Haukar með sex leikja tak á Valsmönnum fyrir stórleik dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 14:30 Janus Daði Smárason hefur skorað 24 mörk fyrir Hauka í þremur sigurleikjum á móti Val á þessu tímabili. Vísir/Anton Haukar og Valur, tvö efstu liðin í Olís-deild karla í handbolta, mætast í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars karla í handbolta og í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á morgun. Haukar og Valur eru í nokkrum sérflokki í deildinni að lokinni 21 umferð. Haukar hafa fjögurra stiga forskot á toppnum en Valsmenn eru síðan með tíu stigum meira en liðin í þriðja og fjórða sæti. Það líta því margir á undanúrslitaleik liðanna í dag sem hálfgerðan úrslitaleik bikarkeppninnar í ár en sigurvegari leiksins mætir annaðhvort 1. deildarliði Stjörnunnar eða nýliðum Gróttu í úrslitaleiknum. Haukarnir þekkja það hinsvegar afar vel að vinna Valsmenn því það hafa þeir gert í sex síðustu leikjum liðanna í mótum á vegum Handknattleikssambands Íslands. Haukar unnu 3-0 sigur á Valsliðinu í úrslitakeppninni síðasta vor, hafa unnið báða deildarleiki liðanna á þessu tímabili og Haukarnir unnu Valsmenn líka í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins milli jóla og nýárs. Það er hægt að finna eitt tap í viðbót hjá Valsmönnum. Sjöundi sigur Haukanna kom nefnilega á Ragnarsmótinu í ágústmánuði. Valsmenn hafa ekki unnið Hauka í mótsleik síðan að liðin mættust í deildarleik á Hlíðarenda 19. mars 2015 eða næstum því í eitt heilt ár. Valsliðið vann þann leik 25-23 þar sem Kári Kristján Kristjánsson skoraði níu mörk en hann leikur nú með ÍBV. Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur reynst Valsmönnum afar erfiður í flestum þessara leikja enda hafa Hlíðarendapiltar skorað 24 mörk eða minna í fimm síðustu leikjum sínum á Íslandsmóti á móti Haukum. Haukamaðurinn Janus Daði Smárason skoraði þrettán mörk í síðasta leik liðanna sem Haukar unnu með þremur mörkum í nóvember en í fyrsta leik liðanna var Leonharð Þorgeir Harðarson markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 17.15 í Laugardalshöllinni en hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.Tak Hauka á Valsmönnum síðustu tíu mánuði:Úrslitakeppnin 2015Fim. 16.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 24-32 (10-19)Markahæstir: Elvar Friðriksson 6, Finnur Ingi Stefánsson 4, Bjartur Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4 - Janus Daði Smárason 9, Árni Steinn Steinþórsson 7.Lau. 18.apr.2015 16.00 Schenkerhöllin Haukar - Valur 21-19 (8-9)Markahæstir: Janus Daði Smárason 5, Tjörvi Þorgeirsson 4 - Vignir Stefánsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5.Þri. 21.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 22-29 (6-14)Markahæstir: Geir Guðmundsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 5, Elvar Friðriksson 4, Bjartur Guðmundsson 4 - Janus Daði Smárason 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Adam Haukur Baumruk 4.Deildin 2015-16Fim. 17.sep.2015 20.00 Valshöllin Valur - Haukar 19-26 (12-13)Markahæstir: Ómar Ingi Magnússon 9, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Sveinn Aron Sveinsson 4 - Leonharð Þorgeir Harðarson 7, Einar Pétur Pétursson 5, Elías Már Halldórsson 5, Janus Daði Smárason 4.Fös. 13.nóv.2015 19.30 Schenkerhöllin Haukar - Valur 25-22 (13-11)Markahæstir: Janus Daði Smárason 13, Einar Pétur Pétursson 3, Elías Már Halldórsson 3 - Guðmundur Hólmar Helgason 7, Daníel Þór Ingason 7, Geir Guðmundsson 4.Deildarbikar 2015Mán. 28.des.2015 20.30 Strandgata Haukar - Valur 28-26 (15-10)Markahæstir: Janus Daði Smárason 7, Adam Haukur Baumruk 6, Heimir Óli Heimisson 4, Einar Pétur Pétursson 4 - Sveinn Aron Sveinsson 6, Geir Guðmundsson 5, Daníel Þór Ingason 4, Alexander Örn Júlíusson 4.Ragnarsmót 2015 Fös. 21.ágú.2015 18.30 Selfoss Haukar - Valur 27-26 (10-16) Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már frábær í sigri Hauka Haukar eru með fjögura stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolti eftir fimm marka sigur á ÍBV, 29-24, í lokaleik 21. umferðar. 20. febrúar 2016 17:35 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. 18. febrúar 2016 21:45 Tvö bestu liðin mætast í kvöld Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit. 26. