kvöld náði Snæfell strax frá upphafi að stjórna leiknum og virtist eins og FSu ætti mjög erfitt með að finna réttan takt. Skotin voru ekki að rata rétta leið og Sunnlendingarnir misstu Hólmarana hægt og rólega fram úr sér. Þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir til að breyta gang leiksins virtust leikmenn FSu átta sig snemma á því að erfitt yrði að stöðva Hólmara á sínum heimavelli. Á meðan Hólmarar skoruðu jafnt og þétt úr sínum sóknum var fátt að rata rétta leið hjá Sunnlendingunum sem þurftu að sætta sig við stórt tap í kvöld.Erik Olsen: Erum með ungt lið og getum meira en við sýndum hér í kvöld „Við erum eina liðið á landinu þar sem átján og nítján ára einstaklingar fá tækifæri til að spreyta sig með þessum hætti í efstu deild. Við töpum og við töpuðum stórt í kvöld en til lengri tíma litið þá er það þessi reynsla sem á eftir að skila sér til leikmannana. Þessir einstaklingar eru að berjast og þeir eru að spila þann bolta sem við biðjum þá um að spila,“ sagði Erik Olsen eftir tapið í kvöld. Við reyndum að breyta varnaleiknum okkar og vorum að vinna með mismunandi svæðisvörn til þess að brjóta upp flæðið hjá Snæfelli. En Snæfellingar voru mjög góður að svara öllum okkar tilraunum til að taka völdin á vellinum. Þegar við fengum eitt eða tvö stopp svöruðu þeir strax.“Christopher Woods: Ætlum ekki að gefast upp „Það var gott að koma aftur heim og spila á móti strákunum. Þetta var eins og að hitta fjölskylduna sína. Við lögðum mikið á okkur sem lið, spiluðum hart og reyndum hvað við gátum,“ sagði Chris Woods eftir leik. „Við erum meðvitaðir um stöðu mála og vitum að við erum ekki að fara að spila í úrslitakeppninni. Við ætlum samt ekki að gefast upp og komum til með að berjast.“Ingi Þór: Gerðum það sem við þurftum til að vinna „Ég er ánægður með að fá stigin og tryggja okkur sigur hérna á heimavelli. Við eigum einn leik eftir hérna heima og okkur langar að líða sem best á heimavelli.“ „Það var meira flæði hjá okkur en mér fannst þeir ná allt of mörgum sóknarfráköstum. Ég var óánægður með það. En svona heilt yfir er ég auðvitað ánægður með sigurinn.“ „Við erum búnir að fá 120 stig að meðaltali á okkur í síðustu þremur leikjum og við erum búnir að einbeita okkur að því að ná að halda andstæðingnum undir hundrað stigum. Mér fannst við bara gera það vel í kvöld. Stefán var góður í dag og nýtti sér plássið sem hann fékk vel.“Snæfell-FSu 113-74 (31-16, 23-19, 31-20, 28-19)Snæfell: Stefán Karel Torfason 27/15 fráköst/7 stoðsendingar, Sherrod Nigel Wright 24/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 15, Viktor Marínó Alexandersson 13, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5/4 fráköst, Ólafur Torfason 3, Jón Páll Gunnarsson 2.FSu: Christopher Woods 39/19 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Þórarinn Friðriksson 4, Svavar Ingi Stefánsson 3, Haukur Hreinsson 2, Maciej Klimaszewski 1.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum