Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. febrúar 2016 16:27 Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman. Vísir/GVA Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík (ISAL), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að lagt verði lögbann við þeirri aðgerð aðila á vegum Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta áli um borð í skip til útflutnings. Telur ISAL að tuttugu og fimm yfirmönnum, auk forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnar, sé heimilt að lögum að skipa álinu út. Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík á miðvikudagsmorgun í síðustu viku en þá höfðu Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins og aðrir stjórnendur, lestað um fimm hundruð tonnum af áli um borð í flutningaskip sem hélt svo áleiðis til Rotterdam með aðeins einn tíunda af þeim farmi sem fyrirhugað var að það tæki hér. Verkfall hafnarstarfsmanna álversins hófst á miðvikudaginn í síðustu viku. Er verkfallinu ætlað að koma í veg fyrir að ál frá Straumsvík verði flutt út til viðskiptavina fyrirtækisins.Megi yfirmenn ekki lesta ál til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingarÍ tilkynningu frá ISAL segir að fyrirtækið leiti leiða til að standa við skuldbindingar sínar við viðskiptavini enda byggi fyrirtækið tilveri sína á því. Telur fyrirtækið að komi verkfallið í veg fyrir að yfirmenn geti lestað ál um borð í skip til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingar fyrir ISAL og svipti fyrirtækið öllum tekjum um ófyrirséðan tíma, enda er verkfallið ótímabundið. Álið frá ISAL er flutt út vikulega og er söluverðmæti hvers farms um það bil einn milljarður króna. Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík komu saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag þar sem þess er freistað að leita lausna í deilunni. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík (ISAL), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að lagt verði lögbann við þeirri aðgerð aðila á vegum Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta áli um borð í skip til útflutnings. Telur ISAL að tuttugu og fimm yfirmönnum, auk forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnar, sé heimilt að lögum að skipa álinu út. Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík á miðvikudagsmorgun í síðustu viku en þá höfðu Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins og aðrir stjórnendur, lestað um fimm hundruð tonnum af áli um borð í flutningaskip sem hélt svo áleiðis til Rotterdam með aðeins einn tíunda af þeim farmi sem fyrirhugað var að það tæki hér. Verkfall hafnarstarfsmanna álversins hófst á miðvikudaginn í síðustu viku. Er verkfallinu ætlað að koma í veg fyrir að ál frá Straumsvík verði flutt út til viðskiptavina fyrirtækisins.Megi yfirmenn ekki lesta ál til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingarÍ tilkynningu frá ISAL segir að fyrirtækið leiti leiða til að standa við skuldbindingar sínar við viðskiptavini enda byggi fyrirtækið tilveri sína á því. Telur fyrirtækið að komi verkfallið í veg fyrir að yfirmenn geti lestað ál um borð í skip til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingar fyrir ISAL og svipti fyrirtækið öllum tekjum um ófyrirséðan tíma, enda er verkfallið ótímabundið. Álið frá ISAL er flutt út vikulega og er söluverðmæti hvers farms um það bil einn milljarður króna. Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík komu saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag þar sem þess er freistað að leita lausna í deilunni.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00