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Haukar og Valur, tvö efstu liðin í Olís-deild karla í handbolta, mætast í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars karla í handbolta og í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á morgun. Haukar og Valur eru í nokkrum sérflokki í deildinni að lokinni 21 umferð. Haukar hafa fjögurra stiga forskot á toppnum en Valsmenn eru síðan með tíu stigum meira en liðin í þriðja og fjórða sæti. Það líta því margir á undanúrslitaleik liðanna í dag sem hálfgerðan úrslitaleik bikarkeppninnar í ár en sigurvegari leiksins mætir annaðhvort 1. deildarliði Stjörnunnar eða nýliðum Gróttu í úrslitaleiknum. Haukarnir þekkja það hinsvegar afar vel að vinna Valsmenn því það hafa þeir gert í sex síðustu leikjum liðanna í mótum á vegum Handknattleikssambands Íslands. Haukar unnu 3-0 sigur á Valsliðinu í úrslitakeppninni síðasta vor, hafa unnið báða deildarleiki liðanna á þessu tímabili og Haukarnir unnu Valsmenn líka í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins milli jóla og nýárs. Það er hægt að finna eitt tap í viðbót hjá Valsmönnum. Sjöundi sigur Haukanna kom nefnilega á Ragnarsmótinu í ágústmánuði. Valsmenn hafa ekki unnið Hauka í mótsleik síðan að liðin mættust í deildarleik á Hlíðarenda 19. mars 2015 eða næstum því í eitt heilt ár. Valsliðið vann þann leik 25-23 þar sem Kári Kristján Kristjánsson skoraði níu mörk en hann leikur nú með ÍBV. Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur reynst Valsmönnum afar erfiður í flestum þessara leikja enda hafa Hlíðarendapiltar skorað 24 mörk eða minna í fimm síðustu leikjum sínum á Íslandsmóti á móti Haukum. Haukamaðurinn Janus Daði Smárason skoraði þrettán mörk í síðasta leik liðanna sem Haukar unnu með þremur mörkum í nóvember en í fyrsta leik liðanna var Leonharð Þorgeir Harðarson markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 17.15 í Laugardalshöllinni en hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.Tak Hauka á Valsmönnum síðustu tíu mánuði:Úrslitakeppnin 2015Fim. 16.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 24-32 (10-19)Markahæstir: Elvar Friðriksson 6, Finnur Ingi Stefánsson 4, Bjartur Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4 - Janus Daði Smárason 9, Árni Steinn Steinþórsson 7.Lau. 18.apr.2015 16.00 Schenkerhöllin Haukar - Valur 21-19 (8-9)Markahæstir: Janus Daði Smárason 5, Tjörvi Þorgeirsson 4 - Vignir Stefánsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5.Þri. 21.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 22-29 (6-14)Markahæstir: Geir Guðmundsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 5, Elvar Friðriksson 4, Bjartur Guðmundsson 4 - Janus Daði Smárason 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Adam Haukur Baumruk 4.Deildin 2015-16Fim. 17.sep.2015 20.00 Valshöllin Valur - Haukar 19-26 (12-13)Markahæstir: Ómar Ingi Magnússon 9, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Sveinn Aron Sveinsson 4 - Leonharð Þorgeir Harðarson 7, Einar Pétur Pétursson 5, Elías Már Halldórsson 5, Janus Daði Smárason 4.Fös. 13.nóv.2015 19.30 Schenkerhöllin Haukar - Valur 25-22 (13-11)Markahæstir: Janus Daði Smárason 13, Einar Pétur Pétursson 3, Elías Már Halldórsson 3 - Guðmundur Hólmar Helgason 7, Daníel Þór Ingason 7, Geir Guðmundsson 4.Deildarbikar 2015Mán. 28.des.2015 20.30 Strandgata Haukar - Valur 28-26 (15-10)Markahæstir: Janus Daði Smárason 7, Adam Haukur Baumruk 6, Heimir Óli Heimisson 4, Einar Pétur Pétursson 4 - Sveinn Aron Sveinsson 6, Geir Guðmundsson 5, Daníel Þór Ingason 4, Alexander Örn Júlíusson 4.Ragnarsmót 2015 Fös. 21.ágú.2015 18.30 Selfoss Haukar - Valur 27-26 (10-16)
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már frábær í sigri Hauka Haukar eru með fjögura stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolti eftir fimm marka sigur á ÍBV, 29-24, í lokaleik 21. umferðar. 20. febrúar 2016 17:35 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. 18. febrúar 2016 21:45 Tvö bestu liðin mætast í kvöld Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit. 26. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Elías Már frábær í sigri Hauka Haukar eru með fjögura stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolti eftir fimm marka sigur á ÍBV, 29-24, í lokaleik 21. umferðar. 20. febrúar 2016 17:35
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. 18. febrúar 2016 21:45
Tvö bestu liðin mætast í kvöld Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit. 26. febrúar 2016 06:00