Pepsi-deildin verður nafn efstu deildanna í fótbolta næstu þrjú ár til viðbótar 29. febrúar 2016 14:15 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Ásgeir Ásgeirsson, formaður Toppfótbolta, skála í Pepsi eftir undirskriftina í dag. vísir/vilhelm Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann